31 október 2006

Eg er buin ad eiga ansi vidburdarika daga undanfarid, segi ekki ad teir hafi verid skemmtilegir samt... En hapunktarnir
Nr. 1 Braut lykilinn af hjolalasnum inni lasnum, nidri bud.
Nr. 2 Hnakknum af hjolinu minu var stolid
Nr. 3 Tølvan min bilad a ny, eyddi rumum 3000 kalli i inneign, bara til ad komast ad tvi ad eg tyrfti ad fara med hana aftur i vidgerd.
Nr. 4 Bremsurnar a hjolinu minu biludu, tvi komst eg ad a leid nidur braaatta brekku.

Svo i millitidinni komst eg ad tvi ad svona atburdir, nyr hnakkur, nyr simi, tølvuvidgerdir og annad, hafa kostad mig ruman 60 tusund kall...og nu er eg bara ad tala um sidan eg kom hingad til Stavanger, um midjan agust...!

ohh, tad er svo gaman ad vera eg!


Berglind @ 11:53
|



25 október 2006

Vi sitter her i Ventrila og spiller liten dota...

Er að hlusta á Basshunter, þvílík snilld :) (ég með minn aulahúmor, manstu!)

Elísabet benti mér á hann og hann er nú bara eitthvert algert æði, alger hnakki sem er að semja teknótónlist, eins og hún gerist verst...á sænsku!! En samt er eitthvað við þetta :)

Hun heter Anna, Anna heter hun

Já, er nú alls ekki nógu dugleg að blogga hérna megin, það er alltaf eitthvað svo miklu meira freistandi að blogga hinumegin, þar sem mun fleiri kíkja þar inn...

En svona til að segja aðeins frá síðustu dögum í stuttu máli...
Spilaði í oktett í fyrri viku haustfrís, það var geðveikt gaman.
Fór heim til Íslands í viku, það var ennþá meira gaman.
Varð alvarlega veik af "jetlight" eftir að ég kom til baka.
Náði að brjóta lykilinn að hjólalásnum, inni í lásnum, niðrí búð, hjólið læst við hjólagrindina.
Náði að plokka lykilinn upp úr lásnum.
Fékk þá ánægju að kaupa nýjan hnakk á hjólið mitt eftir að hinum var stolið fyrir utan skólann.

ohh, það er svo gaman að vera ég!

Svo fór ég í píanótíma í gær, algerlega óæfð. Verð bara að setja inn samtal sem við kennarinn áttum (íslenskað).
K: Og svo bara æfirðu þig vel og þá verður þetta fínt á fimmtudaginn.
B: Huh...fimmtudaginn?!
K: Já, í masterclassinum.
B: Heh, já...það...?
Var svo búin að steinsteingleyma þessu námskeiði, smá panikk, því ég er að kenna í Madlamark á sama tíma... Er ekki ennþá búin að drífa mig í klónun, þannig að ég þurfti að skaffa vikar fyrir mig, en hún Ragne Marthe er æði og ætlar að kenna fyrir mig :)


Berglind @ 19:53
|



20 október 2006

Ó mæ...
Var að lesa mbl.is og er ekki bara búið að íslenska nýju Jackass myndina...

Hún heitir Asnakjálkar númer 2!

Hahahaha... Asnakjálkar ;) gátu þeir virkilega ekki fundið asnalegra nafn?!


Berglind @ 23:49
|


Var að horfa á fimleika með kvöldmatnum áðan. Það er alltaf gaman.
Flestar stelpurnar þarna litu nú út fyrir að hafa komið beint úr sandkassanum á leikskólanum, enda eru þær víst flestar á grunnskólaaldri og teipaðar saman svo þær fái ekki brjóst ;) nei, held að það sé nú ekki satt, en þetta var altalað hér um árið... Innan um allar þessar smástelpur var svo ein 31 árs, get rétt ímyndað mér hvernig henni hlýtur að líða, talandi um öldunginn í hópnum!
En nöfnin á sumum stelpunum fannst mér algert æði, ég hélt mest með Panpan Pang. Hugsið ykkur að heita Panpan Pang, hvað í ósköpunum voru foreldrarnir að hugsa! Kalla hreinlega á einelti... Su Jong Hong var líka hátt á listanum hjá mér... Gætir þú skírt stelpuna þína Anna Panna, eða strákinn Jói Spói?!


Berglind @ 00:23
|



17 október 2006

Mig er farið að gruna að ég hafi frekar sjúkan og barnalegan húmor... Mér finnst fátt fyndnara en smáauglýsingarnar á Baggalút og ég hreinlega eeeelska Jackass gaurana, held ég hafi séð fyrstu myndina svona þúsund sinnum og hlæ alltaf jafn mikið ;) hlakka svo til að sjá number 2... :)

Ætli Gunnar í Krossinum hafi einhverjar meðferðir fyrir fólk með asnalegan húmor?!


Berglind @ 19:37
|



14 október 2006

Ég er ekki frá því að haustfríið hafi verið á pínu vitlausum tíma þetta árið... Grunnskólaárgangurinn hélt víst reunion í síðustu viku...held ég...allavega rétt áður en ég kom heim (blendnar tilfinningar um það þó), Mýrin verður frumsýnd í næstu viku, en þar leikur ein fyrrverandi bekkjarsystir eitt aðalhlutverkið og svo Jackass í þarnæstu viku og þar sem það býr nú unglingur á heimilinu, hefði ég örugglega getað platað hana með mér...hefur alltaf verið soldið erfitt að finna fullorðið fólk sem vill horfa á Jackass, skil ekkert í því ;)
Eitt var þó á réttum tíma, IKEA, uppuppuppáhaldsbúðin mín opnaði í vikunni og að sjálfsögðu vorum við systur þar í gær að skoða...Jóhanna frænka varð að koma með, þar sem hún var meðíferð

Það er samt voðalega fínt að vera heima og slappa af og knúsa famlíið :)

Og ekki bætir veðrið úr, ekta íslenskt! Rigning og rok :) Æ lov itt!


Berglind @ 14:59
|



08 október 2006

Hahaha...hló endalaust lengi, var að gúggla og fann þetta
trúði því varla að þetta sé enn þarna á netinu...heimasíða sem ég gerði í tölvuáfanga í MH fyrir milljón árúm ;)


Berglind @ 02:06
|



04 október 2006

Var á oktett æfingu í dag.
Erum að æfa Serenade nr 11 í Es dúr af Mozart, eigum að spila á tónleikum á sunnudaginn (óboíj!), það verður ekki frábært, en kannski ágætt...vonandi...

Þetta er fjölþjóðlegasti oktett sem ég hef spilað í, nokkru sinni. Það eru bara tveir Norðmenn, svo eru tveir frá Austur Evrópu (ekki alveg viss um landið þeirra enn), 1 Íslendingur, 1 ítali, 1 japani og einn spánverji...

Ég hitti ítalann og japanann fyrst í dag. Þeir eru ekki í skólanum, heldur í skóla í Þýskalandi, veit ekki af hverju þeir eru hér núna, en þeir komu víst bara til að spila á þessum tónleikum, skildist mér. Talaði mest við Japanann og hann talar ekkert alltof góða ensku... Að sjálfsögðu kynntum við okkur. Ég hef ekki hugmynd hvað þeir heita, en japaninn heitir eitthvað á milli Yoshi (eins og græna risaeðlan í Super Mario) og Yosemite... Ítalinn vissi að Sinfó sé frábær :)


Berglind @ 01:26
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan