31 október 2008

Gleðilega hrekkjavöku allir saman!
Ég má segja þetta, því hér í landi er aksjúallí haldið upp á hrekkjavöku. Ekki eins brjálað og í USA, en það má sjá grasker hér og þar og í gær voru allar hillur í Nille hlaðnar hrekkjavökudóti og fullt út úr dyrum.
Í kvöld klæða krakkar sig svo upp og labba í heimahús og sníkja nammi með "trick or treat". Norðmenn eru ekki jafn mikið fyrir að "norska" hlutina, eins og Íslendingar leggja sig fram í að íslenska þá... Sem tónlistarkennara finnst mér hrikalega gott á foreldra að hrekkjavaka sé núna á föstudegi. Í fyrra var hún á miðvikudegi og börnin sem ég fékk í klarinett tíma daginn eftir voru svo upptjúnuð að það var engu lagi líkt. Núna fá foreldrarnir sko að kenna á því á morgun...hahaha!

Annars er ég búin að fjárfesta í nýjum síma. Pantaði af netinu og kíki núna á posten.no á korters fresti til að athuga með hann. Hann kom til Stavanger kl 12.40 í dag, svo ég vona að ég fái hann á morgun :) ALgjör snilld þetta sporingssystem hjá Póstinum...

Annars er lítið að frétta, Dvorák í kvöld hjá sinfóníunni og svo er planið að horfa á Psycho í kvöld, ef ég þori ;) Hef lengi horft á hulstrið á bókasafninu og langað að taka hana, en hingað til hef ég ekki einu sinni þorað að taka hana úr hillunni ;) fyrr en í gær, en tók líka alveg 4 hryllingsmyndir ;) efast stórlega um að ég horfi a þær allar. Annaðhvort það eða ég sef ekki alla helgina ;)


Berglind @ 15:09
|



27 október 2008

Jæja, þá er Íslandstúrinn yfirstaðinn. Var æði að koma heim og hitta alla og allt. Fékk samt eitthvað sem ég er ekki alveg að fíla neitt svakalega. Vaknaði á þriðjudagsmorgun með hálsbólgu sem núna hefur þróast í vondan hósta og erfiðleika með að anda. Og þegar maður spilar á blásturshljóðfæri er það ekki alveg að gera sig :(

Og svo smá um internetsöguna endalausu... Kom heim á fimmtudagskvöld og þá allt í einu þurfti ég lykilorð á internetið! Sem ég auðvitað hef ekki, en jafn skyndilega í fyrradag komst ég inn og allt í læ og internetið hefur aldrei verið betra. Fæ næstum fullt hús hvar sem ég sit með tölvuna!!

Af símasögunni endalausu þá hef ég komist að því að sennilega er ekki úberlélegt símasamband í kjallaraíbúðinni minni, heldur er síminn minn úberlélegur í að ná símasambandi. Var nefnilega að spila á tónleikum í gær og náði engu sambandi inní kirkjunni, minntist á það við Ragne Marthe og hún leit á sinn síma, sem var með fullt samband!! Svo það bætist við listann, sem inniheldur ónýtt batterí, síminn velur sjálfur hver má tala við mig og hver ekki og hann er óóótrúlega sló..
Svo ég ætti virkilega að fara að kaupa mér nýjan síma, er að skoða málið þessa dagana...


Berglind @ 19:45
|



18 október 2008

Sit á flugvellinum á Sola og er að klára netinneignina mína sem ég keypti fyrir löööngu...
Ég held að ég hafi náð nýjum hæðum í afslappelsi (lesist: kæruleysi) fyrir flug. Vaknaði um "aðeins" seinna en ég ætlaði í morgun og tók mig til í svona ó-sjitt-verð-að-flýta-mér kasti, dreif mig út og niður í bæ. Komst að því að flugrútan sem ég hafði planað að taka, er ekki til lengur (þeas búið að fækka ferðum og taka út akkúrat þá ferð sem ég ætlaði með), sem þýddi bara panikk. Og svo leigubíll. Sem betur fer er flugvöllurinn ekki langt í burtu, svo það var ekki of dýrt, en vikusparnaðurinn varð eftir hjá leigubílstjórunni. Svo dríf ég mig í gegnum inntékk og sekjúrití og sest svo niður og bíð. Hliðið ekki enn komið upp, svo ég bíð lengur. Svo þegar klukkuna vantar tíu mínútur í brottför kíki ég aftur, hálfhissa á því að ég sé nánast ein í flugstöðinni, engin vél fyrir utan eða neinn umgangur. Lít svo eitthvað nánar á klukkuna og sé að hana vantar tíu mínútur í tíu en ekki ellefu...

Annars er ég enn með gæsahúð eftir gærkvöldið. Martin Fröst var svo-góður-að-orð-fá-ekki-lýst. Gaurinn spilaði klarinettukonsert Mozarts og já, bara ómægod... Enda fékk hann líka standandi hyllingu á eftir :) Klarinettukonsertinn er sko nógu erfiður, en hann gerir sér lítið fyrir og bætir inn allskonar skrauti og trillum og spilar eins og hann sé að spila Gamla Nóa.
Svo hann spilaði eitt lag í viðbót, klezmerstykki og það var jú bara ennþá meira ómægod :)
Svo eftir pásuna, kemur ekki gaurinn út í sal og sest bara rétt hjá mér! Hefði getað teygt mig aðeins og snert á honum hárið... fannst það samt frekar óviðeigandi, svo ég sleppti því í þetta skiptið ;)


Berglind @ 09:25
|



17 október 2008

Vaknaði í morgun alveg hrikalega fúl út í Önnu Sillu (sem var með mér í bekk í grunnskóla!). Sem mér fannst samt frekar skrítið því ég hef ekki hitt hana í þónokkur ár...
Það tók smá tíma að finna út af hverju ég var svona fúl út í hana og þegar ég mundi það loksins (draumur!), þá flissaði ég upphátt... Ætla sko ekki að hafa það eftir hér hversvegna ég var svona fúl :þ

Annars er það bara Ísland á morgun! Ég er að sjálfsögðu ekki byrjuð að pakka, ekki einu sinni farin að hugsa út í hvað ég á að taka með mér og grunar fastlega að það verði mestmegnis skítug föt sem verða þvegin í Borgarhrauninu, því jú, flest öll fötin mín eru skítug...
Svo er ég búin að týna ipodinum mínum, sem er ekki gott, því hann sér mestmegnis um að skemmta mér á ferðalögum... Vona að ég finni hann á eftir, planið er að nota þá þrjá tíma sem ég hef á eftir til að hjóla heim, taka til, borða og hjóla aftur niðrí skóla. Og af hverju ætla ég að fara í skólann á föstudagskvöldi gæti margur spurt sig (eða mig). Jú, Oslóar Fílharmónían heldur tónleika í kvöld í Tónlistarhúsinu hér og tekur Martin Fröst með sér. Fyrir óvitra, þá er Martin Fröst einn af fremstu klarinettleikurum í Evrópu og eiginlega bara öllum heiminum í dag. Og hann er að koma hingað. Jei :D


Berglind @ 13:28
|



16 október 2008

Oooog... ég er orðin fræg! Búin að vera í útvarpinu og allt :þ

Hringdi einhver gaur frá UIS í gær og spurði hvort hann mætti gefa útvarpsmanni símanúmerið mitt, tók það sérstaklega fram að hann vissi ekkert útaf hverju eða um hvað málið snerist. Ég sagðist nú vera nokkuð viss um það og gaf honum leyfið.
Svo stuttu seinna hringdi gaurinn frá NRK Rogaland og spurði mig einhverra spurninga um ástandið á Íslandi (en ekki hvað?!) og hvernig það kæmi við mig. Svo bauð hann mér í viðtal í útvarpinu og mætti ég í útvarpshúsið fyrir sjö í morgun!! Vaknaði semsagt kl 6.15, en það er um það bil 5 og hálfum klukkutíma áður en hausinn á mér vaknar...
Ég náði nú samt alveg að segja eitthvað af viti, enda búin að spurja pabba spjörunum úr kvöldið áður ;)
Hann spurði samt aðallega um hvernig þetta kæmi við fólk og við mig og auðvitað dramahliðina á öllu saman. Ekki skemmdi heldur fyrir að Dagbladet birti í gær grein um að á Íslandi væru til birgðir af mat fyrir 5 vikur og svo ekki söguna meir...

En annars er það bara Ísland eftir 2 daga :) Jei fyrir því!


Berglind @ 11:38
|



10 október 2008

Einhver afskaplega einlægur Íslendingur setti þetta á netið.
Ég nennti nú eiginlega ekki að lesa lengra en fyrstu málsgrein og skannaði svo kommentin og komment númer 5, frá Arunas í Vilnius, LT, sá hitti aldeilis naglann á höfuðið, jú auðvitað eigum við bara að borga Gordon Brown tilbaka í MÖRGÆSUM og goshverum!!!
Æ, mér finnst svona alltaf svo ógurlega fyndið :D Tótallí made my day!!


Berglind @ 17:11
|



09 október 2008

Undanfarna daga hefur Ísland verið mikið í fréttum hérna megin við hafið og þar sem ég er Íslendingur er gjarnan rætt um þessar fréttir þegar ég er nálægt. Sem er ekkert svakalega gott fyrir mig, því ég veit eiginlega ekkert hvað er á seyði nema að ríkið er að kaupa alla banka og krónan er í frjálsu falli...
Í dag var ein slík umræða í gangi í mötuneytinu og ein stelpa, sem jafnan virðist bara með ágætar gáfur og skilning, spurði:
"En af hverju reddar Danmörk ykkur ekki? Þið heyrið jú undir Danmörk!"
Ég varð alveg bit og gat ekki annað en bara hlegið og náði svo að stama útúr mér "ööö, nei. Við höfum verið sjálfstæð þjóð í meira en 60 ár."
Þetta allavega bjargaði alveg deginum fyrir mig ;)

Og hvað ætli fátækur íslenskur námsmaður í útlöndum geri þegar svona stendur á?! Jah, allavega pantaði ég flug heim í nokkra daga :) Er semsagt loksins búin að panta flugið fyrir þetta dæmi fyrir háskólann og verður víst ekki aftur snúið. Var næstum því hætt við um daginn, þegar ég fékk email frá norska sendiherranum á Íslandi að dagurinn hefði verið fluttur aftur um einn dag, eða til 22. okt. Þetta kom að sjálfsögðu á besta tíma, þar sem dansekvinnen er í Afríku og hinn aðalkennarinn er líka í burtu og hvorugt kemur tilbaka fyrr en á miðvikudaginn í næstu viku, svo ég gat ekki fengið leyfi hjá neinum. En ég tók bara sénsinn og pantaði flugið, með samþykki hinna í grúppunni minni.
Svo þar sem krónan er svo helvíti hagstæð, þá er gisting á Hilton bara alveg möguleiki :D Held samt að Cabin verði fyrir valinu...

Annars er frekar erfitt að ná í mig þessa dagana, síminn minn er kominn með svo mikið attitjúd vandamál að hann er að gera mig bilaða. Ef fólk reynir að hringja í mig, er bara happ og glapp að síminn minn taki við símtalinu, komin frekar mörg atvik þar sem fólk segist hafa verið að reyna að ná í mig og ég bara huh?! því ekki hefur síminn sýnt þess eitt einasta merki... Þeas. þegar hann er ekki batteríslaus, en batteríið lifir rétt tæplega frá morgni til kvölds, ef ég td hringi eitt símtal, þá get ég vel búist við því að hann deyi um fimm leytið...

En óvell, grjónagrauturinn er tilbúinn og ég farin að borða...mmmmm :)


Berglind @ 15:07
|



02 október 2008

Nemendur hér í skólanum eru alveg einstaklega lausir við að fylgjast með nemendafélögum, um daginn kom gaur frá AlþjóðlegirNemendur-félaginu, svo alþjóðlegir nemendur hér gætu kosið. Hann var afskaplega einmana, þar sem hann sat í anddyrinu með tölvuna sína og kjörkassann...

Átti mjög skrítið spjall við danskellinguna í fyrradag. Hún, sem varð alveg kolkreisí þegar ég bað um frí til að fara á ráðstefnuna, var hin yndislegasta og margbaðst afsökunar á því að hafa verið svona leiðinleg. Var ekki alveg að skilja þetta, fyrr en hún minntist á að hún hafði fengið áframsent email frá annarri, sem ég sendi, þar sem ég útskýrði ástæðurnar fyrir því að ég vildi fara á þessa ráðstefnu (að sjálfsögðu smá dramatíseraðar)...

Svo núna er það minnsta málið í heiminum að ég fari bæði til Íslands og til Englands og Frakklands. Þarf að sækja um leyfi sam sem áður, en það er samt bara svona formsatriði núna...

Hef samt alveg fundið annað til að pirra mig á, það er einn jazzgaur í hópnum okkar í tverrfaglig verkefninu og hann er SVO smámunasamur og leiðinlegur! Í stuttu máli er það sem við stingum upp á ómögulegt, því við erum jú öll hin þrjú klassísk og það sem hann stingur upp á er frábært, því hann er jazzgaur... Það er ekki hægt að bera neitt undir okkur, heldur bíður hann þar til kennararnir koma og spyr þá um allt...
Mikið verð ég fegin þegar þetta dæmi er búið!

En jæja, verð víst að fara að halda áfram í verkefninu...bleh!


Berglind @ 12:40
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan