09 nóvember 2009
Internetpungsdraslið virkar að sjálfsögðu ekki, svo enn sem áður sit ég á bókasafninu til þess að komast á netið. Ekki að það sé slæmt. Ég eeelska bókasafnið hérna! Bókasafnið er inni í menningarhúsi Stavanger, ásamt barnasafni, listasafni, 2 kaffihúsum og bíói. Hér er ókeypis þráðlaust internet fyrir alla og nokkrar nettengdar tölvur. Bókasafnið sjálft er á 3 hæðum, á efstu hæð er barna- og unglingabókasafn, á 2. hæð er venjulegt bókasafn, frekar stórt, með öllum bókum sem manni dettur í hug. Þar er sérstök deild fyrir bækur á erlendum tungumálum og meirasegja nokkrar bækur á íslensku!! Á jarðhæðinni er uppáhaldsdeildin mín, þarsem ég get setið löngum stundum. Kvikmynda- og tónlistardeildin. Þar er hægt að finna dvd, vhs og blue-ray myndir um allt á milli himins og jarðar, þúsundir geisladiska, bækur um tónlist og kvikmyndir og tímarit um sömu efni. Og svo, uppáhaldið mitt, nótur! Það er stórt nótnasafn, með nótum frá klassík til þungarokks og allt þar á milli og fyrir utan. Á kvikmynda- og tónlistarbókasafninu eru líka nokkur hljóðfæri, gítarar, píanó, hljómborð og ukulele, svo eitthvað sé að nefna. Þessi hljóðfæri má maður bara taka eða setjast við og spila og syngja eins og maður vill. Sem getur verið bæði gott og slæmt, og er akkúrat kveikjan að pistli þessum... Um daginn sat ég og var að sörfa á netinu þegar inn kemur drengur, kannski 17-18 ára. Hann heldur á gítar og sest í stól á móti mér og byrjar að spila. Hann náði engan veginn að ýta niður öllum strengjunum, svo það kom ekkert út sem hljómar eða tónar, eða annað sem tengist tónlist á nokkurn hátt. Ég get engan veginn varist brosi, lít aðeins í kringum mig og sé, mér til léttis, að aðrir á staðnum brosa líka út í annað. Drengurinn lifir sig þvílíkt inn í "tónlistina" sína og byrjar svo að syngja! Eitthvað sem hann hefði aldrei átt að gera, nema þá kannski í kjallaranum heima hjá sér. Þarsem munnurinn á mér er oft á undan heilanum að bregðast við, fer ég að hlæja og næ ekki að stoppa, svo ég enda á því að pakka tölvunni niður og flýja. Og svo að góða parti sögunnar. Í dag kem ég inn á bókasafnið, til að nota netið og jafnvel finna mér nokkrar myndir að horfa á í vikunni. Stuttu eftir að ég er sest, koma inn stelpa og strákur á unglingsaldri og ná í einn gítarinn. Þau setjast svo hér rétt hjá mér og byrja að syngja og spila, og ég sver að ég er með tárin í augunum, þessi stelpa syngur svo vel!! Bara ókeypis yndislegir tónleikar á bókasafninu þessa stundina og ég tími varla að fara heim, þó ég eiginlega þurfi að fara að drífa mig... Ég elska bókasafnið! Berglind @ 20:23
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||