29 janúar 2007

Hahahah...stundum, sko...

Var að lesa eitthvað á netinu og greinilega ekki alveg með einbeitinguna við það...

Robert Frezza varð að frozen pizza ;)


Berglind @ 00:47
|



28 janúar 2007

Ég fór í IKEA á föstudaginn og keypti mér hillu, keypti að sjálfsögðu þá ódýrustu og kostaði hún 295 kr (sem er rúmlega 3000 ísl). Hillan kom í pakka sem var vel tveir metrar á lengd, svo að ég keypti heimsendingu á hillunni. Heimsendingin kostaði rúmlega 100 norskum krónum meira en hillan sjálf. Mig langaði alveg að fara að gráta, en það þýddi víst ekkert...efast um að strætóbílstjórinn hefði hleypt mér upp í strætó með tveggja metra langan pakka, fyrir utan það að ég er ekki viss um að ég gæti lyft honum...

Með þessum hillukaupum ætla ég að gera tilraun til að halda herberginu mínu soldið þrifalegu... það er víst ekki mín sterkasta hlið, að setja hlutina á réttan stað eftir notkun, en þegar hlutirnir eiga stað til að vera á, verður það kannski auðveldara...

En er alveg inspírasjónlaus, svo ég ætla bara að hætta, fara að elda mat og horfa svo á Falcon Beach, sem var að koma inn á tölvuna :)

Adíós seríós


Berglind @ 19:08
|



25 janúar 2007

Nú er allt á kafi í rúmlega eins sentímeters snjó. Það gerist kannski tvisvar á vetri að það snjóar hér í Stavanger og snjórinn helst í 3-5 daga...

Samt virðast allir, ungir sem aldnir, eiga skíði...

Mér finnst það óttarlega léleg fjárfesting að eyða peningunum sínum í eitthvað sem maður getur kannski notað tvisvar á ári, í þrjá daga í senn... Svolítið eins og þegar Íslendingar kaupa sér blæjubíl...


Berglind @ 19:08
|



23 janúar 2007

Tad gerist einstaka sinnum ad eg er heppin i oheppninni.
Atti svoleidis dag i dag...
Eg atti tima hja lækninum i morgun og turfti ad taka stræto tangad, nema ad eg var ad sjalfsøgdu a annatima i umferdinni og eitthvad hefur strætoinn tafist, tvi eg hoppa upp i nr 3, sem var alveg a harettum tima midad vid planid, (tristurinn keyrir 2 mismunandi leidir, annadhvort fram hja læknastofunni eda nidur vid sjo)... Svo tegar eg er buin ad sitja ansi lengi i strætonum, vegna tess ad umferdin var a ca 30, fattadi eg ad liklegast hafdi stræto ekki verid akkurat timanlega, heldur korteri of seinn...og tar af leidandi sat eg i vitlausum stræto, teim sem keyrir vid sjoinn... Og tar sem eg a enga inneign i simann, hoppa eg ut vid einhverja sjoppu, sem var svo lokud) og hef ekki hugmynd um hvar i heiminum eg er stødd, akved ad labba bara eitthvad inn i hverfid (sem var otrulega vitlaus hugmynd, tannig sed) og tegar eg er buin ad labba i ca tiu minutur, se eg allt i einu læknastofuna!
...Svo ad mitt i allri oheppninni og røngum akvørdunum, var eg bara otrulega heppin! Feis a ørlagagudina :)

En læknirinn sagdi ad liklegast hefdi hljodhimnan eitthvad skaddast i fluginu um daginn og eyrnabolguna og ad tad gætu alveg lidid tvær vikur tar til eg fengi fulla heyrn... :(
Svo ad nu eru tad sko vitamin, aldrei langar mig ad ganga i gegnum tetta aftur...!


Berglind @ 16:04
|



22 janúar 2007

Er enn a lifi...
Er i tølvu i skolanum, tvi netid heima er bilad (getid bara imyndad ykkur hversu onyt eg er...!)

Er ad panta flug heim i viku 10, kem semsagt heim 4-11 mars :) Jei fyrir tvi :) Fekk superodyrt flug med Icelandair, jei fyrir tvi lika :)

Er eiginlega ennta veik, farin ad heyra alveg bittebittelitid, sem er eiginlega litid skarra en ad heyra ekki neitt, tvi tad er allt ødruvisi hljodid sem kemur inn um hægra eyrad en tad vinstra... Ætla ad panta læknistima i dag, lata athuga hvort tad se eitthvad mikid bilad tarna inni...

Svo er tad nu helst i frettum ad her snjoadi i gær!! Sem tykja stortidindi! Allir eru i skyjunum yfir snjonum, teas, allir nema Berglind, sem er nuna i sokkabuxum, sokkum, ullarsokkum, buxum, bol, peysu, ullarpeysu og dunulpu og med hufu og tvøfalda flisvettlinga...og henni er kalt!


Berglind @ 11:45
|



17 janúar 2007

Úff, var svo lengi að komast inn á bloggið að ég er búin að týna allri inspírasjón!


Berglind @ 00:01
|



13 janúar 2007

Líf mitt þessa dagana er ákaflega spennandi... Það snýst aðallega um pillur og að borða, því ég verð að borða annaðhvort hálftíma eftir eða tveim tímum áður en ég tek pensillínið...
Er búin að snúa sólarhringnum í marga marga hringi (einn af mínum aðal hæfileikum) því ég sef þegar ég sofna, stundum sofna ég ekki fyrir verkjum og stundum sofna ég bara alltíeinu af áhrifum verkjapillanna (hef alltaf orðið agalega syfjuð af verkjapillum)
Eyrnabólgan er ekkert að minnka neitt, er eiginlega skárri, því ég heyri ekki lengur hálfri sekúndu seinna og hálftóni lægra með bólgna eyranu, en eiginlega verra því ég heyri alls ekki neitt með því lengur...
Tímanum á milli pilluáta eyði ég í að horfa á dvd, með heyrnartólin tengd í tölvuna, bara yfir öðru eyranu þó, því þá heyri ég ekki óminn af talinu með hinu...

Það er svo mikið stuð að vera með eyrnabólgu :D


Berglind @ 23:36
|



11 janúar 2007

...og þá var það eyrnabólga!

Alveg þegar ég hélt að ég væri að stíga upp úr þessu veikindaveseni, nei, þá fékk ég eyrnabólgu og líka ekkert smá mikla eyrnabólgu...alveg getekkisofiðfyrirverkjum-eyrnabólgu.
Fór til læknis í morgun og hann gaf mér pensillín og eyrnadropa til að setja í eyrun. Svo bannaði hann mér að spila á klarinettið eða nokkuð annað hljóðfæri fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi og helst ekki fyrr en um miðja viku...sem er fúlt...ekki það að ég geti mikið spilað á klarinett eða nokkuð annað hljóðfæri akkúrat núna, því með hægra eyranu (því sem bólgan er í) heyri ég allt hálfri sekúndu seinna og hálftóni lægra en með því vinstra...


Berglind @ 20:17
|



09 janúar 2007

Þá er enn eitt fulltafóvæntumuppákomumtilþesseinsaðtefjafyriraðBerglindkomistááfangastað-flugið að baki. Það lengdist aðeins í annan endann, að vanda og kom margt uppá, sumt skemmtilegt, annað ekki.
En sökum tæknilegrar bilunar í vélinni í Keflavík, fórum við ekki í loftið fyrr en um hálfníuleytið og flestallir misstu af tengiflugum, jorstrúlí þar á meðal. En í staðinn fékk ég ókeypis gistingu á RadissonSAS hótelinu þarna á flugvellinum, svakalega fínt herbergi með bjútífúl útsýni yfir...bílaplanið á Gardemoen ;) Breiðband fylgdi herberginu og eins payperview, en það virkaði voða illa samt.
Í morgun var ég svo í standby á flugi kl 8.30 og svo aftur kl 9.45, sem ég komst með í, umkringd hermönnum á alla kanta...
Svo ofan á allt hitt, náðu aularnir sem fermuðu eða affermuðu vélina að brjóta annað hjólið á töskunni minni, þessari sem ég keypti mér fyrir jólin og mér finnst svo svakalega fín :(
Og ofan á það og allt hitt líka, þá er ég ennþá veik af jólafrísveiki nr 2 og verð bara ekkert betri, bara verri með hverjum deginum. Núna er ég með stíflað nef, hálsbólgu, hósta, hausverk og aðra beinverki, lungun eru svo gott sem lokuð fyrir lofti sem reynir að komast niður og svo eru raddböndin komin í verkfall, sem var óvænt uppákoma morgunsins nr 2...
Ég var komin heim á hádegi og byrjaði á því að fara í sturtu, svo lagðist ég í rúmið og svaf til hálfátta. Þegar ég loksins vaknaði, ákvað ég að á morgun ætla ég að vera veik!


Berglind @ 22:01
|


Hvar er Berglind?
Á Radisson SAS hótelinu á Gardemoen.

Af hverju er hún þar?
Af því að fluginu hennar seinkaði og hún missti af tengifluginu til Stavanger.

En er það ekki dýrt?
Neinei, SAS borgar :) Boojah!


Berglind @ 01:09
|



06 janúar 2007

Hvað er verra en gubbupest?

Gubbupest og hálsbólga!


Berglind @ 19:58
|



04 janúar 2007

Þegar maður er með strumpana í eyrunum alla strumpandi daga, þá er ekki laust við það að maður verði soldið strumpaður...

Ég fann upp á einu áramótastrumpi í dag.
Ég, Berglind Halldórsdóttir, ætla á árinu 2007 að reyna að taka betur eftir!

Ég á nefnilega alltaf í strumpandi vandræðum með að taka eftir, hvort sem það eru staðsetningar á ljósastaurum, eða klukkan hvað ég á að mæta eitthvert, hvenær og hvar... Kemur sér oft strumpalega illa... Svo að, nú ætla ég að fara að nota þessa einbeitingu sem tónlistarnemar þróa víst með sér frá unga aldri...

Það líður strumpandi hratt að strumpför til Noregs, ég er mjög líklega með aðeins meira en strumpkíló, aðallega sökum prentarans, sem pabbi gaf mér í jólagjöf :) Ég er heldur ekki búin að strumpa nærri því allt sem ég ætlaði að gera, eiginlega eina takmarkið sem ég hef strumpað, er takmarkið að eyða tíma með frændsystkinum mínum, og óstrump! er ég búin að strumpa það þokkalega...held að tventíforseven sé strumptak sem eigi mjög vel við ;)

En nú ætla ég að strumpa frá eftir matinn...


Berglind @ 13:45
|



02 janúar 2007

Þá er árið tvöþúsundogsex liðið í aldanna skaut og kemur víst aldrei til baka (nema að einhverjum leiðist svakalega mikið, þá getur tíminn nefnilega liðið svo hægt að hann fer faktískt afturábak, það eru vísindalega staðreyndir, þaulprófaðar af mér!)

Faðir minn hefur afrekað það sem ég hef reynt í mörg ár, án árangurs... kallinn búinn að vera frískur og hress allt jólafríið og svo þegar vinnan er að byrja verður hann veikur! Ég geri þetta alltaf öfugt, er hress og frísk á meðan ég þarf að mæta í vinnu/skóla, svo um leið og ég fæ smáfrí og ætla virkilega að njóta lífsins, verð ég veik og líður ömurlega og get ekki gert nokkurn skapaðan hlut annan en að liggja í rúminu/sófanum og hugsa um hvað mér líður illa... Og þetta er alls ekkert djók, ég hef alltaf orðið veik þegar ég kem í frí til Íslands!

En nú er kannski betra að fara að veiða börnin upp úr klósettinu, áður en þau drukkna alveg... (það er samt bara ýkt djók, þau eru ekkert í klósettinu! Þau eru að leika sér með eldhúshnífasafnið...)


Berglind @ 11:48
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan