30 mars 2008

Mig dreymdi svo asnalegan og fyndinn draum í nótt, verð bara að deila honum með ykkur.
Ég var stödd á Eurovision, lokakeppninni, og einhverra hluta vegna var bara ákveðið að ég myndi syngja fyrir Íslands hönd. Ég, alveg afskaplega ligeglad, bara "jújú, nó problemmó" og fékk blað með laginu og textanum og daginn eftir var keppnin. Ég fór bara án þess að líta á blaðið og kem svo daginn eftir, algerlega óæfð, en alveg pottþétt á því að ég muni komast í gegnum þetta. Tók bara blaðið með mér á sviðið og lagði það á skólapúlt sem var á sviðinu. Þetta var alls ekki neitt extravagant eða stór keppni eins og eurovision er í raunveruleikanum, bara svona meðalstórt svið og jú, soldið mikið af fólki.
Svo rétt áður en ég átti að fara á svið, fór ég aðeins að sjá eftir að hafa ekki skoðað blaðið og æft mig aðeins, en dríf mig bara út á svið og staulast í gegnum lagið. Var með einhvern risamíkrafón fastann á hausnum (svona eins og þeir eru oft með í sjónvarpinu, þegar þeir eru að dansa og þannig líka, nema í staðinn fyrir að þetta var bara svona pinni, þá var alveg risakúla) og lifi mig þvílíkt inn í þetta enda alveg með hendurnar á uppsveiflu með löngum síðasta tón og þvílíkt drama og læti.
Og svo man ég ekki meir... Spurning hvort þetta þýði eitthvað?!

Annars er ég nýkomin heim af tónleikum. Þeir gengu vel og voru bara allt í lagi. Reyndar svo hrikalega heitt að ég þurfti að draga hljóðfærið um 1 cm í sundur til þess að stemma, en venjulega dreg ég ekkert út (fyrir óvita, þá er 1 cm geðveikt mikið).
Mér finnst alltaf jafn flott og merkilegt að sjá alvöru píanóleikara spila. Það voru 2 píanókonsertar á prógramminu, Mozart og Tchaikovskí. Ég bara skil ekki hvernig stelpurnar geta hreyft fingurna svona hratt og hvað þá að spila svona margar nótur í einu! Vidunderligt alveg!

Nú tekur svo bara við skóli, verkefnavikum er lokið og óbreyttur skóli alveg fram í lokaviku maímánaðar. Fyndið þegar maður er orðinn vanur að vera alltaf með þessar verkefnavikur, þá virðast 2 mánuðir af venjulegum tímum alveg rosalega langur tími ;) er ekki að sjá fyrir endann á þessu bara... Þó verður nóg að gera, þarf að klára eitt hljómfræðiverkefni, byrja á öðru og klára það og svo þarf ég að skrifa ritgerð fyrir tónlistarsögu, sem mér finnst voðalega stórt og erfitt verkefni... En við sleppum við prófið :) Þurfum bara að taka próf í hljómfræði og tónheyrn, munnlegt og skriflegt þar... Svo eru einir tónleikar með Befriad 12. júní (takið daginn frá, ef þið komið í heimsókn, þá lofa ég sko frábæru veðri :) og vonandi heimferð þann 13. Sem er föstudagur...


Berglind @ 23:08
|



26 mars 2008

Hér ríkja þvílíkar vetrarhörkur, hitinn er rétt yfir frostmarki og enn er snjór, en sólin er nú samt farin að vinna aðeins í þessu... Mér finnst þetta ekkert gaman, ekki einu sinni ef þó ég kæmist á skíði, á skíðasvæðinu í Sirdal er nefnilega 16 gráðu frost!! Fussumsvei, sko!

Þessa vikuna er verkefnavika í skólanum. Það þýðir engir venjulegir tímar, bara hljómsveitaræfingar frá ca 10-14. Nema á föstudaginn, þá erum við á æfingu frá 18-21. Prógrammið fyrir tónleikana einkennist af sólókonsertum og stykkjum. Sem er eiginlega alveg ferlega leiðinlegt, því sólóstykki byggjast auðvitað mest upp á að sólistinn spili af sér rassgatið á meðan hljómsveitin leikur léttan undirleik... Ég er með A-klarinett í láni þessa dagana, er að spá í að kaupa það og er því með það í svona prufuláni... Veit ekki alveg hvað mér finnst ennþá, það er mjög létt og þægilegt að spila á það, en það kemur fyrir að það kemur svona leiðindasónn á nokkrum nótum. Svo er það líka týpan fyrir neðan B-klarinettið mitt í gæðum. En kostirnir eru að ég get fengið það núna, en ef ég ætlaði að kaupa mér nýtt, yrði það ekki fyrr en í haust, í fyrsta lagi... Ohh, ég er svo léleg að taka ákvarðanir ;)


Berglind @ 23:13
|



25 mars 2008

Veit ekki hverskonar ruglveðurguðir eru að leysa hér af, en það mætti nú alveg taka aðeins í rassgatið á þeim og segja svona gerir maður ekki!

Síðustu 2 vikur hefur verið alveg hreint yndislegt veður hér í útlandinu, með sól og um og yfir 10 stiga hita. Það passaði alveg við árstíðina hér, vorið kemur yfirleitt um miðjan mars og svo verður það bara betra og betra þar til sumarið kemur í byrjun maí. Svo öllum til mikillar undrunar byrjaði bara allt í einu að snjóa á sunnudagskvöldið. Og ekki hvarf snjórinn, eins og hann er vanur að gera, nei, hann var sko hér í allan gær og svo þegar ég kom út í morgun, snjóaði ennþá meira. Og það bara snjóaði og snjóaði alveg fram yfir hádegi! Ég hef sko aldrei séð svona mikinn snjó hérna áður... Enda fór líka allt í klessu, strætó var bara lokað, því þeir runnu bara á næstu bíla, byrjuðu ekki að keyra aftur fyrr en um þrem tímum seinna. Og hver var niðrí bæ, að bíða eftir strætó til að skjótast aðeins heim?! Jú, auðvitað ég. En á endanum komst ég þó heim og er núna alvarlega að spá í að nenna ekki niðreftir aftur, leti vegna veðurs... Er það ekki lögleg afsökun?! Ég bara nenn'ess'ekki!


Berglind @ 16:32
|



23 mars 2008

Allur varinn er góður!

Gleðilega páska :)


Berglind @ 14:19
|


Var að horfa á Animal Planet með einu auga og í tölvunni með hinu. Svo skyndilega byrjaði fólkið í sjónvarpinu að tala við mig, bara prívat og persónulega!
Þetta var eitthvað svona innskot, stelpa að segja frá pysjudæminu í Eyjum. Hún talaði íslensku og ég auðvitað hélt að hún væri að tala við mig, þar sem ég heyri ekki íslensku, nema verið sé að tala við mig ;)


Berglind @ 02:06
|



14 mars 2008

Nú er ég búin að vera 26 í alveg þónokkra daga. Mér finnst ég samt ekkert hafa elst eða stækkað eða breyst á neinn hátt. Ekki svona eins og ákveðin frænka sem stækkaði um einhverja sentimetra einu sinni nóttina fyrir afmælisdaginn sinn :)

Helstu fréttir eru þær að jors trúlí sjónvarpsfíkill er kominn með billjón sjónvarspstöðvar :) Einhverjir snillingar ákváðu nefnilega að fyrst stafrænt sjónvarp væri komið til Noregs (gerðist í ca október nóvember á síðasta ári) að fólk hefði enga þörf fyrir venjulegt sjónvarp. Því var köttað á venjulegar sjónvarpsútsendingar í Rogaland 4. mars, allt nema TVNorge þeas. þeir ætla að halda áfram til 15. apríl.
Það tók mig eina viku að verða biluð á hversu ömurlegt TVNorge er orðið og fékk samþykki Mette og Therese um að fá digital boxið. Fór í dag og fjárfesti í svoleiðis grip og setti það upp. Alveg sjálf. Sem er eitthvað sem pabbi þorði ekki að gera. Hí á hann :)
Nú sit ég afskaplega ánægð og glöð fyrir framan sjónvarpið. Að horfa á TVNorge. Kaldhæðnislegt?!

Svo er komið páskafrí. Og vor. 12 stiga hiti og sól í dag. Stundum elska ég bara að búa í útlöndum :)


Berglind @ 21:31
|



10 mars 2008

Já, ég á víst afmæli í dag...
Það tók mig um 2 klukkutíma að muna eftir því og hefði líklegast tekið lengri tíma ef ég hefði ekki verið í skólanum að skrifa glósur... (sem ég dagset alltaf)

Að nær öllu leyti hefur dagurinn verið alveg voðalega eins og allir aðrir dagar. Skóli, æfði mig smá, kenndi aukatíma (tók smá þjófstart á páskaeggjaát í einum tíma) og fór á bókasafnið að reyna að finna eitthvað um Brahms. Þarf nefnilega að henda saman drögum að ritgerð fyrir miðvikudaginn...

Síðasta vika með umliggjandi helgum hafa verið annasamar, setti inn smá dagbók frá Voss-námskeiðinu, sem var alveg með eindæmum skemmtilegt, aðeins of mikill dans kannski en annars alveg fryktelig morsomt :)
Svo kenndi ég á námskeiði í Orre, sem er í Bryne, en lúðrasveitin á námskeiðinu er frá Klepp. Stjórnandinn hins vegar er frá Panama. Það var eiginlega frekar skemmtilegt, afslappað og rólegt bara. Frábært að fá svona fullt af pening fyrir eitthvað sem er bara skemmtilegt...
Annað sem er bara skemmtilegt er Befriad dæmið. Erum núna búin að hafa tvenna tónleika, eina í Egersund þarsíðasta sunnudag og eina í Jørpeland síðasta sunnudag. Egersund kirkja var alveg ponsulítil, sátum alveg eins og rækjur í hljómsveitinni. Ein gömul kona reis upp eftir tónleikana og sagðist viss um að ef við myndum ferðast um heiminn og spila söngleikinn þá myndu öll stríð leysast. Ég er henni alveg sammála og vil ólm reyna :) alltaf gaman að ferðast allavega ;)
Kirkjan í Jørpeland var öllu stærri. Hún er gerð úr steypu og engu, á greinilega að vera eitthvað voða listaverk, en fyrir smiðsdótturina mig, sá hún alveg hrikalega hálfkláruð út, bara ber steypa með förunum eftir spýturnar. Altaristaflan þar var sú hrikalegasta sem ég hef séð, Jesú á krossinum, úr einhvers konar málmi, en Jesús greyið leit meira út eins og svona skerímúví beinagrind...
En tónleikarnir voru góðir, nánast full kirkja (stór kirkja!), svo vel mætt að það er búið að bóka ekstra tónleika kl 9 á annan páskadag. Allir stóðu upp og sungu með meirasegja í aukalaginu :)
Held að þetta sé alveg að gera sig, núna er búið að bóka aukatónleika á annan páskadag og svo er búið að panta tónleika 12 júní. Kannski að ég hafi bráðum efni á að kaupa mér A-klarinett :)


Berglind @ 22:33
|



DAGUR 1 – Ferðalag og dans
…Byrjaði snemma. Virkilega snemma! Ég vaknaði um 4.30 og kláraði að pakka niður. Rétt náði að loka töskunni, var samt nokkuð stolt fyrir að hafa getað troðið 5 daga ferðalagi í litlu töskuna.
Þar sem strætó byrjar ekki að ganga fyrr en 7 í Stavanger, ákvað ég að labba bara í flugrútuna. Heiman frá mér og niðrá næstu stoppistöð er ca 1 kílómeter. Niður bratta brekku. Gangan var því afar hressandi, svona í morgunsárið. Bara gott að það var ekki upp brekkuna.
Framan af gekk ferðalagið til Voss bara vel, náði flugrútunni, flugið fór næstum því á réttum tíma og lenti um korteri of snemma í Bergen. Og þá kom dynkurinn. Ég hafði rosalega tæpan tíma til að komast inn til Bergen, en samkvæmt töflu flugrútunnar átti ég alveg að ná lestinni. Þegar rútan var komin af stað fattaði ég, að taflan gildir alveg örugglega ekki mitt í umferðarálagstíma. Sem reyndist rétt. Ég fór út úr rútunni í Bergen á sömu mínútu og lestin lagði af stað. Næsta lest átti að fara um 2 tímum seinna, sem gaf mér tíma til þess að finna pósthús og fá mér að borða. Öll lestarvesensfýla hvarf um leið og ég labbaði inn í verslanamiðstöðina við hliðina á lestarstöðinni. Það fyrsta sem ég sá var lítið Baker Brun bakarí (besta bakaríið í öllum Noregi!). Svo ég settist bara þar inn með kakó og sólskinsbollu og las Tommy & Tigern.
Ég náði svo næstu lest, sem rann inn til Voss um hálftólf leytið.
Voss er úberkjút lítill skíðabær. Ég fékk götukort á lestarstöðinni svo ég gæti fundið leiðina í Ole Bull skólann. Ég var næstum búin að gefast upp þegar ég sá hversu langt var á
milli x-anna á kortinu, en labbaði af stað. Ég var búin að taka ca 3 skref þegar ég kom að kirkjunni, sem þýddi að ég var ca hálfnuð. Jú, Voss er lítill bær. Fann skólann og komst inn og allt. Stóð eins og bjáni í anddyrinu, því þar var enginn og ég heyrði ekkert hljóð. Svo kom kall og spurði hvort ég væri íslendingurinn. Jú, ég er víst íslendingurinn.
Og nú er ég farin að dansa.

Mörgum klukkutímum (og hringjum) seinna...
Við erum búin að dansa svo til í allan dag. Byrjuðum á að læra hringdans og eins og nafnið gefur til kynna, er dansað í hring. Stóran hring kringum salinn og lítinn hring kringum sjálfan sig. Eftir nokkra hringi var ég orðin ansi ringluð og eftir nokkra klukkutíma stóð ég varla í lappirnar.
Næst var kynning á ýmsum blásturshljóðfærum. Þar var td svona langt langt horn, minna horn og svo flautur. Öll byggjast þau upp á yfirblæstri. Eftir kynninguna fengum við að prufa öll hljóðfærin og það var nokkuð sérstakt. Þá komu yfirblástursæfingarnar hennar Áshildar að gagni :)

Svo eftir kvöldmat, var komið að bygdedans, sem við lærðum fljótt að er líka hringdans, bara möööörg mismunandi skref. Og fleiri hringir. Í endann lærðum við polka, í mýflugumynd. Þar voru sömu hringirnir og nú, í þessum skrifuðu orðum, langar mig helst að setjast niður inni á baðherbergi og kynnast klósettskálinni náið. Er með gubbuna alveg upp í háls.


Berglind @ 20:45
|



DAGUR 2 -Dans
Þegar ég vaknaði í morgun, lá eitthvað hvítt á trjánum fyrir utan gluggann minn. Það hefur semsagt snjóað í nótt. Allt er voðalega hvítt og fallegt, og mig langar ennþá meira á skíði en áður. En það er víst ekki hægt, því skíðasvæðið lokar um leið og við erum búin á námskeiðinu á morgun.
Dagurinn í dag hefur einkennst af hreyfingu. Reyndar var byrjað á því að einhver gaur hélt fyrirlesturinn “Hvað er þjóðlagatónlist?”. Sá maður var ekkert hrikalega hress og þar sem kvöldið í gær teygði sig vel inn í nóttina, var ég ekkert rosalega vakandi. Eftir fyrirlesturinn fórum við að skoða gömul hús hér uppí fjalli. Fallegi snjórinn gerði ekkert svakalega auðvelt fyrir og brekkurnar þannig að ef maður myndi renna af stað, þá myndi maður ekki stoppa fyrr en þónokkrum hundruð metrum neðar. Ef maður klessti ekki á tré, það er að segja. En öll komumst við nú upp á endanum og fengum leiðsögn um íbúðarhúsið og fjósið. Svo þurftum við að koma okkur niður aftur, eitthvað sem ég kveið fyrir, en svo kom í ljós að það liggur venjulegur vegur þarna uppeftir, kennurunum fannst bara svo gaman að láta okkur labba aðeins utan vegar!
Eftir hádegi var söngfyrirlestur og svo tók við meiri dans. Og meiri dans. Og meiri dans. Veit ekki hvað það er, en allir þessir dansar virðast byggjast upp á að snúa sér í hring og ég, sem verð alltaf sjóveik og bílveik og ringluð um leið, er ekki alveg að höndla alla þessa hringi. Munaði minnstu að ég þurfti að hlaupa fram og æla eftir eina ferðina.
Nú er smá pása og hvaðtekur við?! Jú, meiri dans!


Berglind @ 19:33
|



DAGUR 3 – Meiri dans, meiri dans, meiri dans
Nú er sko komið fokkings nóg af öllum þessum fokkings dansi! Nei, ok, djók, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera að það á að láta mann dansa. Í dag þurftum við reyndar bara að endurtaka það sem við höfum lært, og það var bara einn tími með dansi, í stað tæpra 3 hina dagana. En guð, hvað ég er komið með leið á þessum hringsnúningi.

Prógrammið í dag var aðeins meira praktískt, við fengum einn tíma í söng, lærðum nokkur þjóðlög og að “skreyta” lagið með smá svona trillum og þannig. Svo var fyrirlestur um notkun venjulegra fiðlna i þjóðlagatónlist. Nú langar mig hrikalega að taka upp fiðluna og fara að æfa mig. Eftir hádegi var haldið áfram með fiðlurnar og svo fengum við alltof stuttan tíma í að læra að spila þjóðlög á okkar eigin hljóðfæri. Það er eiginlega það skemmtilegasta sem við höfum gert að mínu mati. mál. Svo tók við meiri fokkings dans, og eftir þann tíma er bara frí þangað til á morgun.
Hér er búið að snjóa í allan dag, svo langt síðan að ég hef séð svona jafna snjókomu, gæti horft endalaust bara út um gluggann. Spurning um að fara í smá göngutúr á eftir...


Berglind @ 19:31
|



DAGUR 4 – og enn var dansað
Ótrúlegt en satt, þá gat ég alveg staðið upp og labbað niður stigana án mikilla vandkvæða í morgun. Það er eins og hnén hafi komist að því að það er ekki til mikils að kvarta, þau þurfa í gegnum allt þetta hopp likevel. Við byrjuðum þar sem frá var horfið í morgun við að læra að spila þjóðlög. Lærðum það sem ég held að sé hallander og alveg jafn hrikalega skemmtilegt og hitt (sem var kannski reilander). Svo var komið að því að læra um þjóðdansana, söguna og svoleiðis, sungum við smá meira og lærðum um söng. Eftir hádegi var meira sungið og svo fórum við á tónleika í sætu litlu húsi, sem er til minningar um Ole Bull og fleiri fiðlukalla og tónskáld.
Svo var komið að því. Um kvöldið var “alvöru” kveldsete, með ekta spelemann undirspili og við fengum heila 7 fiðlukalla og eina fiðlustelpu. Sem var svona 15 ára. Hún lækkaði meðalaldurinn allavega um 30 ár.
Dansinn gekk bara furðulega vel og fljótt fyrir sig og nú þarf ég aldrei að dansa meir. Nema bara á morgun


Berglind @ 19:27
|


DAGUR 5-Nó mor fokkings dans!


Síðasti dagurinn og fer að líða að heimferð. Eftir morgunmat eyddi ég smá tíma (og miklum peningum) í búðinni í skólanum. Keypti nokkrar bækur og geisladiska, ásamt einni seljefløyte (þið heima, ef ykkur fannst blokkflauta pirrandi, bíðið þar til þið heyrið í þessarri!). Sú flauta er reyndar bara úr plasti, en plön standa til um að smíða eina ekta úr íslensku tré, með hjálp pabba :)
Í dag fengum við í heimsókn harmonikkuleikara, sem hefur samið talsvert mikið af þjóðlagatónlist og útsett fyrir ýmis samspil og dót. Fengum að heyra eitt lag, sem hann útsetti fyrir harmonikku, hardingfiðlu, seljefløyte, söngkonu og sinfóníuhljómsveit. Það var alveg hrikalega flott og fallegt. Er alveg voðalega hrifin af sönglögum sem innhalda engan texta, bara siridiriramarei og þannig, en þetta var eitt svoleiðis.
Eftir það var bara smá samandrag og hvar við getum fundið þjóðlagatónlist og allt um hana á netinu. Svo bara dreif maður sig út og inn í lest og svo flug í kvöld, hjem til Stavanger.
Næst á dagskrá er að setjast við lestur og æfingar, fiðlan bíður heima á Íslandi (mikið sé ég núna eftir að hafa farið með hana heim síðasta sumar!) og svo vinna í lottóinu eða eitthvað, og kaupa hardingfele og læra á hana... Hardingfiðlur eru nefnilega úberkúlasta hljóðfærið bara evvör!


Berglind @ 19:23
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan