31 október 2007

Ég las alveg furdulega frétt á mbl.is ádan. Einhverjir krakkar á Hvolsvelli eru ad kasta snjóboltum í bíla... Tad fyrsta sem ég hugsadi "bíddu, snjóboltum...?" Ætlidi ad segja mér ad tad sé farid ad snjóa á Fróni??!
Hér er grasid ekki einu sinni farid ad gulna, laufin eru ad vísu løngu farin ad detta af trjánum og einn daginn tók grenitré hér fyrir utan skólann upp á tví ad láta hverja einustu nál hrynja á jørdina svo ad á parti er gangstéttin gul og oddhvøss..

Ég taladi vid Elísabetu í gærkvøldi, ég er virkilega farin ad hallast ad tví ad tad sé eitthvad í vatninu tarna á klakanum... Ønnur hver kona (og stelpa) virdist vera nýbúin ad eiga barn, eda ólétt eda nýbúin ad eiga og ólétt...
Ég held ad ég gæti fundid allavega eitt barn fyrir hvern mánud, frá tví einhvern tíma í sumar og fram á næsta ár...
Sem minnir mig á heimildatáttinn á sem ég sá á sunnudaginn. Tetta var einn af tessum skrýtnu táttum um breta, sem eru ekki eins og fólk er flest. Tessi táttur var um 8 barna foreldra. Elsta barnid var 4 ára, svo komu fjórburar, rétt rúmlega eins árs og í tættinum eignadist konan tríbura. Foreldrunumfannst tetta ædislegt, svo notalegt tegar allir krakkarnir voru ad væla í einu og ekkert mál ad vakna 5.30 á hverjum morgni, eda ad amman væri hjá teim 24/7 til ad hjálpa til. Í endann tilkynntu tau svo ad tau vildu eignast allavega(!) 4 í vidbót á næstu árum...!!! Kreisí lid...


Berglind @ 13:17
|



29 október 2007

Ég spiladi á tónleikum med Kvadrat Musikkkorps í gær. Tad var alveg einstaklega áhugavert. Tarna voru samankomnar 6 lúdrasveitir, sem eiga tad sameiginlegt ad vera stadsettar í Sandnes.
Allar sveitirnar spiludu frekar einføld løg. Ein sveitin spiladi bítlaløg, sú sveit ákvad kvøldid ádur ad vera í hippaføtum og teim tókst nokkud vel upp, nema ad einn gleymdi tví og mætti í venjulegum føtum og ein konan virtist hafa misskilid eitthvad hvad hippaføt eru, tví hún var klædd í 80's...hrikalega fyndid ;) Ønnur spiladi medal annars Flintstones, sem mér fannst áhugaverdur valkostur, meina, hvada fullordins lúdrasveit spilar Flintstones á tónleikum, nema kannski tematónleikum... Og svo var tad alveg hrædilegt í tokkabót ;)
Svo hélt ég ad ég hefdi fundid minn framtídarbæ tegar ein sveitin kynnti sig. Í Sandnes einhvers stadar er nefnilega byggdarlag sem heitir Julebygda (tydist á íslensku sem Jólabyggd), hætti tó fljótt vid tegar ég komst ad tví ad Julebygda er leeengst útí rassgati og hefur ekkert ad gera med jólin nema nafnid. En hversu tøff er ad búa í Jólabyggd?!
Hápunktur kvøldsins ad mínu mati var tegar Skeiene Musikkkorps steig á svid. Skeiene Musikkkorps hefur nefnilega aldurstakmark, ad tví er virdist. Tetta voru allt kallar, sá yngsti rétt skridinn yfir 60 árin og adeins einn teirra farinn ad grána í vøngunum, hinir voru allir hvíthærdir. Allavega 5 litu út eins og jólasveinninn. Búningurinn teirra er svartar buxur, hvít skyrta, svart bindi og eeeldrautt prjónad peysuvesti med merki sveitarinnar. Og teir spiludu sko ekki dægurløg, heldur pjúra lúdrasveitatónlist. Skeiene Musikkorps er hér med ordin uppáhalds lúdrasveitin mín :)


Berglind @ 11:40
|



25 október 2007

Tá er ég búin ad panta øll flug fyrir jólafrí...
Ég var eiginlega búin ad ákveda ad taka lestina til Osló, en tegar tølvan hrundi var 9 klukkutíma lestarferd ekkert rosalega spennandi ;)
Svo ég skodadi betur flug og endadi med tví ad kaupa flug til Osló med Norwegian og svo til baka med SAS...
Med øllum flugum kostar ferdin heim tví rétt rúmlega 30 tús, sem er eiginlega bara ágætlega sloppid, midad vid jólin og allt tad...

Ég er ekki enn farin ad fá fráhvørf yfir tølvuleysi, sef reyndar afskaplega lítid á næturnar, kannski tad séu fráhvørfin...?
Er búin ad ákveda ad kaupa mér Makka um jólin, mér finnst nefnilega svo gaman ad tilheyra minnihlutahópum...


Berglind @ 12:52
|



24 október 2007

Tad kom ad tví, tölvan hrundi í gær... Hún vill ekki finna einhvern system disk og get ég tví ekki komist lengra en ad fá upp svartan skjá...

Kannski ég byrji loksins á sídustu Harry Potter ...


Berglind @ 11:40
|



22 október 2007

Ég sakna alltaf Verkalýðsins á mánudagskvöldum. Þá eru æfingar hjá þeim í Skúlatúninu og þá er ég líka á æfingu hjá Kvadrat Musikkorps í Kvadrat. Það er óneitanlega mikið skemmtilegra á æfingu hjá Verkalýðnum. Þar er td ekki óbóleikari, sem ekki kann að intónera (spila hreint) og fólk situr ekki með gemsann að skrifa sms alveg þar til stjórnandinn byrjar að telja inn, leggur hann þá á gólfið og kemur inn ca takti of seint. Og þetta er fullorðin kona, myndi kannski skilja það ef hún væri unglingur, en fullorðin kona, kommon! Það sem er eiginlega verst, er að inn á milli er fólk sem hefur viljann og áhugann, en hinir bara skemma svo fyrir... Af hverju er fólk eiginlega að hafa fyrir því að mæta, ef það hefur ekki áhuga...?!

En talandi um óbóleikara, sem eru afskaplega áhugaverður þjóðflokkur. Áður en ég flutti til Stavanger, hafði ég aldrei hitt óbóleikara sem gæti talist normal. Í fyrra voru 2 óbóleikarar í skólanum og voru þau bæði ídealið fyrir normalítet. Nú er reyndar annar þeirra farinn heim til Serbíu og komnir tveir nýir í staðinn, stelpa frá Serbíu og strákur frá Kína (eða einhverju Asíu-landi, en líklegast Kína). Svo hef ég líka hitt óbókennarann, loksins og hún er sko gella. Kona á ca fertugsaldri , þétt í vexti, en ekkert feit samt og algjör gellz. Gengur í leðurstígvélum og stuttum pilsum og fínum gallabuxum og er alveg bara í tískunni. Nýja stelpan er alveg hrikalega fúl og snobbuð eitthvað og er hún held ég fyrsti óbóleikarinn sem ég hef hitt, sem ekki er úberhress og vingjarnlegur. Óbóstrákurinn er svo með yfirburðum skrítinn. Ég hef reyndar ekki mikið talað við hann, en það sem ég hef séð af honum er bara skrítið. Sem er gott, því ég var farin að hafa áhyggjur af því að það væru bara óbóleikarar á Íslandi, sem væru skrítnir...

Ég sagði Håkon kenninguna um að óbóleikarar fengju loftbólur á heilann og væru þessvegna alltaf svona skrítnir. Honum fannst það óheyrilega fyndið og ætlaði sko að segja óbókonunni hana á næstu sinfóæfingu ;)
Aðalvandamálið við óbóspilerí er að maður nær ekki að anda frá sér lofti og því vill oft verða að afgangsloft leiðir upp í heila og verða til loftbólur við heilann og verða til þess að óbóleikarar sem þjóðflokkur er einn sá skrítnasti ever!

Og svo að nýja fólkinu. Nýja litla frænkan mín, sem fæddist á fimmtudaginn síðasta og ég bíð í ofvæni eftir að fá að sjá og knúsa (mikið og lengi) fór heim til sín af spítalanum í dag. Foreldrunum virðist alltaf takast jafnvel að búa til börn, stelpan bara drekkur og sefur og er hvers manns yndi. Mamman (Elísabet sys) er búin að setja nokkrar myndir af henni á heimasíðuna hennar Emmu Dísar, slóð undir linkar hér til hliðar -->

Að lokum smá af því nýjasta sem elsku tölvan mín er farin að taka uppá...hún er svo fyndin! Í hvert skipti sem ég hef kveikt á henni undanfarið, þá hefur hún raðað öllu upp á nýtt á desktoppinum. Þannig að ég er eins og pabbi, þegar hann er að reyna að skrifa, þarf að renna yfir öll táknin til að finna það sem ég er að leita að ;)


Berglind @ 23:37
|



20 október 2007

Af hverju er fólk ekki duglegara að blogga og uppfæra heimasíður. Fólk sem bloggar bara með nokkurra vikna millibili ætti að fá sektir!
Það er eins og fólk hugsi ekki um mig dagsdaglega, bara haldi áfram með sitt líf og spái ekkert í því að ég fæ ekkert að frétta hvernig þeim gangi, nema ef það fokkings bloggar!
Ég meina, veit fólk ekki að heimurinn snýst í kringum mig?!
En þá er það allavega komið á hreint... Verið duglegri að blogga!!

Það er líka komið á hreint að ég kem heim í jólafrí 15. des og fer aftur 6. jan. Svo fékk ég í jólagjöf frá Icelandair, auka 15 kg í fría yfirvigt. Mí is verrí happí með það :)

En kominn tími á strætó. Adíós!


Berglind @ 16:48
|


Hér í Noregi er Idol í fullum gangi og VG er með svona vefsíðu þar sem fólk getur sett inn myndbönd af sjálfum sér að syngja, dansa eða bara eitthvað og kannski verður það uppgötvað.
Þessi 11 ára stelpa setti inn myndbönd af sér að syngja og er sko þokkalega búið að uppgötva hana. Enda syngur hún líka hrikalega vel!
Þetta finnst mér besta lagið hennar og hér og hér eru fleiri...
Hvað segiru, er hún ekki að gera sig?!


Berglind @ 02:59
|



17 október 2007

Ég skrapp aðeins í Kvadrat í dag til að versla smá. Það eru Elleville dagar hjá þeim núna, sem er eiginlega samræmd útsala í verslanamiðstöðum um allt land, svona blanda af Kringlukasti og samræmdu prófunum. Svo tók ég strætó heim, sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema að greinilega á þessum tíma sem ég var í skýlinu koma víst 2 strætóar með 2ja mínútna millibili, en það vissi ég ekki. Bara hoppaði upp í fyrsta strætó sem kom. Fór svo að spá korteri seinna (það var orðið dimmt úti) að ég mundi ekki eftir að það væri svona sveitólegt á strætóleiðinni, en hugsaði ekkert meira um það, því ég er jú ekki mjög eftirtektarsöm manneskja, gæti bara verið að þetta sveitó hafi alltaf farið fram hjá mér... En hálftíma eftir að strætóinn lagði af stað, var ég viss um að ég hefði farið upp í vitlausan strætó, því þá stoppaði hann við Sola flugvöllinn og ég veit að Sola er sko ekki á venjulegu strætóleiðinni. Ég hafði semsagt stokkið upp í níuna í staðinn fyrir tvistinn og fór því helmingi lengri leið en venjulega í gegnum hin ýmsu úthverfi Stavanger... Smá útsýnistúr svona...

Vatnið er enn með sníkjudýrum í Osló og verður víst ekkert laust við þau fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn og gæti víst verið þannig fram yfir nýttár. Oj. Svo að fólk þarf að sjóða vatnið sitt í einhvern tíma. Ég veit ekki hvort ég gæti drukkið vatnið þó það væri búið að sjóða það, meina, sníkjudýrin eru ennþá í vatninu bara dauð. Það er bara eitthvað svo ikkí við þetta allt...


Berglind @ 22:51
|


Ég er mætt í skólann alveg alltof snemma (og átti ég ad mæta nógu snemma fyrir...) med bløndu af tví ad vakna snemma og stundvísum og fljótum strætó... Tad hefur gerst núna tvo daga í rød ad ég hef bara vaknad um 6, algerlega af sjálfsdádum, fyrir einhverja tøfra (teir sem tekkja mig vita ad tad tarf ansi sterka tøfra til tess ad ég vakni af sjálfsdádum fyrir hádegi ;)...

Svo ad í morgun gat ég bordad í rólegheitum yfir morgunsjónvarpinu og boj, er ég fegin ad búa ekki í Osló núna! Tad fundust sníkjudýr í vatninu hjá teim og fólk á Oslóarsvædinu er bedid um ad sjóda vatn sem tad hyggst neyta, aleg nidrí tannburstavatnid... Ojj! Ef ég byggi tarna sæti ég eflaust vid klósettid ælandi lungum og lifur! Og spáid í fólkinu sem kveikir ekki á fréttunum á morgnana og drekkur sníkjudýravatn!!


Berglind @ 08:44
|



15 október 2007

Nú er ég búin að venja mig á að blogga á hverjum degi og get bara ekki hætt... og ég er með hiksta.

Ég fór í skólann í dag, í heilan einn tíma. Sá tími var mjög þreyttur, held að ef hann hefði ekki verið um eitthvað sem ég hef einmitt mikið spáð í undanfarið (pop-og jazz hljómar), hefði ég eflaust sofnað.
Ég fór líka á lúðrasveitaræfingu í dag. Það var skárra en síðast, ótrúlegt en satt. Fengum nýtt lag, Colonel Bogey, það er nú alltaf jafn skemmtilegt :)

Þegar ég kom út í dag var skyndilega orðið kalt. Alveg ískalt, bara. Ég fór fyrst út á peysunni, bara svona eins og venjulega. En ég sneri við í tröppunum og náði í vestið mitt, því það var svo kalt. Þegar ég svo fór á æfinguna, setti ég á mig húfu. Er ekki enn búin að taka hana niður. Ohh, hvað ég hata kulda! En ég elska samt að vera í helling af fötum. Finnst fátt notalegra en að vera í þykkri úlpu, snjóbuxum, með vettlinga og húfu. Það er til mynd af mér um 5 ára gamalli, sem er tekin útí garði í Kambahrauninu um mitt sumar, þar sem ég er búin að klæða mig í öll vetrarfötin mín. Mér fannst vera svo langt síðan ég hafði farið í snjógallann, að ég ákvað að fara bara út í honum, man ennþá hvað tilfinningin var hrikalega notaleg ;)

Strætókortið mitt rann út í dag. Svo að ég fór á strætóskrifstó og ætlaði að athuga hvernig gengi að finna út úr þessu. Það hafði ekkert gengið, svo að ég fékk nýtt kort, sem dugar í mánuð. Þannig að strætó hefur nú sparað mér um 6500 kall (ísl) og ég get ennþá ferðast hvert sem er (innan Nord-Jæren) alveg ókeypis. Megi þær þarna á skrifstofunni bara vera sem lengst að finna út úr þessu :)

Ég er ennþá með hiksta


Berglind @ 23:27
|


Loksins búið, mikið hlakkar mig til að komast í skólann aftur og gera hluti...

Þessa dagana virðast svona síður eins og myspace og facebook hrikalega vinsælar. Ég er víst skráð á báðum, en get ekki sagt að ég sé virk, skráði mig eiginlega bara vegna þess að mér finnst óeðlilega gaman að fylla út eyðublöð ;) Annað slagið fæ ég skilaboð um að hinn og þessi hafi bætt mér við sem vini og þá kíki ég inn á síðurnar þeirra, en ég fatta bara ekki um hvað þetta snýst. Á facebook virðist aðalmálið vera einhver veggur og maður á að skrifa eins oft og maður getur hvernig skapi maður er í, svo að aðrir geti skrifað um það á vegginn... Á myspace virðist það vera komment sem er aðalmálið og að hafa sem allra allra flesta vini. Sem er líklegast ástæðan fyrir því að þó ég hafi ekkert gert við síðuna mína, er ég með 20+ vini, fólk sem ég kannast ekkert við...
Call me oldfashioned, en ég held að ég haldi mig bara við bloggið...


Berglind @ 00:20
|



13 október 2007

Næstsíðasti dagurinn, loksins...

Undur og stórmerki áttu sér næstum því stað í dag, en það varð víst ekkert af þeim, svo ég viti allavega... Meira af því síðar, vonandi sem fyrst!

Alltaf bætist eitthvað nýtt við tölvuna mína, hún getur ekki öppdeitað neitt. Já og msn er hætt að virka, búið að vera þannig í einhverja daga, held að það lagist ekkert héðan af. Þannig að ef þið viljið tala við mig, þá er það bara annaðhvort sím, sms eða email leiðis... Eða bréf, alltaf gaman að fá bréf :)

Mér er alveg ekki að detta neitt í hug til að skrifa, svo að ég nenni því ekki... Bara farin að gera eitthvað annað!


Berglind @ 00:18
|



12 október 2007

Áfram heldur þetta tölvuvesen og ekki í eintölu heldur fleirtölu...
Það nýjasta sem bæst hefur við allt hitt, er að birta ekkert alltaf það nýjasta á vefsíðum. Ekki veit ég hvernig hún fer að því, en ef við tökum mbl.is sem dæmi, þá fær ég stundum upp nýjustu fréttirnar og stundum síðuna eins og hún var í gær, eða um miðjan dag í dag, eða bara vottever. Eins með bloggin, stundum fæ ég einhverjar eldgamlar færslur og stundum alveg þær nýjustu... Gaman aðessu!

Ég horfði á Senkveld med Thomas & Harald áðan, þeir voru með einhverja fóboltakalla sem spila með Liverpool í sófanum og hvað haldiði að annar þeirra hafi sagt! Hann fær send fersk brauð frá Tromsö á hverjum degi!! Væri ég til í að fá sent ferskt Bóndabrauð til mín á hverjum degi. Og skyr. Og mjólk. Og ost. Og mjólkurkex. Og snúð. Og kringlur. Og kókómjólk. Og haustkex. Og nú er ég hætt, hef ekki mótstöðu gegn meiri heimþrá en ég er með akkúrat núna... ;)


Berglind @ 23:42
|



11 október 2007

Þá er farið að síga á seinni hluta frísins. Ég er alveg búin að standa við báðar áætlunirnar mínar, þeas. að blogga á hverjum degi og að gera einhvern einn hlut sem ég þarf að gera á hverjum degi. Í dag tók ég til í herberginu mínu.

Ég hélt virkilega að tölvan mín væri að syngja sitt síðasta í dag. Í fyrsta skiptið sem ég startaði henni fékk ég upp myndina af Emmu Dís (sem prýðir desktoppinn minn). Svo gerðist ekkert meir, þannig að ég restartaði. Þá fékk ég svona flest til að virka, nema það sem tengist internetinu og allt sem ég ætlaði að spila (dvd, lög, eða myndir sem ég hef á tölvunni) hljómaði eins og rispuð plata. Svo ég restartaði einu sinni enn, nú kemst ég á netið, hef reyndar ekki prufað að spila neitt, en einhverra hluta vegna lætur stikan þarna niðri (sem er með klukkunni og start takkanum og því) ekki sjá sig... Ætla því að vista þetta blogg og prufa svo að restarta aftur. Allt er þá fernt er, er það ekki?!


Berglind @ 23:31
|



10 október 2007



Skólinn minn, Grunnskólinn í Hveragerði, er 60 ára í dag :)
Þarna eyddi ég 10 árum ævi minnar, flest voru skemmtileg en nokkur miður.
Annað eða þriðja árið mitt kom kastalinn, sem var heill ævintýraheimur, með öllum leiktækjum sem hægt var að láta sér detta í hug. Rólurnar, belgirnir, hringirnir, netin, rennibrautin. Svona eftir á var þetta líklegast stórhættulegur kastali, enda kunnum við virkilega að leita uppi hættulega leiki ;)
Eitt árið voru sett upp tvö trampólín við kastalann. Þau voru með boxi yfir sem var læst þegar ekki voru frímínútur svo við gætum ekki fótbrotið okkur utan skólatíma. En lásinn var nú iðulega plokkaður upp eða gleymt að læsa, svo við fengum stundum að leika okkur að vild á þeim. Það skemmtilegasta var nefnilega að skjóta hvoru öðru og boj, gat maður farið hátt...
Annað árið mitt, birtist nýi skólinn fyrir algera töfra. Eflaust hafa einhverjar framkvæmdir komið á undan birtingu hans, en í mínum huga var hann bara skyndilega þarna. Nýi skólinn var gífurlega spennandi, þarna voru eldri nemendur skólans geymdir og svo var hann bara svo hrikalega flottur...
Einhvern tímann, þegar ég var komin í 9 bekk, fundu strákarnir í bekknum mínum út að ef maður talaði inn í handriðið á einum endanum (handriðin voru bara rör) þá barst það alveg yfir, eins og einhver væri inní rörinu. Við skemmtum okkur lengi við að kalla "hleypið mér út" og fleira, sem fékk grunlausa krakka hinumegin til að stara á handriðið gapandi af undrun og auðvitað lágum við í hláturskasti við hinn endann. Alveg þar til Magnús minn húsvörður fyllti með einhverju drasli upp í endana...
Ég held að það hafi líka verið í 9. bekk, þegar strákarnir tóku upp á því að færa til hluti, plöntur sem voru á göngunum og einhvern tíma tóku þeir eina klósetthurðina af hjörunum. Ég held virkilega að það hafi verið hápunktur minnar skólagöngu, að sjá strákana hlaupandi með hurðina og Elsu gangavörð hlaupandi á eftir þeim, alveg brjálaða "Komið með hurðina! KOMIÐ MEÐ HURÐINA!!"
Gvuð, hvað það var gaman í grunnskóla :)

Ef þið leitið svakalega vel á myndinni þarna getiði kannski séð litlu sys, en annars er betri mynd af henni hér (í hrikalega töff náttbuxunum sem ég saumaði i handmennt hjá Rósu :)


Berglind @ 23:38
|



09 október 2007

Stórir skerí hundar eru enn þema Stavangerbúa.
Ég náði í hjólið mitt, sem var enn á þeim stað sem ég skildi það eftir, með dekkjum festingum og öllu. Svo ég hjólaði upp í skóla og skildi það eftir þar.
Ég kom við í búð sem selur Sony raftæki og fékk nafn á viðgerðarverkstæði, sem á að geta gert við skrifarann minn. Hringi þangað á morgun.
Ég hlóð hlustunarlista tónlistarsögu inn á tölvuna. Komst svo að því að tveir þriðju hlutar voru eitthvað vitlausir, svo að ég þarf að eyða öðrum klukkutíma allavega á bókasafninu á morgun.
Það á að fara að rigna á morgun.


Berglind @ 23:21
|



08 október 2007

Dagur 4 var afskaplega viðburðalítill, alveg fram til 6. Þá fékk kveikti ég á símanum mínum, sá sms sem ég fékk sent um morguninn. Það var frá bekkjarfélaga um hvort ég gæti mætt á æfingu hjá lúðrasveitinni hans (þessarri í verslanamiðstöðinni). Eftir að ég hafði svarað með ekkert mál (standardsvar mitt spurningum sem byrja á "geturu", er að vinna í þessu, læra að nota orðið...æ, hvað var það aftur?!) hófst smá panikk við að blása lofti í dekkin á hjólinu og hjóla í skólann í fyrsta skipti í allnokkura mánuði. Kannski óþarfi að nefna það, en þegar ég steig af hjólinu fyrir utan skólann, 4 og hálfum kílómeter seinna, átti ég soldið erfitt með að brúka lappirnar ;)
En ég náði í strætónum niðrí bæ, þurfti reyndar að skilja hjólið mitt eftir fyrir utan strætóstöðina (tók þó hnakkinn af, alveg nóg að láta stela honum einu sinni), nú vona ég bara að það verði enn á sama stað í fyrramálið...
En já, æfingin... Ég held að ég hafi minnst á það eftir síðustu æfingu að þessi lúðrasveit er sú allra lélegasta. Strokið það út! Hún er verri!!
Ég mætti semsagt á æfingu fyrir 3 vikum og þá æfðum við nokkur lög og þau urðu faktískt aðeins betri. Í kvöld æfðum við sömu lög. Í byrjun voru þau alveg jafn léleg og í byrjun hinnar æfingarinnar og urðu lítið eitt skárri, svona álíka góð og í lok hinnar æfingarinnar. Mér finnst þessi lúðrasveit svo áhugaverð, því þarna eru ágætis hljóðfæraleikarar á næstum hverri rödd, en hljómsveitin sem heild sökkar líka svona svakalega...

En það virðist sem Stavangerbúar hafi svona þemadaga annað slagið. Í síðustu viku var þemað "við skulum öll nota hækjur", því það var önnur hver manneskja á hækjum út um allan bæ. Í dag var þemað, "við skulum öll vera úti að labba með stóra, skerí hunda". Ég veit ekki hversu mörgum risastórum, skerí hundum ég mætti á leiðinni í skólann, sem voru úti að labba með eigendunum, en þeir voru sko fleiri en tíu, án ýks!


Berglind @ 05:26
|



07 október 2007

Gavöööð, var næstum búin að gleyma að blogga í dag!!

Stóra verkefni dagsins var að hreinskrifa tónlistarsöguglósurnar mínar (mikið tók það langan tíma að muna orðið glósur!). Nú prýða stílabókina 24 fallega og jafnt skrifaðar (eða þússt, svona nokkurn veginn) glósur, með allskonar fönkí lituðum pennum. Ég alltaf hreinskrifað tónlistarsöguglósur, veit ekki útaf hverju...

Svo var Singin' in the rain í sjónvarpinu í kvöld. Sjónvarpsdagskráin er yfirleitt alveg hundleiðinleg, en þeir mega eiga það á Ríkissjónvarpinu að þeir sýna stundum gamlar myndir og bæta upp fyrir allt hitt krappið með því, að mínu mati, því ég eeeeelzzzzka gamlar myndir og Singin' in the rain er sko ein af mínum allra uppáhalds :)

Ég var að spá í að væla yfir tölvunni minni, sem er á hraðri niðurleið þessa dagana, en ég nenni því ekki. Ætla að fara að horfa á hikstandi dvd. Leiter allígeiter!


Berglind @ 05:28
|



06 október 2007

Í dag:
.svaf ég allt of lengi
.las ég góða bók
.komst ég að því að dvd skrifarinn minn er bilaður
.komst ég að því að það er ekkert Sony-viðurkennt verkstæði á stór-Rogaland svæðinu
.fann ég hvað mig langar í í jóla/afmælisgjöf
.keypti ég hjólapumpu
.æfði ég mig
.borðaði pizzu
.horfði á Miss Congeniality


Berglind @ 23:47
|



05 október 2007

Fyrsti dagur í haustfríi er í dag. Þetta átti víst að vera síðasti dagur í skóla, en þar sem tveir af fjórum meðlimum klarinettkvartettsins voru veikir, eða þeas. einn var veikur og hinn er búinn að vera misteríöslí í fríi frá skóla síðustu þrjá daga.

Af tilefni dagsins í dag, svaf ég allt of lengi og gerði eiginlega ekkert merkilegt í dag. Lá bara í sófanum og naut þess að geta glápt á dagsjónvarpið án samviskubits yfir að ég ætti nú að vera að gera eitthvað annað. Ég labbaði reyndar út í búð um 8-leytið, á peysunni, því það var svo milt og fínt veður. Það er reyndar búið að vera hálfskrítið veður hér síðan ég kom tilbaka frá Osló. Búið að vera blíða bara og oft sól í tillegg, ég hef ekki farið í meira en peysu, reyndar einstaka sinnum þurft að harka aðeins af mér, þar sem það hefur verið oggulítið of kalt.

Ég fór yfir það sem ég þarf að gera í haustfríinu og komst að því að það verður líklegast ekki eins tómt og leiðinlegt og ég hélt. Ég hef nefnilega alveg fullt af verkefnum og næ örugglega að dreifa því yfir vikuna, tek bara Joey á þetta.
Ég þarf meðal annars að gera ritgerð í tónlistarsögu og gera loggbókina (sem gengur út á það að skrifa eitthvað um öll verkin sem eru á hlustunarlistanum fyrir tímana), svo þarf ég að gera eitt hljómfræðiverkefni. Ég ætla að útsetja eitt eða fleiri lög fyrir stelpurnar í Madlamark og ég þarf að kaupa hjólapumpu (komst að því þegar ég fór af stað hjólandi að kenna, að dekkin voru vita loftlaus), einhvern daginn ætla ég að baka kanilsnúða og svo hef ég sett mér það markmið að blogga á hverjum einasta degi, jafnvel þó ég hafi ekkert að segja :) Svo náttúrulega æfi ég mig eitthvað smá inn á milli...


Berglind @ 05:27
|



04 október 2007

Í dag vaknadi ég um áttaleytid, fór í sturtu og rétt nádi strætó nidreftir. Strætóinn var nefnilega ekkert seinn, sem hann er venjulega og var meirasegja svo fljótur nidrí bæ ad ég kom ekki nokkrum mínútum eftir ad áttan lagdi af stad, eins og venjulega og ég turfti ekki ad bída í 10 mínútur eftir næsta, heldur rann áttan í hlad akkúrat tegar ég var ad labba út út hinum. Tannig ad ég var mætt hálftíma of snemma og hafdi tví séns ti lad æfa mig adeins á píanóid fyrir tímann. (var frekar ánægd med mig, verd ég bara ad bæta vid).
Í leit minni ad lausu æfingaherbergi, labba ég fram hjá píanóherberginu og tar hangir midi. "Kennsla fellur nidur vegna veikinda".
Svo ad ég var ekki bara mætt hálftíma of snemma, heldur einum og hálfum klukkutíma of snemma!! Hrikalega, hrikalega fúlt!


Berglind @ 11:42
|



01 október 2007

Nú er ég alveg voðalega ánægð með mig.
Ég týndi nefnilega lyklunum af hjólalásnum í vor (og svo aftur í sumar) og hefur hjólið því verið fast við girðinguna og ég ekki getað gert neitt nema setið á hnakknum og þóst vera að hjóla út um koppagrundir.
En í dag fór ég loksins í Kvadrat, keypti einhverja töng á 800 kall og náði að klippa sundur fjandans lásinn. Ég get nefnilega verið svolítið þrjósk stundum, þó að pabbi og Elísabet hafi bæði sagt um daginn að það væri ekki hægt að klippa sundur hjólalás nema með einhverju rándýru tæki og ég yrði bara að fá lásasmið til að dýrka upp lásinn, þá bara varð ég samt að prófa.
Og viti menn, eftir þónokkurra mínútna sarg og klipperí, náði ég fokkings lásnum í sundur. Þolinmæðin, ha?!
Í staðinn prýðir nú hjólið talnalás, sem þarfnast engra lykla eða dóts sem hægt er að týna. Bara hægt að gleyma númerinu, en það er nú geymt á pappírsmiða á góðum stað.

Ég prufaði líka kreditkortið mitt í dag, þetta sem fór í einhverja fýlu um daginn og fór í ferðalag. Það er ekki lengur í fýlu og er ekki með neitt vesen.

Af strætókortinu er ekkert að frétta, nema að ég ferðast frítt með strætó alveg fram til 15 október.


Berglind @ 22:12
|


Ég les mbl.is nánast á hverjum degi og þá aðallega fréttir fræga fólksins. Stundum finnst mér samt fréttirnar svo asnalegar, þeas. hvernig þær eru settar upp.

Þessi frétt fannst mér td með áhersluna á algerlega röngum stöðum. Þegar ég las fyrirsögnina hugsaði ég strax, "nú, ætli hann langi svona að kyssa strák eða...?" en svo þegar ég las fréttina þá langar strákinn bara í ákveðið hlutverk, sem vill svo til að karakterinn er hommi. Hann segir meirasegja orðrétt: "Ég myndi aldrei leika homma bara til þess að leika homma. En ef handritið er gott og þetta er góður karakter er ég tilbúinn."

En nei, best að setja áherslupunktinn og fyrirsögnina á hommadæmið!


Berglind @ 00:01
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan