29 september 2007

Þá er Oslóferðin yfirstaðin, ferðalögin gengu að sjálfsögðu ekki vel, en tíminn inn á milli var frábær :) getið lesið ferðasöguna hér

Ég kom við á strætóskrifstofunni á leiðinni löngu heim eftir ferðalagið, því ég hafði ekkert heyrt frá indælu konunni. Þær voru ekki enn búnar að komast að því hvað er málið, en ég fékk kort sem leyfir mér að ferðast frítt í strætó í Nord-Jæren næstu 2 vikurnar. Að þeim tíma loknum ætla þær að vera búnar að finna út úr þessu.

Annars hef ég lítið að blogga um, gæti náttúrulega skrifað eitthvað um að það flóðrigndi hér í Stavanger á meðan ég var í Osló, en sólin tók á móti mér þegar ég lenti á Sola flugvelli. Svo gæti ég skrifað um að í dag var nánast önnur hver manneskja á hækjum, en ég nenni því ekki. Svo að ég ætla bara að fara að sofa, góða nótt.


Berglind @ 01:08
|



17 september 2007

Fór í dag og ætlaði að fylla á reikninginn minn hjá strætófélaginu, því mánaðarkortið mitt rann út í gær og ég tími ekki að kaupa mér annað og ekki nota það svo í viku...
Ekkert mál, konan tók kortið og ætlaði að fylla á það, kom svo með heillangan miða til baka um að ég skuldaði einhvern hellings pening. Sem ég var alveg viss um að ég gerði ekki, en þegar ég reyndi að segja konunni það, fór hún í algeran baklás og tuðaði aftur og aftur um að fyrst það stæði á miðanum, væri það rétt.
Eftir að hafa reiknað mig sveitta nær allan hljómfræðitímann, fann ég út að þetta stemmdi alls ekki, þetta var einhver mjög svo dularfull upphæð, sem kom ekkert fram neins annars staðar...
Svo ég fór aftur til þeirra og konan, sem þá var komin í lúguna (með eindæmum indæl) reiknaði og reiknaði og fann meirasegja 4 færslur sem voru tvíteknar og svo fékk hún út það sama og ég. Hún vissi ekkert hvað hún átti að gera enda hafði þetta aldrei komið fyrir áður og hún bara vissi ekki hvernig svona gæti gerst (story of my life!), svo að hún fékk að halda miðanum og ætlar að tala við fjármálastjórann á morgun og hringja svo í mig... Ég bara vona að kellingarbeyglan sem ég talaði við fyrst, verði þarna á morgun, þegar ég fæ þessu leiðrétt.

Í kvöld var ég á lúðrasveitaræfingu, með Kvadrat Musikkkorps. Einn í bekknum mínum er að stjórna þar og bað mig að koma og spila með, því þau ætla að taka þátt í einhverri keppni og eru með mikið meira en alltof fá klarinett. Kvadrat Musikkkorps æfir í Kvadrat, sem er verslanamiðstöð. Ég verð að segja að ég hef aldrei farið á lúðrasveitaræfingu í verslanamiðstöð áður og var það frekar skrítið. En ennþá meira skrítið er, hvað þessi lúðrasveit er svakalega léleg! Við erum að tala um skólahljómsveitarútsetningar og þær einfaldar... Madlamark Skolekorps myndi td rústa þessum í keppni! Held reyndar að flestir myndu rústa þessum í keppni...

En farin að sofa...


Berglind @ 22:43
|



15 september 2007

Var að horfa á spurningaþáttinn á ruv.is og ég verð nú að segja að mér finnst það nú svolítið misheppnaður þáttur. Greinilega krafist þess að það sé einn frægur einstaklingur í hvoru liði, því í liði Hvergerðinga var maður sem að, eftir því sem ég best veit, er lööööngu fluttur þaðan og bjó í bænum í einhverja mánuði, kannski ár. En Kópavogur á þó vinninginn í asnalegheitunum þar, því frægi einstaklingurinn þeirra á ekki einu sinni heima í bænum, ekki einu sinni með lögheimili þar... Ef ég myndi kaupa mér bíl og geyma hann á bílastæðinu hjá Möggu frænku, gæti ég þá tekið þátt fyrir hönd Ísfirðinga?
Ætlaði nú ekki að byrja á spurningunum, en ójæja... þegar ég veit svarið við þeim flestum, þá eru þær nú eitthvað léttar ;)
Svo til að enda þetta væl, þá veit ég ekki hvað er málið, á ruv.is er klippt á þáttinn þegar Kópavogur ætlaði að hringja í vin... Var endirinn og úrslitin svona ómerkileg eða?! Allt þetta skemmtilega komið og restin ekki plássins virði á gagnageymi Ríkissjónvarpsins, meina Fjölnir toppaði þetta með mörgæsinni sinni, er það ekki? ;)

En ég á nú samt eftir að fylgjast með gangi míns bæjar, þó svo ég viti ekki einu sinni hvaða fólk þetta er, nema kannski konan, held ég hafi einhvern tíma afgreitt hana í Tíunni hér í denn...


Berglind @ 01:11
|



13 september 2007

Það styttist óðum í Oslóarferðina, bara 5 og hálfur dagur núna, jei :)

Það er hálfótrúlegt hvað tíminn líður hrikalega hratt samt, mér finnst það vera í gær sem ég nær hoppaði af kæti þegar ég uppgötvaði að það væru bara 19 dagar í Osló og svo bara plutselig eru bara 5 dagar... Ég er næsta viss um að tíminn líði eitthvað hraðar hér í Stavanger en á öðrum stöðum í heiminum. Kannski að það sé það sem er í vatninu hér, eitthvað smakkast það allavega skringilega...

Ég er búin að fá að vita hvaða ferli kreditkortið mitt er að ganga í gegnum. Talaði við afskaplega indælan mann hjá Sparebanken Hedmark um daginn, hann gat reyndar ekki útskýrt af hverju pin númerið var allt í einu vitlaust, en kortið verður sent til þeirra og svo aftur til mín (sem er í sjálfu sér hrikalega fáránlegt, þar sem ég á heima í ca kílómeters fjarlægð frá hraðbankanum sem gleypti kortið, en sparibankinn er hinumegin á landinu) og ég fæ sent nýtt pin númer (sem við skulum bara vona að virki).

Nú er ég byrjuð að kenna á ný, búin að fara alveg tvisvar og verð að viðurkenna að mér finnst afskaplega gaman að kenna ;) sérstaklega þegar það er svona í réttum hlutföllum, skóli/kennsla... Svo er ekki verra að stelpurnar sem ég er með á grúppuæfingu eru hrikalega góðar, við erum að tala um sextándapartsnótur með fullt af formerkjum og hrikalega rytma, sem þær spila eins og að drekka vatn, pís of keik, ísí smeik...

Æji, já, ég nenni eiginlega ekkert að skrifa neitt meira... Sjáumst kannski bara seinna, ok?!


Berglind @ 23:02
|



10 september 2007

Kakósúpa er víst næringarlaust og óhollt ógeð. Vissuð þið það?!
Og mér sem finnst kakósúpa besti matur í heimi...


Berglind @ 23:16
|



09 september 2007

...akkúrat núna, í hraðbankanum í Tjensvoll. Á morgun, hver veit!

Held að þetta sé fyrsta hrakfallafærsla vetrarins, svo let's go!

Það byrjaði allt saman í gær, þegar ég ætlaði að taka út pening (var á leiðinni að kaupa sinfó miða, það voru kvikmyndatónleikar og þeir voru æði, svona by the way). Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt, meina, ég nota kortið nánast daglega og hér í Noregi virka posar þannig að maður rennir þeim sjálfur í gegn og stimplar inn pin númerið og ég hef átt þetta kort í rúmt ár núna, svo maður hefði haldið að ég myndi númerið alveg. En nei, bankinn segir mér að ég hafi stimplað inn vitlaust númer, svo ég prufa aftur og aftur fæ ég rangt númer. Svo að ég hélt að þessi banki væri örugglega bilaður, finn næsta banka, fyrst tékka ég hvort ég sé ekki örugglega að stimpla inn rétt númer, horfi svo vel á hvað ég stimpla (og það var alveg rétt) en nei, bankinn vill ekki móttaka þetta númer. Svo ég gefst upp, tek pening útaf kreditkortinu og fer leiðar minnar.
Prufa svo aftur í dag og þá hirðir helvítis bankinn kortið mitt!!
Og ég veit ekki hvar (eða hvort) ég get náð í kortið, hvort það fari í einhvern banka hér, eða verði sent til Hedmark og hvort ég geti fengið það í pósti, eða ég þurfi að fara þangað að ná í það. Ekki það að það skipti einhverju máli, því ef pinnúmerið virkar ekki get ég lítið gert með þessu korti, ég þarf alls staðar að nota fokkings pin númerið...

Já, áfram heldur það að hlutir sem eiga ekki að geta gerst, gerast fyrir mig...!


Berglind @ 00:50
|



07 september 2007

http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1289916


Berglind @ 02:21
|



05 september 2007

Þá er stundaskráin mín komin á 100 % hreint.
Það var ansi lengi sem föstudagarnir voru fríir, eða alveg þar til í morgun, þá getur ein í klarinetthópnum ekki verið í samspili á fimmtudögum og auðvitað vara bara auðveldast að færa það yfir á föstudaga... hrmpf!

Það var bara fínt að byrja í skólanum aftur, var reyndar frekar úti að aka í hljómfræði. Ég get bara ómögulega munað öll nöfnin á hljómunum í norska kerfinu, þetta er allt svo asnalegt og órökrétt, miðað við einfalda rökrétta kerfið heima á Íslandi allavega ;)

Og svo eru bara 2 vikur í Osló, beibí :) úje!


Berglind @ 23:33
|



02 september 2007

Eyddi pínu hluta síðustu viku í skólanum, vikan byrjaði vel með 3ja tíma æfingu, en svo styttust þær niður í klukkutíma strax daginn eftir, sem gerði það að verkum að ég hafði lítið meira að gera en vikuna áður...
Tónleikarnir voru á föstudagskvöldið og tókust bara vel. Ég spilaði í 101 sinfóníu Haydns (eins og kannski áður segir, man ekki hvort ég skrifaði það síðast). Hún er kölluð Klukkusinfónían, útaf tikktakk undirspilinu í 2. þætti, en tikktakk finnst hefur mér alltaf fundist skemmtilegur fídus, alveg frá því við spiluðum Grandfathers Clock í lúðrasveitinni í gamla daga :)
Önnur verk á prógramminu voru eitthvað stutt verk eftir norskan kall, man ekki hvað það heitir, en það byggðist mest upp á að strengirnir spiluðu langa hljóma og blásturshljóðfærin skiptust á að spila lítið stef ofan á hljómana. Svo var píanókonsert eftir Ravel, sem var hrikalega flottur. Svakalega Gershwinlegur og skemmtilegur.

Á morgun fer ég svo í skólann, í heila tvo tíma, fyrst hljómfræði og svo tónheyrn. Þar sem hljómfræðitíminn byrjar kl 10.30, þarf ég að vakna á hreint óguðlegum tíma, eða kl 9!!! Sem er ca 3 tímum fyrr en morguninn hefur byrjað hjá mér síðustu vikurnar.
Á þriðjudaginn er ég svo ekkert í skólanum, því eini tíminn sem ég hef þá er tréblástursmasterclass og það byrjar ekki fyrr en í næstu viku. Ég hef einhverja tíma á miðvikudag og fimmtudag, en ég er ekki enn búin að ná á konuna sem á að geta svarað mér um hvað skammstafanirnar og í hvern af hljómsveitarstjórnunartímunum ég að mæta í (4 í boði) og af hverju ég er ekki með aukahljóðfæri inná annarplaninu mínu. Kona þessi virðist upptekin með eindæmum.
Og enn sem komið er, er ég í fríi á föstudögum, úje :)

Og já, ég er búin að hitta nýja klarinettstrákinn í skólanum. Hann kemur frá Serbíu (eins og meirihluti útlendinganna í skólanum) og heitir eitthvað sem líkist Sergei, en er ekki sagt samt alveg þannig og stafsetningin á því er alveg út í hött... Svo að hann heitir ennþá bara Milan hjá mér ;)


Berglind @ 23:08
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan