30 maí 2007

Mér líður einhvern veginn eins og það sé miðsumar... Það er erfitt að halda annað, þegar grasið nær manni upp að hnjám (á þeim fáu stöðum sem sláttuóðir Norðmenn hafa ekki komist að) og sólin skín (með smá morgunskúraundantekningum, en ég meina, þetta er nú einu sinni Stavanger...!) og það er svo heitt úti að, að labba út um dyr, er eins og að labba inn, golan er hlý og svona mettur hiti í loftinu :)
Og ég verð nú að segja, að það er alltaf sagt að Íslendingar séu komnir úr öllum fötunum um leið og sólin byrjar að skína á Fróni, en af því sem ég hef séð hér, þá eru Norðmenn engu skárri. Undanfarinn hálfa mánuðinn er búið að vera kalt og svo í gær kom hitinn (með svona líka bombu!) og voilá, allir komnir á nærbuxurnar bara! Ok, kannski ekki alveg nærbuxurnar, en þú veist hvað ég meina...

Já, og hvað er Berglind að gera í þessu sumarblíðuveðri?! Jú, læra fyrir próf!! Búin að hanga niðrí skóla síðustu tvo daga meira og minna, í prófundirbúningi...
Búin að taka tvö próf og fá útúr þeim báðum.
...Og hér kemur montið, viðkvæmum er bent á að hafa fötu við hliðina á sér á meðan lesningu stendur :)
Úr klarinettprófinu fékk ég að mér hefur farið mikið fram í vetur, og ég hef bætt tóninn minn mikið og ég á að halda áfram á þessari braut.
Úr píanóprófinu fékk ég að ég má vera fullkomnunarsinni í æfingaherberginu, en ekki á tónleikum. Prófdómarinn lagði afskaplega mikla áherslu á það ;) Svo sagði hann að ég spilaði Mozart (Funeral March) undurfallega og það væri erfitt að túlka hann, en ég gerði það mjög vel og í Prokofieff marsinum (sem mér fannst ganga laaangverst) fannst honum frábært að hlusta á mig og að ég hefði einstaklega létt og skoppandi staccato :)
Þannig að ég hef greinilega einhverja píanóhæfileika eftir allt saman ;)
Svo er bara að vona að mér gangi jafnvel í hinum prófunum (sjö-níu-þrettán!)

Svo kom nýi meðleigjandinn aðeins við í dag og skildi eftir smá dót í herberginu sínu. Nýi meðleigjandinn er strákur, sem er skuggalega líkur einum jassgaur í skólanum mínum. Hann heitir Thor (held ég, hann talar ekkert sérlega skýrt) og verður bara hér fram í ágúst, sem þýðir að hann og Therese verða alein hér í allt sumar (Therese finnst það ekki jafn fyndið og mér ;) En svona við fyrsta blikk, virtist hann bara ágætur gaur...

Og veistu hvað ég fattaði i dag?! Það eru bara 12 dagar þar til ég kem heim!! Þvílík og önnur eins gervihnattaöld...!


Berglind @ 23:45
|



21 maí 2007

Mikið gasalega á ég ekkert að vera að svara í símann þegar hann vekur mig af værum blundi.
Draslið byrjaði að hringja í morgun á meðan ég svaf á mínu græna eyra og ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg að ná því sem konan var að segja. Við áttum eftirfarandi samtal:

Kona í síma: Halló, þetta er hjá UPS. Við erum með pakka til þín frá USA. (þarna heyrði ég semsagt UIS í stað UPS og var ekki alveg að skilja hvernig pakkinn minn (einhver geisladiskur sem ég vann í keppni á einhverri vefsíðu um daginn) hafði lent hjá þeim)
Ég: Ha, nú? til mín? Hjá ykkur?
KS: Já, hvenær verðurðu heima í dag?
Ég: Ég er að fara í tíma á eftir, má ég ekki bara taka hann þá?
KS: Jújú, við erum á blablablagötu...
Ég: Ha? Er þetta ekki í Bjergsted?
KS: Nei, pakkaafhending er á blabl...
Ég: Nú...ég veit ekkert hvar það er, þá megiði bara senda hann heim.
KS: Alltílæ. Hvenær megum við koma með hann?
Ég: uuuu... (löng þögn) jú, á milli 1 og 3 ef það passar?
KS: Jú, það er fínt.

Ég var lengi á eftir að spá í því hvernig diskurinn hafði eiginlega lent á skrifstofu UIS og af hverju skrifstofan væri hvorki í Bjergsted eða Ullandhaug (þar sem aðalskólinn er)... Það var ekki fyrr en löööngu seinna að ég fattaði að líklegast hefði þetta verið UPS en ekki UIS ;)
...Maður á ekki að svara í símann þegar maður er sofandi!


Berglind @ 12:42
|



17 maí 2007

Hann Nils hættir aldrei að koma mér á óvart :)
Fyrir óvita, þá er Nils túbustrákur í skólanum mínum. Hann var líka í Toneheim í fyrra og alveg frá því ég hitti hann fyrst hefur mér fundist hann vera ansi merkilegur fýr. Hann lítur út eins og hann hafi búið í áraraðir í sveit í dýpstu og afskekktustu fjörðum Noregs, þar sem fólk þarf ekki að spá neitt í því hvort föt passi eða einhverjar tennur vanti (það vantar í hann aðra framtönnina). En nei, drengurinn er frá Osló og hefur ferðast til örugglega flestra staða, þar sem eitthvað menningarlegt er að sjá eða heyra.
Nú, Nils er nokkuð töff gaur, reykir (sem er jú aðalkúlið) og drekkur eins og svampur. Ekki akkúrat týpan sem maður sér fyrir sér í þjóðbúning. En jújú, hann Nils mætti sko í þjóðbúning í dag!! Og karlþjóðbúningar Noregs eru nú ekki alveg það sem maður myndi kalla töff eða kúl...
Hér er td myndasería með allskonar búningum

En já, 17. maí er semsagt yfirstaðinn...fyrir mig allavega. Byrjaði daginn á því að taka strætó niðrí bæ, því það átti að vera hátíðarhádegismatur í skólanum. Strætóinn stoppaði á einhverjum fáránlegum stað, því miðbærinn var að sjálfsögðu fullur af fólki. Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég var einu sinni, svo ég elti bara hitt fólkið og komst á endanum niðrí bæ, þar sem ég labbaði þvert yfir miðbæinn til að finna strætóstopp fyrir áttuna. Það fann ég og beið þar í rúmar 20 mínútur, en þá gafst ég upp, enda orðin allt allt of sein í matinn og labbaði áleiðis í skólann, stoppaði á bensínstöð til að fá mér eitthvað að borða (Sem betur fer, því hátíðarhádegismaturinn var að sjálfsögðu norskur og ég sver það, fyrr borða ég hrútspunga en að láta þetta ógeð sem þarna var á diskum inn fyrir mínar varir)...
Í garðinum í kringum skólann var svaka fjölþjóðleg hátíð og þar sem ég nennti ekki að vera inni og fylgjast með fólki borða síld, fór ég að fylgjast með. Gerði líka góðverk dagsins þar, hjálpaði einni lítilli stelpu að finna mömmu og pabba, ég er svoooo góð (lesist á innsoginu!)
Svo um þrjúleytið var kominn tími á marseringu og ég viðurkenni fúslega að íslenskar skrúðgöngur komast ekki með tærnar þar sem þær norsku hafa hælana!
Hér eru allir sem stunda íþróttir eða eru í einhverjum félagsskap með í skrúðgöngunni, böns af lúðrasveitum, svo á milli þeirra voru annars konar félög, fyrir framan okkur voru td fótboltastrákar sem voru allir með fótbolta og fyrir aftan okkur íshokkíkrakkar á línuskautum og svo karatekrakkar þar fyrir aftan :)
Háskólalúðrasveitin var líklegast sú frjálslegasta í allri skrúðgöngunni, við vorum ekki í neinum búningum, því þessi lúðrasveit er jú ekkert til í alvörunni, bara þykjustunni ;) Við vorum með fána háskólans fremst og nokkrar dansstelpur næst, (sem mér fannst geðveikt töff!) svo kom lúðrasveitin og þá fólk sem ekki kann að spila á blásturshljóðfæri eða trommur. "Vinstri hægri" fór svona ofan garðs og neðan og raðirnar voru nú ekkert hrikalega beinar og frekar frjálslega farið með nóturnar á lýrunum, en þetta var sko by far skemmtilegasta skrúðganga sem ég hef tekið þátt í :) Við löbbuðum frá miðbænum, eitthvert lengst, lengst út í rassgat, alveg út á eyju og allt og svo plutselig vorum við aftur í miðbænum. Ég hef hinsvegar ekki hugmynd um hvernig við komumst þangað... Á einum stað á leiðinni var flaggað íslenskum fána, sem mér fannst nokkuð töff :) Flestum skólafélögum mínum fannst öruggara að benda mér á fánann, svona ef ske kynni að ég hefði ekki tekið eftir honum og fékk ég því þónokkur bönk í öxlina og "hey, sjáðu, íslenski fáninn!" (bara á norsku, því það kann enginn íslensku)...
En já, eftir þessa skrúðgöngu voru lappirnar á mér alveg búnar og var því afar ljúft að fá að sitja í hjá Tore heim... og ekki séns í helvíti að ég nenni niðrí skóla aftur í grillveislu...verður hvorteðer örugglega bara grilluð síld...!


Berglind @ 18:50
|



16 maí 2007

Á morgun er 17. maí, þjóðhátíðardagur Norðmanna. Síðan eftir páskafrí hefur skólahljómsveitin sem ég er að kenna hjá, verið að æfa marsana sína. Klukkan 2 er ég að fara á æfingu hjá lúðrasveit skólans míns, til að æfa marsana okkar. Það má geta þess að þetta er fyrsta æfingin.
Það er víst alveg hellingur að gerast hér á morgun, enda erum við að tala um bæ af Reykjavíkurstærðargráðu...
Hér virðast "togene" (beint þýtt á íslensku: lestirnar) vera aðalmálið. Þegar ég hef verið að spurja hvernig 17 maí sé, þá hafa allir minnst á lestirnar fyrst af öllu. Barnetoget, Russetoget og Folketoget eru lestirnar sem verða hér í Stavanger. Ég var soldið búin að velta þessu fyrir mér, af hverju væri verið að notast við einhverjar lestir, sá að sjálfsögðu fyrir mér svona bíl sem væri eftilíking af lest (svona eins og túristalestir í mörgum borgum eða tívolíum), sem keyrðu um bæinn og stoppuðu alla umferð... Svo komst ég að því áðan, þegar ég var að tala við Elísabetu, að tog er skrúðganga ;)


Berglind @ 11:51
|



12 maí 2007

Vúbbs ;)

Frétt www.mbl.is


Berglind @ 17:58
|



09 maí 2007

Sko, þolinmæðin þrautir vinnur allar!
Síðustu vikur hefur tölvan verið eitthvað gasalega paranoid og haldið þvi fram að hinar og þessar síður séu ekki seif... Hef þurft að kíkja á póstinn minn í skólanum og ekki komist inn á msn í lengri tíma... en svo allt í einu í dag, er bara allt í lagi! ...skrítið

Ég kíki stundum á barnaland.is, á umræðurnar þar og það er oft hin skemmtilegasta lesning. Í dag þurfti ég hins vegar mikið að hugsa eftir að hafa lesið könnun "kemst rauðhærði karlinn áfram á morgun?" Hvaða rauðhærði karl?! Hvert er hann að fara?!
Svo fattaði ég það...og held að ég verði neydd til að segja mig úr þjóðskránni...!
Það var líka þarna inni sem ég fann eitt mest spennandi blogg, bara ever! Get varla beðið eftir nýrri færslu!


Berglind @ 18:38
|



08 maí 2007

Jæja, þá hef ég látið undan...
Fékk mér myspace reikning um daginn... Var orðin svo pirruð á að geta ekki skoðað myndir og annað inn á myspace síðunum, þannig að ég stofnaði reikning og setti inn það sem nauðsynlegt var. Markmið mitt er að eiga ömurlegustu myspace síðuna ;) það er alls ekki neitt inná henni...er samt komin með fullt af vinum...rugl!

Stundum, þegar ég er í strætó, vildi ég óska að lyktir væru á litinn...Þá gæti maður td séð hvaða fólk lyktaði af áfengi eða plain drullu eða hreinlætisskorti og varast að sitja nálægt þeim... En annars var ég í strætó í dag, þar sem ekki dugaði að sitja ekki nálægt manneskjunni... Á fyrstu stoppistöðinni eftir miðbæjarstoppið kom inn kona, með svo hrikalega kleprað hár að ég hef ekki séð annað eins, maður sá sko langar leiðir að sturtan heima hjá henni er ekki mikið notuð. Hún settist næstum fremst (ég sat eiginlega aftast, nota bene!) og það var virkilega ekki líft inní vagninum! Þar sem ég var bara að fara að æfa mig niðrí skóla fór ég út á næstu stöð og labbaði það sem eftir var...á sömu stöð fór rúmlega helmingur farþeganna út og stóðu bara og biðu eftir næsta strætó ;) En sjaldan hef ég verið jafn fegin að anda að mér hreinu lofti!!


Berglind @ 17:55
|



07 maí 2007

Lögreglan í Bergen umkringdi í dag banka í bænum, eftir að einhver hafði séð vopnaðan mann þar inni.
Löggan hafði manninn í sikti, þegar upp komst að það væri verið að taka upp kvikmynd og bankaræninginn væri bara leikari!!!


Berglind @ 23:12
|


Þetta var víst bara eitthvað smá djók í tölvunni í gær, netið fúnkeraði fínt þegar ég kom svo heim... En hitt er allt ennþá í rugli, samt.
Nú er komin rigning og leiðinlegt veður, sem kannski þýðir að ég fari að æfa mig meira... aldrei að vita ;) og kannski líka soldil þörf á, þar sem það eru víst bara 2 vikur í vorklarinettprófið...
Núna er nýbyrjuð síðasta verkefnavika vetrarins. Ég er að spila í öðru verkinu í hljómsveitinni, æfingar kl 10-11 á morgnana fram á föstudag, en þá eru tónleikar, kl 19.30 allir velkomnir :)
Tónskáldið heitir því skemmtilega nafni Krska (algerlega rétt stafsett!) og samdi konsertinn sérstaklega fyrir stelpu í skólanum, sem heitir M... eitthvað. Hún spilaði með í dag og þetta er bara með þeim flottari nútímaverkum sem ég hef heyrt... Svo er ég með alveg billjón og tvö sóló, flest eftir 13 eða fleiri takta þagnir, þannig að ég sat á æfingunni í morgun alveg fremst á stólnum og taldi þagnir eins og moððerfokker...

Stundum tekst mér að gera alveg ótrúlegustu hluti... Ég var að taka plötu út úr ofninum áðan, byrjaði á því að brenna mig á hægri hendinni á gufunni sem kom um leið og ég opnaði og eins og það hafi ekki verið nógu vont, þá tók ég eitthvað vitlaust kæruleysislega um plötuna með tuskunni, svo að ég brenndi mig líka á vinstri hendinni... Akkúrat þegar síðasta brunasár var farið að gróa...! Stundum held ég að það væri sniðugast að ég myndi fá mér svona risastóran hamstrabolta til þess að búa í...


Berglind @ 12:59
|



06 maí 2007

Örfljótt, því ég er á þráðlausu neti og það er of sjálfstætt, virkar bara þegar það vill...
Síðustu vikur hefur allt verið á leiðinni niðrávið, fyrst komst ég ekki inn á msn, svo hætti tölvan að treysta gmail og svo blogger og hotmail, en ég kemst framhjá því... En svo í dag kemst ég bara alls ekkert inn á netið heima, því kapallinn bara virkar ekki og báðar stelpurnar í burtu, svo að ég get ekki prófað þeirra kapal... Fúlt!
En nú er kominn sá tími, sem að þráðlausa netið hættir yfirleitt að virka, svo að ég er hætt!


Berglind @ 21:50
|



03 maí 2007

Var ad tekka a tølvupostinum minum adan, tar sem tølvan min treystir ekki gmail, ta neydist eg til ad nota skolatølvurnar annad slagid... Tar beid tetta bref:
---------------------------------
Dear Customer, bebadodocaralho.

You are receiving this message, due to you protection, Our Online Technical Security Service Foreign IP Spy recently detected that your online account was recently logged on from am 88.180.180.216 without am International Access Code (I.A.C) and from an unregistered computer, which was not verified by the Our Online Service Department.

If you last logged in you online account on Thursday April 5th 2007, by the time 6:45 pm from an Foreign Ip their is no need for you to panic, but if you did log in your account on the above Date and Time, kindly take 2-3 minute of your online banking experince to verify and register your computer now to avoid identity theft, your protection is our future medal.


Verification Link

Notice: You can acess your account from a foreign IP or country by getting am (I.A.C) International Access Code, by contacting our local brances close to you.
--------------------------------

Mer fannst tetta svo afskaplega indælt hja teim ad lata mig vita svona, serstaklega tar sem eg vissi ekki einu sinni ad eg ætti reikning hja teim...

Mer fannst lika soldid fyndid ad lesa tad sem stod fyrir ofan postinn, skilabodin fra gmail:
Viðvörun: Mögulegt er að sendandi þessa pósts sé ekki allur þar sem hann er séður. Forðastu að smella á hlekki sem birtast í þessum pósti eða gefa upp persónulegar upplýsingar.

En teir mega eiga tad, ad mikid svakalega eru teir ordnir tæknilegir tarna i hakkinu...!


Berglind @ 10:38
|


Er svona að komast að því að það eiginlega margborgar sig að taka strætó...
Ég borga 320 kr á mánuði fyrir strætókortið og spara víst alveg helling fyrir ríkið og bæjarfélagið og umhverfið og trén og ósonlagið og veit ekki hvað og hvað (Strætófélagði er með auglýsingaherferð í gangi) og svo er strætó hin fínasta afsökun...
Þegar ég er sein í skólann (gerist einstaka sinnum ;) þá er alltaf hægt að kenna strætó um, því allir vita að strætóarnir hér eru ekki neitt gasalega traustir stundvíslega séð (og oftar en ekki er það líka strætó að kenna að ég er sein).
Nú þegar sumarið, sólin og góða veðrið er komið, eru götusölumenn í fullum blóma og ágengari en svangar rollur... en það er nóg að segja, "því miður, ég þarf að ná strætó" og voilá, laus við áganginn í þeim...
Í dag hitti ég svo 2 voða indælar votta jehóva konur, sem vildu endilega snúa mér inn á veg Guðs, en ég nennti því ómögulega akkúrat í dag, svo ég sagði bara "því miður, ég þarf að ná strætó" og þar með var ég laus :) Fékk samt blað með voða fínum myndum af ströndum í Ástralíu :)

Og já, var ég búin að minnast á að það er ógeðslega gott veður, heiðskírt, sól og hátt í 20 stiga hiti á hverjum einasta fokkings degi?! :) mí læks ðett :)


Berglind @ 00:20
|



01 maí 2007

Til hamingju með daginn, allir :)
Mæli með smá skammt af þessu, í tilefni dagsins!

Ég var í fríi í skólanum í dag, og notaði daginn sko í algert afslappelsi, svaf frameftir og var geðveikt lengi að koma mér á lappir. Svo horfði ég á frábæra dagsjónvarpið og tók strætó niðrí bæ til að ná í hjólið mitt niðrí skóla. Snillinn ég fór á hjóli í skólann í gær, svo þegar ég var að fara heim, gleymdi ég að ég væri á hjóli og tók strætó...Svo skildi ég ekkert í því hvar hjólið mitt væri, þegar ég kom heim ;)
Ætlaði að koma við í búðinni á leiðinni heim og kaupa eitthvað gott í matinn, en halló, auðvitað var lokað... Svo góði maturinn verður bara á morgun, enda er 2. maí sko dagur til að fagna hjá sjónvarpssjúklingum eins og mér, Super Onsdag á TVNorge (sem þýðir, Gilmore Girls, Ugly Betty og Lost) og nýr þáttur af Veronicu Mars...jei :)


Berglind @ 22:02
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan