28 september 2009

Fattaði allt í einu að ég hef ekki bloggað í marga mánuði. Hef verið of upptekin á facebook eða eitthvað... Fór bloggrúnt áðan, og komst að því að fullt af fólki hefur skrifað eitt eða tvö blogg, síðan síðast er ég gáði, sem var mjög líklega í maí...

En eigum við að fara aðeins yfir hvað hefur gerst, shall we?!

2. júní lokaprófstónleikar. sem gengur bara ágætlega og í kjölfarið fékk ég 5 daga til að sýna pabba, systrunum mínum, Möggu frænku og Ólíver Dór, Stavanger og næsta nágrenni

14. júní var útskriftarathöfn í skólanum. Flestir mættu í galla- eða stuttbuxum, og við fengum afhentar möppur, með nafninu okkar á, skrifað með túss.Möppurnar voru næstum því tómar, fyrir utan einn miða sem stóð að við myndum fá pappírana senda heim með haustinu.

16. júní sumarfrí á Íslandi. Var að vinna á heilsuhælinu og hafði það gott, alein heima í Borgarhrauninu, pabbi austur í Breiðdal að veiða og Hrafnhildur í vist hjá Elísabetu. Eyddi ótrúlega miklum pening í strætókort :)

16. ágúst heim til Stavanger. byrjaði í skólanum stuttu seinna og líkar bara vel enn sem komið er. Er að læra kennslufræði og á klarinett, með es-klarinett sem aukahljóðfæri.

Síðan ég kom hefur verið ágætt veður og leiðinlegt veður, með rigningu og látum, en mest samt ágætis veður. Ég hef allavega ekki enn farið í stígvélunum í skólann, sem er merki um að það hefur ekki verið rigning þegar ég hef verið á leiðinni í skólann. Ég á það nefnilega til að klæða mig eftir veðri, þeas því veðri sem er akkúrat þá stundina sem ég er á leiðinni út úr dyrunum, án þess að hugsa um hvort það gæti rignt seinna. Því stend ég oft í dyrunum á skólanum á lopapeysunni og stari á rigninguna og óska þess að það stytti upp - sem þýðir yfirleitt að það rignir bara enn meira.

Ég hef enn ekki internet heima, ég reyndi um daginn og pantaði svona internetpung eins og það kallast á Íslandi, en auðvitað nær það drasl ekki sambandi í kjallaraíbúðinni minni. Svo núna kemst ég á internetið alls staðar í Noregi, þarsem er gsmsímasamband, nema heima hjá mér.. Mætti halda að ég byggi innst inní Guðbrandsdalnum en ekki í miðbæ Stavanger, hvað er gsm símasamband varðar.

ég hef ekki meira um það að segja. Adíós seríós


Berglind @ 20:47
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan