28 ágúst 2007

Ég hef furðað mig soldið á einum strák hér í skólanum síðastliðna eina og hálfa viku, eða frá því ég sá hann fyrst. Þá var hann að setja hornið sitt inn í hljóðfæraherbergið, sem er kannski ekkert óeðlilegt í sjálfu sér, nema að hann leit út fyrir að vera ekki deginum eldri en 14 ára. Og til að hafa lykil að hljóðfæraherberginu, þarf maður að vera nemandi við skólann, en til þess að vera nemandi við skólann þarf maður að hafa stúdentspróf, en þau fær maður ekki fyrr en 18 ára.
Svo að þú skilur af hverju mér fannst skrítið að þessi litli strákur hafði lykil.

Svo hitti ég hann nokkrum sinnum aftur á förnum vegi og talaði eitthvað aðeins við hann í eitt skiptið, bara örfá orð samt og þorði ekki að spurja hvað hann væri eiginlega gamall, en eftir samtalið var ég enn að furða mig á hversu ungur hann var, en var eiginlega viss um að hann væri í svona Ungir Músíkantar prógrammi, sem er fyrir krakka sem eru viðundarlega góðir að spila/syngja.

Í gær mætir drengurinn svo á æfingu, þegar ég er að pakka saman og mér verður starsýnt á hann, því hann er í pilsi!! Litli feiti 14 ára strákurinn er ekkert strákur, heldur stelpa!! Svona líka strákaleg stelpa!

Bara fegin að ég komst að þessu áður en ég fór að gera mig að fífli með því að tala um hana sem hann, eða eitthvað þaðan af verra ... ;)


Berglind @ 17:43
|


http://www.vidmax.com/index.php/videos/view/1227


Berglind @ 00:32
|



27 ágúst 2007

Undur og stórmerki hafa gerst hjá hrakfallabálki undirrituðum. *trrrrrúsj* (sem þýðir, eins og allir vita, trommusláttur) Ég fór í skólann í dag! Var á æfingu í heila þrjá klukkutíma, sem gerir samtals skólagöngu mína í vetur, rétt rúmar fjórar klukkustundir...geri aðrir betur!

Ég fór snemma af stað út í strætóskýli, því ég ætlaði að koma við á pósthúsinu og taka svo næsta niðrí bæ. Fyrsti strætóinn keyrði bara framhjá, því hann var víst fullur (af fólki, strætóinn sjálfur eflaust bláedrú). Næsti strætó lét bara ekkert sjá sig og þegar sá þriðji loksins lét sjá sig, var ég búin að hringja í Tone, í hálfgerðu panikki, til að biðja hana um að ná í mig og hún var komin. Skil nú ekki hvað er verið að eyða peningum og trjám í að gera strætóbækurnar, eða blöðin sem hanga í öllum skýlum, þegar er ekkert hægt að treysta á áætlanirnar. Ég beið td í einn og hálfan klukkutíma eftir strætó á laugardagskvöldið, endaði með því að fara bara heim aftur, því það kom aldrei neinn fjandans strætó.

Annars er bara ekkert gott veður núna, eða eins og Therese orðaði það áðan, það er bara eins og það sé vetur. Það er reyndar ekki rigning, en kalt og vindur og það er ágúst!! Í fyrra var sko um 30 stiga hiti og sól á þessum tíma!

En vá, ég er svo inspírasjónlaus að það er bara fyndið...ætla bara að fara að horfa á dvd...


Berglind @ 22:46
|



18 ágúst 2007

Ég fór í Ikea í dag til að kaupa mér baðskáp. Maður hefði haldið að það væri frekar einfalt að fá uþb meters háan skáp í Ikea, en óseiseinei, það var það sko ekki. Eftir að hafa labbað Ikea á enda án þess að finna einn einasta skáp, fór ég aðra ferð og endaði með að kaupa mér hillu með skúffum í barna Ikea! Og það var sko ekki hægt að fá hvítar skúffur í hvíta skápinn og ekki heldur allar í sama lit, heldur er ein rauð, tvær grænar og tvær bláar...gasalega flott alveg!

Svo var ég að bíða eftir strætó til að komast heim á hauginn, þegar allt í einu heyri ég þvílíkt flaut, svona eins og í lögguflautu. Flautunni fylgir maður á hjóli og tveir kallar að skokka. Þeir voru víst að hlaupa maraþon. Fleiri skokkarar fylgdu í kjölfarið, rosalega hott í spandex buxunum sínum og með slefið niður á bringu. En einmitt það fannst mér mjög merkilegt, að margir þeirra voru með svona sleftaum niður af hökunni... Geturu ímyndað þér, svo slitnar þetta frá og lendir í andlitinu á næsta manni...oj!

Í kvöld var ég aftur að bíða eftir strætó á sama stað og heyrði einhverja skruðninga undir klifurjurtarlaufinu á veggnum fyrir aftan mig. Ég sá strax fyrir mér rottu og var alveg komin með gubbið upp í háls, þegar undan laufinu kom broddgöltur! Niðrí miðbæ! Alveg ekta og lifandi broddgöltur og hann bara trítlaði um og skoðaði undir laufin, og poka og töskur sem einn kall hafði sett frá sér. Held að það hafi verið í fyrsta skipti sem ég óskaði þess að strætó hefði verið meira seinn...


Berglind @ 22:42
|


Þetta finnst mér ferlega fyndið, sérstaklega í ljósi þess að nákvæmlega það sama gerðist í júní, þegar ég fór heim til Íslands, nema bara öfugt.
http://www.mbl.is/mm/frettir/vedur/ (skoðið veðurspána fram í tímann)
http://www2.nrk.no/nyheter/ver/?kart=31&stad=149&sprak=non

Held virkilega að það virki að pakka sólinni með.


Berglind @ 12:50
|



17 ágúst 2007

Ég er komin til Stavanger. Hér er rigning og soldið heitt. Ferðalagið gekk eins og í lygasögu. Báðar vélarnar fóru í loftið um leið og þær áttu að gera það. Ég þurfti ekki að borga neina yfirvigt, þrátt fyrir að vera með tæp 6 kíló of mikið. Sekjúrittí fólkið reyndi ekkert að taka af mér neitt dót og ég fékk ekki svo mikið sem eina athugasemd við klarinettin mín (eitthvað sem gerist afar sjaldan) og ekkert vesen í tollinum. Mér líður hálfpartinn eins og þessi ferð hafi ekki gerst, því ég get ekki rifjað upp neitt vesen...

Ég kom heim um 2 leytið og fór eiginlega beint að sofa. Mætti svo á skólasetninguna í morgun og svaf afskaplega vært á meðan einn píanókennarinn spilaði Messiaen. Svo var hádegismatur fyrir alla, en ég sá ekki fram á að geta borðað neitt þarna, allt eitthvað asískt gums sem mér finnst alveg horríbúl, svo að ég fór niðrí bæ að fá mér nýtt símkort, því hún systir mín fékk mitt lánað um daginn þegar hún fór til Noregs og ég gleymdi að fá það tilbaka og gat ekki fengið nýtt því fjandans kortið er á hennar nafni! En það er alltílæ, því núna er ég með eitthvað voða fínt system, sem er eiginlega bland af frelsi og reikning. Fæ semsagt reikning mánaðarlega, sem er svo bara sett inn á reikninginn minn sem inneign...eða eitthvað þannig. Þeir sem vilja fá númerið mitt, geta sent mér póst á bebba.82@gmail.com

Og það er ný stelpa flutt inn í litla herbergið. Hún heitir ekki Anita eða Therese og hefur ekkert komið nálægt hjúkrun, heldur heitir hún Mette og er í kennaranámi.

En nú ætla ég að pakka upp úr töskunni... eða já, svona allavega hluta ;)


Berglind @ 15:46
|



13 ágúst 2007

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar hvað skólatöskur varðar, síðan ég tók mín fyrstu skólaspor með fallegu bleiku Scout kassatöskuna mína á bakinu...

Nú þarf skólataskan að falla vel að hrygg barnsins og vera bólstruð að aftan.
Öll bönd þurfa að vera breið, stillanleg og auðvelt að losa og herða.
Taskan má ekki vega meira en 20% af líkamsþyngd krakkans og helst eiga að vera einhverjar festingar um brjóst og mjaðmir til að halda töskunni sem næst líkamanum og það eru nú bara óábyrgir foreldrar sem kaupa skólatöskurnar án þess að fá hjálp frá iðjuþjálfa um hvaða taska sé rétta taskan.

Svo að þarna liggur líklegast ástæðan fyrir því að sé alltaf með bakverki og vöðvabólgur. Það var aldrei neinn iðjuþjálfi sem hjálpaði mér eða mömmu að velja réttu töskuna, ekki átti ég tösku með brjóst og mittisólum, bólstruðu baki eða einhverjum sérstaklega breiðum ólum yfir axlirnar

...eða heyrðu, bíddu aðeins... ég er hvorki að drepast í bakinu né með vöðvabólgu!


Berglind @ 18:41
|



11 ágúst 2007

Senn líður að því að ég fari heim út. Það verður víst ný stelpa komin í íbúðina, en ég veit engin deili á henni enn, þó kæmi mér það ekki á óvart ef hún héti Anita og væri annaðhvort hjúkka eða í hjúkrunarnámi...
Útför mín er plönuð 16 ágúst og mun ég fara af landi brott um sex leytið. Vélinni má seinka í mesta lagi um hálftíma án þess að ég missi af síðasta fluginu til Stavanger og verð ég þá komin heim um tvö leytið, en annars er það bara Radisson SAS og fyrsta flug daginn eftir og þá gæti verið að ég myndi ná skólasetningunni á föstudagsmorguninn ;)
Ég er búin að skipta um vinnu. Sú sem ég var að leysa af í læknamóttökunni kláraði sumarfríið sitt á fimmtudaginn og kom til baka. Þar sem ég er voðalega mikið fyrir peninga og virðist aldrei eiga nóg af þeim, þá ákvað ég að vinna lengur og fékk starf í gróðurhúsunum niðrá Hæli. Á þeim tveim dögum sem ég hef unnið þar hef ég komist að því að ég er líklegast ekkert gerð fyrir svona líkamlega vinnu. Í gær var ég td að tína maríustakk frá hálfeitt til hálffjögur og náði að nudda af skinnið á löngutöng hægri handar, auk þess að vera að illt í bakinu og með harðsperrur framan á lærunum og hrikalega illt í hásininni, einhverra hluta vegna...
Verslunarmannahelginni var eytt bara heima í makindum, skrapp reyndar í Reykjavík báða dagana, á laugardaginn til að versla aðeins og komst að því þegar ég var að leita að bílastæði fyrir utan Smáralind að það var sko bara fullt af fólki sem hafði hugsað það sama og ég, því nánast hvert stæði var upptekið...! Svo á sunnudaginn fórum við Hrafnhildur í Húsdýragarðinn að sjá Stuðmenn og Shady. Þar hitti ég Elísu og fékk að kíkja aðeins á litlu hetjuna hennar, en hann svaf vært í vagninum sínum í öllum hávaðanum.
Þessir tónleikar voru bara ferlega skemmtilegir, þó svo að hljóðkerfið hafi ekki verið alveg í lagi mestan tímann. Mér fannst hápunkturinn vera þegar Shady kom á sviðið, hún hefði bara mátt taka fleiri lög...
En já, hef lítið meira að segja, munið eftir að bursta tennurnar!


Berglind @ 14:47
|



03 ágúst 2007

Shady Owens, pípúl... SHADY OWENS!!


Berglind @ 10:30
|



02 ágúst 2007



Berglind @ 10:48
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan