30 mars 2007

Í morgun er ég búin að:
1. Vakna upp úr þurru alveg klukkutíma fyrr en ég ætlaði mér.
2. Fara allan netrúntin, blogg, teikniseríurnar, blöðin og þar fram eftir götunum
3. Þvo mér um hendurnar, fyrst með tannkremi,s vo sápu.
4. Setja andlitskrem á tannburstann minn.
5. Bursta tennurnar
6. Skyrpa tannkreminu í eldhúsvaskinn (kom smá tímabil þarna með gasalegri prófessor Utanivðsig-mennsku)
7. Borða næstum heila dollu af jógúrti.
8. Gubba næstum því á stofugólfið.
9. Syngja hástöfum með Grace Kelly myndbandinu í sjónvarpinu (er ekki stelpan þarna algert æði?)
10. Skrifa blogg

Ógurlega pródöktiv morgun, verð ég að segja, og klukkan rétt orðin níu!


Berglind @ 09:06
|



29 mars 2007

Það er ekkert lát á góða veðrinu... það virðist meira segja ætla að fylgja mér heim...úje!

Var niðrí bæ í svona last minit sjopping og settist svo aðeins á bekk við vatnið með ís og bók. Var búin að lesa í nokkra stund þegar allt í einu eitthvað splassaðist á hendina á mér. Haldiði ekki að fugl hafi gert sér lítið fyrir og fokkings skitið á hendina á mér!!
Ég flýtti mér eins og ég gat inn á rútubílastöðina til að þvo á mér hendina, hálfhljóp með hendina út í loftið og tautandi oj...oj...oj...oj alveg eins og einhver geðsjúklingur... En ég meina, halló, hvernig fer fugl að því að hitta líka svona geðveikt vel á baugfingurinn á mér?!
Eftirá, samt, þakkaði ég eiginlega fyrir að hann skeit þó einhvers staðar sem ég gat þrifið kúkinn af strax, en ekki á fötin mín, töskuna, já eða bókina frá bókasafninu... Hefði verið ansi skömmustuleg hefði ég þurft að skila bókinni með risakúkaklessu á blaðsíðu 36...

Svo er nýja Therese flutt inn. Hún kom í dag. Við eyddum kvöldinu í pakkningar, ég pakkaði niður og hún pakkaði upp. Mér líst bara ágætlega á hana, hún er í háskólanum að læra...tadaraddaraaa...hjúkrun! (fyrir óvitra, þá eru bæði Anita og gamla Therese hjúkkur)

En já, ég er semsagt eiginlega búin að pakka niður, á bara eftir að setja fötin sem eru að þorna og dótið sem ég þarf að nota í fyrramálið ofan í tösku og þá get ég lagt af stað. Held virkilega að ég sé ekki að gleyma neinu, skrifaði lista og allt!

En farin að sofa...ætla að reyna að vakna snemma svo ég geti farið snemma niðrí bæ og setið aðeins í sólinni áður en ég þarf að fara á flugvöllinn :) Sí jú leiter, alígeiter :)


Berglind @ 22:39
|


Nýtt lúkk, fékk skyndilega leið á hinu...
Virkar víst ekki í Firefox (mikið vona ég að "sumir" noti firefox, ha?!) en hú kers...

Kom kommentunum í gang aftur, en skildi eftir tjattboxið, það er þarna á þriðja hnapp eða eitthvað... Veit ekki alveg hvað ég á að gera við hnapp nr. 2...hugmyndir?

Svo...bara enjoy!


Berglind @ 02:12
|



28 mars 2007

Ég vildi geta sagst hafa verið á fullu í allan dag við að taka til og þrífa íbúðina, svo að nýja Therese bakki ekki út þegar hún flytur inn á morgun (nb, vel ýkt, íbúðin er ekki svo skítug!)... Eða að ég hafi verið sveitt niðrí skóla að æfa mig, því ekki býst ég við að ég fái að gera mikið af því á Best Western hótelinu í DC um páskana...
En neinei, ekkert af þessu er satt. Veðrið hér er víst að slá öll met, það er svo gott og hef ég enga þolinmæði til að sitja inni...

Ég fór á ströndina við Mariero á mánudaginn, hjólaði yfir Ullandhauginn, niður bröttustu brekku sem ég hef á ævi minni séð og fann þessa líka frábæru strönd. Á sko eftir að heimsækja hana oftar!
Í gær ætlaði ég að fara heim eftir skóla og taka til, en meikaði bara fyrri strætóinn og settist aðeins niður í augnablik við Breiavatnet. Þetta augnablik varði í tvo og hálfan tíma.
Í dag fór ég svo á ströndina í Madlamark, hún var ágæt, ekki alveg eins fín og þessi við Mariero, en ágæt...
Verð að viðurkenna að mér líkar það afskaplega vel að búa þar sem eru alvöru strendur og hef ég sett mér það takmark að fara á allar strandirnar hér í Stavanger, sem eru alveg þónokkrar...

Ég held að ég sé að verða stressuð fyrir USA ferðina, sem mér finnst hálfhlægilegt, þar sem ég hef stigið 10-15 sinnum á ári upp í flugvélar þessi síðustu ár...
Vaknaði með hjartað í náttbuxunum í nótt, eftir að mig dreymdi að ég væri komin til Washington, en fattaði um kortéri áður en við áttum að fara að spila að ég hefði gleymt að taka klarinettið með í ferðina (ekki svo fáránlegt, því ég gleymi öllu allsstaðar). Svo var ég farin að leita í nærliggjandi húsum að klarinetti sem ég gæti fengið lánað (sem er aftur á móti fáránlegt) og einhverra hluta vegna var Elfur, dóttir túbuleikara og barítónleikara úr lúðrasveitinni, að hjálpa mér... Ég er nú ekki alveg að skilja hvernig hún komst inn í drauminn, því ég hef kannski hitt hana tvisvar...
Þegar ég var búin að jafna mig aðeins og hlægja pínulítið að þessu rugli, þá fattaði ég að ég var alveg búin að steingleyma að redda mér búning...
Svo að...það sem hægt er að læra af þessum draumi er að maður getur aldrei vitað fyrirfram hvenær spænski rannsóknarrétturinn kemur í heimsókn...!

Svo að lokum...smá fyrir uppáhalds leikfélagið mitt (Ðí væling akters):
Til nýjasta vælings:
Bíddubíddubíddu, ertu virkilega að ýja að því að ég sé ekki ein af fallega fólkinu?! Nújæja, ég ætti þá kannski að hætta að bíða eftir símtalinu frá Miss Norge...
En í alvörunni...jah, eins mikilli alvöru og ég hef í mér... Sorrý, ef ég hef hitt á viðkvæma sál í þér, var ekki að setja neitt út á þig sem persónu eða neitt, þetta með stór kona var eingöngu til að gera fólki kleift að sjá betur fyrir sér myndina af búningnum, þú verður að viðurkenna að það er heilmikill munur á 50 kílóa stelpu í hjólabuxum og topp eða 150 kílóa stelpu í sömu fötum (og nú er ég ekki að segja að þú sért 150 kíló, bara leggja áherslu á það sem ég vil meina)
Og gaman að sjá loksins einhvern skjóta til baka, var farin að bíða soldið eftir því... En þar er kannski munurinn á mér og þér, að ég myndi ekki fyrir mitt litla líf láta nokkurn mann sjá mig í svona klæðnaði...svo ógurlega óver mæ ded boddí, sko!
Þetta með athyglissýkina og að hégóma og egóisma vanti í sönginn eru tveir mismunandi punktar, alveg eins og hægri og vinstri. Að mínu mati er Heródes alveg gasalega hégómlegur og égummigfrámértilmín-gaur en ég fann ekki fyrir snefil af þessu í söngnum þínum. Þar kemur athyglissýkin ekkert málinu við, snýst kannski meira um sönghæfileika?!
Og elskan mín, glerhúsið mitt er sko löngu hrunið... Steinar?! Flying everywhere...! Só djöst kíp it kommin!

En ég verð að viðurkenna að það borgar sig greinilega ekki alltaf að segja það sem maður meinar...því ógavöð, hvað það getur verið mikið vesen að svara endalaust vælinu sem maður fær til baka...


Berglind @ 18:36
|



25 mars 2007

Það er svo erfitt að koma sér inn í æfingaherbergi þessa dagana... Alla síðustu viku er búið að vera svona ekta vorveður, það hefur verið heiðskírt eiginlega allan tímann, hægt að telja á fingrum annarar handar skiptin sem hefur þykknað upp og rignt... Annars hefur sólin bara skinið og alveg hægt að vera úti á peysunni. Það er á svona dögum sem mér finnst svo erfitt að koma mér inn að æfa mig, vil helst bara vera úti og láta sólina skína á náhvítt andlitið...
Það er eins og íbúar Stavanger hafi vaknað úr vetrardvala. Miðbærinn er fullur af fólki á röltinu, litla skeitsvæðið sem strætóinn minn keyrir framhjá, er fullt af krökkum á hjólabrettum og línuskautum og annarhver bíll er annaðhvort með bát í eftirdragi eða brimbretti á þakinu. Mikið öfunda ég fólk sem kann á brimbretti, það er bara mest töff!

Annars er fátt í fréttum, bara nokkrir dagar þar til ég kem heim, jah, til Íslands allavega... ég held áfram til Ammríku á þriðjudeginum... Er vægast sagt farið að hlakka til :) Veit núna alveg þónokkuð meira en áður um ferðina, veit að við gistum á hóteli, sem er með ókeypis nettengingu (úje!) og að við borðum kvöldmat á einhverjum bát. Svo eigum við að spila á Cherry Blosssom Festival (love the name, eitthvað svo ferlega væmið ;). Svo er alveg gott veður þarna í DC (sem er jú það mikilvægasta). Alveg líkur á 20 stiga hita samkvæmt meðaltölum...!

...og svo get ég nú ekki bloggað án þess að minnast á JSC, þar sem fólk virðist keppast hvort við annað að afsaka sig hér til hliðar (ég meina, maður afsakar sig ekki við gagnrýnandann!!!) Fyrst fannst mér þetta alveg gasalega gaman, sérstaklega þegar Óttar kallaði mig og einhvern gaur hálfvita fyrir að vilja ekki viðurkenna Maríu sem staðgengil lærisveins (seríöslí, epli getur ekki verið appelsína!) Skemmti mér svo vel fyrst um sinn að ég var alveg komin á það að verða bara gagnrýnandi þegar ég yrði stór...en það varði ekki lengi...Ef gagnrýnendur þurfa að standa í því að hlusta á svona margar afsakanir eftir hverja gagnrýni, þá bara ómægod! Býst fastlega við móðgunum næst, sé alveg fyrir mér “þú getur nú bara trútt um talað, ekki sér maður þig standa á sviðinu að syngja” eða “bíddu bara, ég skal koma á tónleika hjá þér og skrifa niður allt sem fer úrskeiðis og blogga svo um það”...
Toppurinn var þó þetta með reykvélina –fyrirgefið, misturvélina– ég ætla sko alltaf að nota þessa afsökun...
Einhver: “Berglind, þú ert sein.”
Berglind: “Sorrý, það var allt reykvélinni að kenna.”

E: “Berglind, þú verður að spila meira staccato.”
B: “Fyrirgefðu, reykvélin var að spilla fyrir mér”

E: “Berglind, ertu ekki búin að lesa fyrir tímann?!”
B: “Nei...reykvélin, skiluru...”

Já, svo er ný stelpa að flytja inn á fimmtudaginn. Hún heitir Therese. Alveg eins og Therese, sem flutti út. Ég er ekki búin að hitta hana, en hún kom að ná í lykilinn í dag og skildi eftir miða. Við hliðina á miðanum frá gömlu Therese. Þær skrifa alveg eins. Kannski er nýja Therese bara gamla Therese...


Berglind @ 23:00
|



20 mars 2007

Fann eftir smá leit, hvar bloggið mitt komst í hendur leikandi Hvergerðinga og fann mig knúna til að bæta aðeins við það sem ég skrifaði um daginn...Þar sem að ég er víst sú eina sem fannst sýningin ekki frááábær, eða ææææðisleg þá er nú eins gott að gera þetta almennilega, ekki satt ?!
Man ekki hvers vegna ég minntist ekkert á þetta síðast... hvort ég hreinlega gleymdi því eða að ég var bara enn með gubbið í hálsinum, en allavega, here it goes: (gvuð, hvað ég verð ekki velkomin í Völundi (eða Hveragerði...!) eftir þetta, dissandi gullbarnið (lesist á innsoginu:) hún var sko í Idol! ;)

Að öllu hinu mæltu þá var stærsta hrakfallið í allri sýningunni hún Ylfa Lind, í allri sinni heild, bara... Og ó mæ god, hvað allt var bara hræðilegt við hana.
Í fyrri hlutanum var hún ein af kórnum og gavöð, "somebody needs attention...!" Þegar kórinn söng smá sóló, eina setningu hver, þá heyrði ég bara hávaða, þar sem hún söng alveg þónokkrum tugum desibela hærri en allir hinir...tilsamans.. Hefði þetta verið teiknimynd, hefði áhorfendaskarinn þeyst út í vegg aftast í salnum! Hún var ástæðan fyrir að allt jafnvægi vantaði í kórinn, maður heyrði eiginlega bara í henni... Við erum búin að ná því, allir vita að Ylfa er best, Ylfa er frábær, en maður verður líka að kunna að spila með öðrum, sé maður að spila í liði... Lærðu að stilla þig, kona!
Svo lék hún Heródes eftir hlé. Hefði litla systir ekki verið með og ég haft einhvern kjark, þá hefði ég líklegast labbað út þegar hún kom inn á sviðið. Búningurinn hennar var rauður, hjólabuxur og toppur með einhverjum efnisdruslum vöfðum utanum. Og Ylfa er stóór kona... Svo var einhverju gervitippi (vona ég allavega!) troðið niður með lærinu og hér og þar á bringunni og maganum voru svartir blettir, hélt fyrst að hún væri haldin einhverjum sjúkdómi, en fattaði eftir smástund að líklegast ættu að tákna hár, þar sem hún var jú karlmaður... Ég sé alveg fyrir mér kellingarnar flissandi og skríkjandi við að gera búninginn hennar, "tíhí, gervitippi, tíhí" þetta var allt eitthvað svo svakalegur miðaldrakellingaraðreynaaðverafyndnarenmistakasthrapallega-húmor...
Svo byrjaði hún að syngja... Með sama hávaðastyrk og síðast, en nú aðeins réttlætanlegri þar sem hún var jú að syngja sóló í þetta skiptið. Hún náði engan veginn að hífa sig upp í hlutverkið, það vantaði allan hégómleika og egóisma í sönginn og hreyfingarnar, sem að mínu mati ætti að vera eitt helsta einkenni Heródesar, hún virtist aðeins of upptekin af að sýna tippið í buxunum sínum og hrista fellingarnar, en að syngja lagið sitt...

Held að Ylfa í hlutverki Heródesar falli í sama hóp og þegar ég ætlaði að horfa á mynd sem ég hafði dánlódað. Komst að því, þegar ég setti á play, að þetta var alls ekkert myndin heldur "klámmynd" með stelpum að kúka á hvora aðra og borða svo saurinn... Eitthvað sem mig langar alveg svakalega að gleyma, en bara of hræðileg lífsreynsla til þess að geta það...!

(...mikið hlakkar mig til að koma til Hveragerðis næst...! Jii, ég verð svo vinsæl...! ;)


Berglind @ 22:58
|


Vá, það skoðar einhver virkilega þessa síðu!! Kom mér hálfpartinn á óvart, hélt eiginlega að ég væri sú eina sem læsi bloggið mitt þar sem komment eru af svakalega skornum skammti...hmmm, ha, hmmm, fólk!!

Annars hef ég það bara fínt, hef enga afsökun fyrir bloggleysi, annaðhvort hef ég bara ekkert haft um að skrifa, eða þá að blogger finnst kvalítetið á skrifum mínum ekki nógu gott (held að hann sé farinn að vera með eitthvað attitjúd) og svo þegar ég reyni að setja inn myndir í staðinn fyrir skrif, þá neitar internettengingin að vinna vinnuna sína...

Annars er ég búin að vera voðalega dugleg í dag... Byrjaði á því að fara í skólann í morgun. Svo fór ég til Kvadrat og verslaði úlpu á Ólíver Dór. Svo þegar ég kom heim, byrjaði ég á því að hjóla niðrá pósthús að ná í pakka sem ég átti þar. Svo hjólaði ég í ICA (búðina) og keypti í matinn. Ákvað þar að hafa pizzu í matinn og þar sem ég var ekki búin að skrifa niður það sem mig vantaði, þá gleymdi ég auðvitað að kaupa hveiti. Fattaði það þegar ég kom heim.
Svo að ég ákvað að fara í smá göngutúr, þar sem veðrið var svo svakalega gott, alveg ekta vorveður, næstum því hægt að vera á peysunni! Labbaði í Rema 1000 og svo heim aftur. Þegar ég opnaði pokann, sá ég að ég hafði keypt eitthvað ferlega skrítið hveiti, það var blandað með einhverju klíði og höfrum og svoleiðis sulli.
Þegar þarna var komið, var mig farið að langa svo ferlega í pizzu að ég ákvað að hjóla niðrí Coop og kaupa hveiti. Sem ég gerði. Svo kom ég heim, tókst að baka pizzuna og hún var bara kjempegóð :)
Og svona til að minna fólk á, þá erum við að tala um að allt liggur niðurávið heiman frá mér, svo að allt liggur uppávið á leiðinni heim...
En ég heimsótti allar búðirnar í hverfinu á einum degi ;)


Berglind @ 22:30
|



11 mars 2007

Þá er ég búin að lifa í einn dag sem 25 ára... Það var lítið öðruvísi en þegar ég var bara tuttugogfjögra...
Nema að núna er ég komin inn í 21. öldina, því ég fékk stafræna myndavél í afmælisgjöf :) Það var soldið gaman :)
En núna ætla ég að fara að sofa, því ég er víst að fara í flug á morgun, og það er - að sjálfsögðu - spáð brjáluðu veðri...

Wish me luck!


Berglind @ 00:22
|



04 mars 2007

Ég eyddi kvöldinu með Jesú, Júdas og Maríu Magdalenu...
Það var nú ekki eins ánægjulegt og ætla mætti...kannski vegna þess hvernig svipuhögg, hengingar og krossfestingar spiluðu soldið stóran þátt?!

Leikfélagið í Hveragerði er réðst nefnilega í það (alltof) stóra verkefni, að setja upp rokkóperuna Jesus Christ Superstar í tilefni af stórafmæli félagsins...man samt ekki alveg hvað það er gamalt, en örugglega ekki eldra en 60...

Ég passaði mig að fara með væntingarnar fyrir neðan núllið og varð ekkert fyrir vonbrigðum þannig séð, hljómsveitin var td æðislega góð :) Mér fannst líka sérstaklega gaman að sjá lærisveinana tíu við síðustu kvöldmáltíðina... það var skemmtilegt tvist ;)
Það var þó eitt smáatriði sem virðist hafa gleymst við hlutverkavalið... Þegar maður setur upp óperu, skiptir jú mestu máli að hafa fólk sem getur sungið í stóru hlutverkunum. Eins og með þann sem syngur Jesús, það er ekki nóg að Jesús geti haldið lagi, hann verður að geta náð fokkings háu tónunum! Alveg eins og María Magdalena þarf að hafa súpergóða og undurfallega rödd, það er ekki nóg að hafa sæta stelpu, sem er óhrædd við að leika og söng eitthvað í kór í barnaskólanum. María þarf að hafa virkilega, virkilega góða sólórödd...

En hljómsveitin var æði...!


Berglind @ 23:42
|



01 mars 2007

Nú skrifa ég blogg á frekar sérstökum stað...nefnilega í tölvunni hans pabba míns :)

Og það er nú ansi löng saga sem gerðist samt frekar hratt...

Ég fékk nefnilega að vita á þriðjudaginn að ég þyrfti ekki að spila á tónleikunum, sem ég átti að spila á, á laugardaginn (en tónleikar þessir voru eina verkefnið mitt á þessum verkefnavikum og hafði ég því eiginlega verið að bíða eftir þeim í eina og hálfa viku og varð "pínku" pirruð við stjórn skólans, fyrir að hafa beðið svona lengi með að láta vita... Svo að ég, með hjálp Elísabetar, breytti bara flugunum mínum og mætti svo óvænt hingað heim seinnipartinn í gær :)

Ferðalagið gekk bara svakalega vel, fyrir utan hálftíma seinkun og að ég þurfti að bíða í næstum klukkutíma eftir töskunni minni, enda svo stuttur fyrirvari fyrir örlagaguðina að þeira hafa líklegast ekki haft tíma til að láta sér detta eitthvað fáránlegt í hug ;)

Svo að núna er ég bara komin heim í heiðardalinn :)


Berglind @ 11:09
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan