29 mars 2006

Ég er alveg komin med verulegt samviskubit yfir ad blogga aldrei hérna megin (en fyrir tá sem ekki vita blogga ég reglulega hinumegin, á blog.central.is/borgarhraun30 )

En tad sem ég ætladi ad segja... http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1193168
og spyr: er tetta í alvørunni satt?!


Berglind @ 12:19
|



22 mars 2006

Mér finnst ég verði að leiðrétta aðeins, eða kannski útskýra bloggið mitt síðan í gær. Það var ekki meint til neinnar einstakrar persónu og ekki skot á einn eða neinn. Þetta var hreinlega bara pæling, eitthvað sem ég hef verið að hugsa um... ég hef nefnilega soldið mikinn tíma til að hugsa og þegar hugurinn reikar þá kemur ýmislegt upp og kannski endar eitthvað hér sem á betur heima í dagbók...
En svo ég útskýri blogg gærdagsins, þá hef ég oft lent í því að vera...jah, dömpað af vinkonum. Einu sinni var ég ekki nógu töff til að vera í hópnum, einu sinni af því að ég flutti og eignaðist nýja vini og einu sinni...já, veit ekki alveg ennþá af hverju, en ég held að það hafi verið að við vorum of ólíkar þegar allt kom til alls... Og þeir sem vilja taka það til sín, mega það, en ég endurtek, ekki skot á neinn sérstaklega...!

En pæling dagsins, í framhaldi af þeirri í gær...
Hversu mikið lætur maður fyrstu kynni hafa áhrif á sig... Ég tel mig hafa talsverða reynslu af fyrstu kynnum, nú síðast í haust kynntist ég 154 manneskjum, nú þegar 7 mánuðir eru liðnir, þá hef ég myndað mér skoðun á öllum, en hef samt kynnst þeim mjög mismikið og marga hef ég ekki einu sinni talað við, en þó hef ég myndað mér skoðun á öllum og tel mig vita nákvæmlega hvernig þessi og hin manneskja er... Oft hef ég haft alrangt fyrir mér, einhver sem ég hef talið að væri ekkert skemmtilegur, reynist bara vera þrælskemmtilegur við nánari kynni og auðvitað öfugt...Ég held að maður geri það soldið ósjálfrátt, að mynda sér sterka skoðun á þeim sem maður hittir, strax eftir fyrstu mínúturnar, þetta er auðvitað eitthvað sem maður á ekki að gera, enda hefur maður oft svo rangt fyrir sér...
Tökum hann Nils sem dæmi.
Nils er strákur hér í skólanum, hann er svakalega stór og með svakalega gamlakallabumbu og gengur ekki alveg í réttri stærð af fötum og það virðist hann engu máli skipta þó þau passi ekki alveg utan á hann. Nils spilar á túbu og önnur framtönnin er brotin. Hann á plat tönn, en notar hana bara þegar hann spilar á túbuna, annars er hann bara með gat. Hann notar gleraugu og þau eru sko ekki af minni stærðinni, ná upp á enni og niður á kinnar og með þykkustu svörtustu umgjörð sem ég hef séð...
Af þessu var ég búin að ímynda mér að Nils kæmi úr svörtustu afdalafjörðum Norður-Noregs og vissi bara ekki hvernig siðmenning væri.
En hverju hef ég komist að um Nils, síðan þá.
Jú, hann Nils á heima í Osló! Og hann er rosalegt snobb, allavega þegar kemur að túbum.
Ég semsagt gæti ekki haft meira rangt fyrir mér með hann...
Og Ragne Marthe, sem mér fannst fyrst alveg hundleiðinleg, en svo þegar ég ákvað að gefa henni séns, þá komst ég að því að það var alls ekki hún sem mér mislíkaði, heldur allt annað og hún er bara frekar frábær og vildi bara að ég hefði reynt að kynnast henni betur strax í haust... fæ víst samt séns til þess, þar sem við verðum saman í skóla, líklegast næstu þrjú árin :)
Já, 22. mars-heit... ég ætla að hætta að dæma fólk af fyrstu kynnum og leyfa því að njóta efans, allavega þar til annað kemur í ljós...

Ég veit ekki hvaðan þetta allt kemur, held að ég sé að fá svona áriðeralvegaðverðabúiðogégerekkibúinaðgerahelminginnafþvísemégætlaðiaðgera-blús... ég nefnilega er að átta mig á því að árið hér er alveg að verða búið og á meðan hluti af mér getur ekki beðið eftir að því ljúki og vill bara komast heim og burt frá öllu hér, þá er annar hluti sem sér mikið eftir að hafa ekki gert allt það sem ég ætlaði að gera, td reynt að kynnast fólki betur og verið meira sósíal, því auðvitað kemur það og bítur í rassinn á mér þegar við eigum að hópa okkur saman, ég er alltaf sú sem er stök... og þegar við áttum td að velja okkur herbergisfélaga í Búdapest í gær og það datt ekki neinum i hug að tala við mig... auðvitað hefði ég getað talað við einhverja, en þegar ég fór að hugsa um hvern ég gæti talað við, fann ég út að það er í raun enginn, sem ég þekki hér, ég á eiginlega enga vini þannig, bara rétt kunningja, sem eiga öll aðra vini...


Berglind @ 21:05
|



21 mars 2006

Hef stundum verið að spá í því undanfarið, hvað maður þekkir aldrei fólk. Við teljum okkur svo oft þekkja þessu ákveðnu manneskju, en svo þegar á reynir er manneskjan bara allt öðruvísi en maður hélt. Hafiði einhvern tímann lent í þessu?
Stundum kemur það skemmtilega á óvart, sú manneskja sem maður hélt að væri ekkert skemmtileg, reynist bara vera voðalega skemmtileg. En stundum er það líka þannig að manneskja sem maður hélt að væri skemmtileg og jafnvel góð vinkona/vinur, veldur manni miklum vonbrigðum, sérstaklega þegar maður hefur haldið sig þekkja hana og vita hvernig hún er. En hvað er þá hægt að gera? Á maður bara að snúa við manneskjunni bakinu og snúa sér annað, eða halda áfram að umgangast hana þegar henni hentar og reyna að taka ekki eftir hinum skiptunum þegar hún lætur eins og [ritskoðað]?!
Vinátta er eitthvað sem á að ganga á báða bóga, finnst mér. Þegar önnur manneskjan þarf alltaf að hafa frumkvæðið eða passa vel tímasetninguna á því hvenær hún talar við hina, þá er það ekki vinátta, er það?!


Berglind @ 20:24
|



10 mars 2006

Ákvad ad hafa blogg dagsins í formi fréttatíma vegna tess ad ég fann svo rosalega margar áhugaverdar fréttir á www.mbl.is...

Vissiru ad japanskir vísindamenn bjuggu til vanillu úr kúamykju?! Jújú, alveg satt... Teir segja ad verdi hægt ad nota vanilluna í vørur eins og hársápu og lyktarkerti, en ekki í matvæli vegna tess ad enginn myndi vilja svoleidis matvæli...
Ég veit ekki... ég er ekki viss um ad ég geti hugsad mér ad tvo hárid mitt med kúamykju, jafnvel tó hún sé dulbúin sem vanilla...!

Einhvers stadar á Nyja-Sjálandi vill bæjarstjóri banna nektar-hjólreidakeppni vegna tess ad keppendur vilja ekki vera med hjálma... Jahah! Keppnin er haldin til ad vekja athygli á vistvænni orku og hvetja til hjólreida... Mig grunar nú samt ad tad verdi fleiri perrakallar og konur en umhverfissinnar sem komi til med ad fylgjast med tessari keppni ;)

Á døgunum var nafninu Twist hafnad af mannanafnanefnd... Kommon fólks, Twist?! Byst vid ad grey barnid hafi kannski átt ad heita Oliver ad fyrra nafni...? Kannski vegna tess ad uppáhaldsbókin hans pabba var Oliver Twist, tegar hann var lítill. Tad sem foreldrar gera sér oft ekki grein fyrir tegar tad skyrir børnin sín ad oft er verid ad kalla á einelti med asnalegum nøfnum... Ég er 23 ára og get alveg fundid upp tónokkrar leidir til ad strída (Oliver) Twist, get rétt ímyndad mér hversu mørgum "strídum" 10 ára krakki getur fundid uppá...

Og hvad er eiginlega ad ske í Frakklandi? Ein frétt um kennara sem tók krakka í gíslingu og vill fá ad hitta fyrrum menntamálarádherra Frakklands... Hvad í óskøpunum á sá madur ad gera?! Svo var ønnur frétt um franskan pabba sem setti róandi lyf í vatnsfløskur keppinauta barna sinna... Ómægod, er ekki í lagi med fólk...?!
En frakkarnir eru samt greinilega á hradri leid til...jah, 9. áratugarins, tví næsta sumar mun svartur madur í fyrsta sinn lesa sjónvarpsfréttirnar tar í landi...

Og í Ísrael... tar myrti krakki mømmu sína af tví ad hún vildi ekki kaupa handa honum tølvu... Tegar ég var lítil tótti alveg svakalegt ad skella hurdum tegar madur fór í fylu...tad er kannski hætt ad virka...?!

Ein fyrirsøgnin fannst mér pínu skrytin: Konur á Indónesíu mótmæla løgum gegni klámi. Svo tegar ég las lengra tá er tad víst tannig í Indónesíu ad med ordinu klám, tá er verid ad tala um kossaflens á almannafæri, og føt sem ekki hylja axlir og fótleggi... Tessir kallar sem ráda tarna, ættu ad skreppa til Amsterdam, get ímyndad mér ad teir myndu fá allnokkur hjartaáføll ;)

Svo hefur eitthvad mjólkufyrirtæki ákvedid ad lækka mjólkurverd til danskra bænda vegna teikninganna af Múhamed... Af tví ad tad voru einmitt danskir beljubændur sem teiknudu tær...?! Eda birtu tær í bladinu sínu, danska beljubladinu...? Nei, af tví ad fyrirtækid hefur ordid fyrir tekjutapi í Midausturløndum... Mér finnst tetta nú alveg passa inn í fáránlega rekkann med klámvædingu í Indónesíu og krakkar ad drepa mømmur sínar af tví ad teir fá ekki tølvu eins og allir hinir... Adeins verid ad láta reidina bitna á vitlausum og saklausum adila... nema kannski ad tad séu einmitt danskir beljubændur sem eru ábyrgir fyrir tessu øllu saman...?!

Allar fréttir hér ad ofan eru teknar af fréttavefnum www.mbl.is. Tar er einnig ad finna fjølmargar alvøru fréttir, tær eru bara ekki eins skemmtilegar og tessar ad gera grín ad...


Berglind @ 10:17
|



08 mars 2006

Það gekk eiginlega allt illa frá því ég lenti í Stavanger... Byrjaði á því að fara nokkra hringi með rútunni því ég gerði mér ekki grein fyrir því að rútan keyrir ekki einu sinni fram hjá þeim stoppistöðum sem gefnir eru upp á kortinu nema bílstjórinn sé sérstaklega beðinn um það... Þannig að ég fór með rútunni alla leið niðrí bæ, talaði þá við konuna sem sagðist myndu stoppa bara á bakaleiðinni. Svo á miðri leið kom nýr bílstjóri og hann gleymdi að stoppa við hótelið mitt. En á leiðinni niðrí bæ aftur mundi hann það og ég komst upp á hótel...

Daginn eftir var prufuspil, ég átti að mæta kl 9 og ákvað að taka taxa til að koma örugglega á réttum tíma og lenda örugglega ekki í neinu villuveseni. Leigubíllinn fór á vitlausan stað og stal að auki (þeas. ég gleymdi að fá til baka) upplýsingarnar frá skólanum, sem hafði að geyma heimilisfangið (þeas. nafnið á skólanum) og allar upplýsingar um hvaða próf ég ætti að taka, hvar og hvenær... Svo að ég kom í skólann, 250 norskum krónum fátækari, nær hálftíma of seint, missti af kynningarfundinum en rétt náði tónheyrnarprófinu... Sem betur fór voru fleiri Toneheim nemendur að prufuspila (leiðrétting: það voru nær eingöngu Toneheim nemendur að prufuspila, bara ein önnur, sem ég er ekki viss um hvort var stelpa eða kona) og þau sögðu mér allt sem fór fram á kynningarfundinum...
Aukaprófin gengu ágætlega, fór í svona viðtal ("af hverju ertu að sækja um, segðu okkur frá þér, hvað ætlarðu þér með þetta nám og svo framvegis") og þá hafði að sjálfsögðu annar kallinn komið til Íslands fyrir 2 árum og ég fékk að heyra ferðasöguna hans, sem ég verð að segja að líktist mjög öllum öðrum ferðasögum, hann sá Gullfoss og Geysi, fór í Bláa Lónið, borðaði á afar dýrum veitingastað í Reykjavík og allt það)
Svo kom klarinettprófið... það gekk ekki vel, ég var orðin svakalega stressuð og svo fékk ég lélegan undirleikara (píanónemanda úr skólanum) og hann gat ekki spilað Brahms, nema rosalega hægt. Schumann gat hann spilað en hann varð að einbeita sér svo að nótunum að ég fékk ekkert svigrúm til að gera neitt. Weber gat hann spilað, enda er píanóparturinn frekar einfaldur, honum tókst þó að spila ansi margar feilnótur í sínum milliköflum... Og já, ég get sagt ykkur það að stressaður einleikari og lélegur undirleikari fara ekki vel saman... Undir endann var ég orðin svo stressuð og hálfrugluð eitthvað að ég gat ekki einu sinni lesið af blaði, sem er eitthvað sem ég er verulega góð í venjulega... Viðtalið eftirá fór líka asnalega, kennarinn sem var að hlusta, hann Håkon, sagði fullt af "já, það er nú mikil vinna að vera í háskóla og maður verður að æfa sig mjög vel og blablabla" og ég hefði náttúrulega átt að segja "já, það veit ég og ég tel mig vel tilbúna að takast á við námið og er vön því að vinna mikið og blablabla" en það eina sem ég sagði var ég veit, ég veit...

Enda tók ég leigubíl heim, orkaði ekki að fara að villast með strætó, auk þess sem ég þurfti að taka einhverja 2-3 strætóa til að komast heim á hótel... Þegar ég kom heim lagðist ég uppí æðislega rúmið og eyddi restinni af kvöldinu þar og glápti á sjónvarpið... eða alveg þar til ég sofnaði um hálf níu leytið ;)

Ferðalagið heim gekk ekki betur... Ég gat tekið rútuna á flugvöllinn á vandræða og tékkað mig inn og Nota bene: ég tékkaði mig inn alveg sjálf. Í þessu ferðalagi (með SAS Braathens) þurfti ég nefnilega hvorki staðfestingarnúmer, flugmiða eða brottfararspjald... Allt sem ég þurfti var greiðslukortið mitt, sem ég borgaði flugið með... Þetta er alveg rosalega þægilegt, maður fær að velja sér sjálfur sæti og allt... en vallavegana... Fluginu seinkaði um klukkutíma. Ég fékk smá deja vu þegar ég ákvað að nota tímann í bréfaskriftir og fjárfesti í einkar smástelpulegu Diddl bréfsefni. Svo settist ég niður við skriftir og uppgötvaði þá að öll skriffæri hafði ég sett í töskuna sem ég tékkaði inn... Upphófst þá leit að penna, en líklegast af því að þessi flugvöllur er agnarlítill (já, ímyndið ykkur alþjóðlegan flugvöll sem er minni en Reykjavíkurflugvöllur: Stavanger Airport vær så god!) þá fyrirfinnst ekki penni á öllu svæðinu, fyrir utan þá sem eru notaðir við búðarborð til að skrifa undir kvittanir og þess háttar... Þannig að allar bréfaskriftir urðu að bíða betri tíma. Fyrir þá sem ekki vita, þá er þetta atvik mjög svipað atviki sem átti sér stað í París, en þá tók ég með mér Sudokubók en engan penna, fann ekki einn einasta penna sem kostaði undir 1000 kallinum, nema einn sem blikkaði og spilaði tónlist, pakkaði svo Sudoku bókinni ofan í tösku á leiðinni heim og fann þá penna í fríhöfninni á Heathrow, sem ég keypti um leið og endaði svo á því að kaupa aðra Sudoku bók því hin var ofan í tösku...
En svo ég haldi áfram með þessa ferðasögu: Þá beið ég á flugvellinum í rúma tvo tíma og hélt ég hefði nú heppnina með mér þegar ég fékk töskuna mína fyrst af öllum á færibandinu, fór fram keypti miða í lestina og labbaði beint upp í hana... En ónei! Lestin fór að vísu af stað á réttum tíma og kom á réttum tíma til Eidsvoll (fyrsti stoppistaður á leiðinni til Hamar) en svo fór hún ekkert lengra... Það var pöntuð rúta fyrir okkur og í stað þess að vera komin með lestinni um tvö leytið til Hamar og labba næstum beint upp í strætó, þurfti ég að sitja aftast í rútunni (og getið ímyndað ykkur hversu bílveik ég varð), við komum rétt fyrir þrjú til Hamar og ég þurfti að bíða í næstum hálftíma eftir strætó...

Og nú er ég alveg ofsalega glöð að fá heila 4 daga án þess að þurfa að fara eitthvað, engin lest, engin flugvél og þið getið sko bókað að ég mun ekki fara neitt niðrí bæ þessa daga...


Berglind @ 21:06
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan