27 júní 2007

Skyndilega fór lúkkið að tala einhverja táknísku svo ég skipti bara...

Ég er núna orðin ein heima og það er eiginlega bara frekar einmanalegt. Er að vinna í því að plata Snata (páfagaukurinn er búinn að fá nafn) út úr búrinu sínu, en hann er eitthvað tregur til þess eftir frekar harðan árekstur við efri stofugluggann um daginn ;)

Já, hef eiginlega ekkert meira að segja svo bara...
adíós og verið dugleg að bursta tennurnar!


Berglind @ 14:39
|



20 júní 2007

Komin heim og byrjuð að vinna. Líka búin að halda upp á afmæli, tvisvar sinnum og fara á hrikalegustu 17. júní hátíðahöld ever. Ætla ekki að fara fleiri orðum um það, því ég þarf víst að búa í bænum næstu 2 mánuði en ég býst fastlega við að Lúðrasveit Verkalýðsins fái að njóta minnar liðveislu næsta sumar...

Vinnan gengur ágætlega, ég er í læknamóttökunni og já, er að gera alveg hrikalega margt þar. Skipulagning og að muna er aðalmálið, sem er bæði gott og vont, því mér finnst svakalega gaman að skipuleggja en er ekki góð í að muna ;) Það er þó að koma til, sem er eins gott því frá og með fimmtudeginum hef ég ekki Ólöfu (sem er sú sem ég er að taka við af) til að tékka á hvort ég sé að setja rétt blað í rétt box og þar fram eftir götunum...

Við Hrafnhildur erum aftur orðnar einar í koti og enn fækkar í næstu viku, þegar Hrafnhildur fer að elta sólina og ég verð ein eftir í Hrauninu ásamt nýja fiðraða vini mínum, sem hefur ekki fengið nafn ennþá en Snati, Sodapop og Pétur koma sterkt til greina :) Fyrstu tvö eru tillögur frá mér ;)


Berglind @ 01:13
|



10 júní 2007

Er ekki tími til að blogga?!
Jú, þegar sólin skín, himininn gæti ekki verið blárri og ég er búin að pakka... eða svona fyrstu tilraun lokið...
Pakkaði niður öllu sem er ekki í þvottavélinni eða þurrkaranum og vó töskuna. Hún vó 26 kíló... En ég ákvað að segja bara skítt með það, ég borga þá bara fjandans yfirvigtina ef ég næ ekki að kjafta hana frá mér, er nefnilega með miða aðra leið og get því alltaf sagst vera að flytja heim :)

En já, prófatímabilinu er lokið :) loksins :) ég skilaði inn tónlistarsöguprófinu um hálftólf, lá svo hálfmeðvitundarlaus á ströndinni það sem eftir var dags. Ég sofnaði kl 9.30 um kvöldið og svaf til 11 daginn eftir :)
Fór svo að versla í gær, það var svekkjandi. Skórnir sem ég ætlaði að kaupa og var búin að spara allan maí til að geta réttlætt kaupin (soldið dýrir sko) voru ekki til... En fékk samt geðveikt flottar joggingbuxur sem örugglega engum finnst flottar nema mér og ég ætla sko að pareida um allan bæ í þeim...hver veit nema ég setji þær ofan í sokkana, eins og er allra mest í tísku hér á Stavangers bæ :) er nefnilega alveg búin að venjast þeirri tísku það mikið að mér finnst það frekar töff og þar sem ég vill helst vera soldið öðruvísi, þá er aldrei að vita... (ef blogger væri með hljóði, þá myndiru heyra trommuslátt undir þessum síðust orðum)

Og svo spilaði ég á tónleikum í dag. Á Klepp. Sem lætur mig alltaf flissa. Dresskódið var svart og þar sem eini svarti bolurinn minn var óhreinn, þá hafði ég um að velja svarta gerviullarpeysu eða svarta ullarpeysu. Það var 27 stiga hiti í dag. Ég valdi gervipeysuna. Það var frekar heitt.
Svo var mér boðið í mat heim til Tore, sem á heima í Laland (borið fram Lalan, með svo mjúku enni að ég heyrði bara Lala og fannst það hrikalega töff hverfisnafn, þar til ég sá skiltið).

Og á morgun fer ég í ferðalag. Sem endar í Keflavík um hálftvö leytið. Ef einhvern langar að ná í mig á völlinn, þá er honum/henni/því guðvelkomið :)
En ætla núna að fara að prenta út flugmiðann, tútílú...


Berglind @ 20:59
|



07 júní 2007

Nú er árið farið að líða skuggalega hratt í aldanna skaut... þeas skólaárið

Var að kenna í síðasta skipti í dag, við fórum í "hver getur spilað hæstu nótuna"-keppni og borðuðum svo ís í tilefni sumarfrísins.

Var í hljómfræðiprófinu í gær, það gekk alls ekki vel, þrátt fyrir að ég hafi mætt klukkutíma of snemma...

Svo er tónlistarsöguprófið á morgun og ég er sko ekki tilbúin fyrir það, þvílíkt magn af upplýsingum sem við þurfum að læra, vildi helst hafa svona viku í viðbót, sen samt ekki því ég er sko alveg að klepra á þessu...hlakkar til eftir prófið ætla ég sko þokkalega að hlusta á rokk!! Held ég eigi ekki eftir að hlusta á klassísk í laaaangan tíma eftir þetta.

Svo eftir prófið er sko engin afslöppun, á föstudag og laugardag þarf ég að þrífa íbúðina og herbergið mitt, taka til í einn kassa og senda heim, helst fara í búðir og versla smá og æfa mig fyrir tónleika á sunnudaginn... Allur afgangstími verður svo notaður í strandarligg. Sunnudagurinn fer svo í niðurpökkun og útloftun, auk tónleikanna...sem fara fram á Klepp (alltaf jafnfyndið ;)

En jæja, lærasmærakæra...bleh!


Berglind @ 19:59
|



06 júní 2007

Mig hlakkadi svo til ad taka hljómfrædiprófid ad ég mætti klukkutíma of snemma ;)
og tad mest fáránlega er ad ég er ekki sú eina! ;)


Berglind @ 09:07
|



05 júní 2007

Fékk sendan auðkennislykil í póstinum um daginn, hann er frá Sparibankanum í Hedmark, norska bankanum mínum.
Ég er búin að reyna þónokkrum sinnum að nota hann en hann hefur aldrei virkað, kom alltaf ógilt öryggisnúmer...
Svo í dag prófaði ég hann í síðasta skipti, ef hann myndi ekki virka núna, þá þyrfti ég að hringja í bankann (eitthvað sem mér líkar afar illa)...
Svo ég náði í leiðbeiningarnar og lykilinn og fór alveg eftir því og í fyrra skiptið virkaði hann ekki, frekar en venjulega. Svo skoðaði ég leiðbeiningarnar aftur og sá að ég hafði horft á fjandans lykilinn á hvolfi!!
Gavöð, hvað ég er fegin að hafa ekki verið búin að hringja í bankann ;)


Berglind @ 20:39
|


Fór niðrá bókasafn í dag til að læra og ná í nokkur verk sem mig vantaði...
Kom við í apótekinu á leiðinni heim og fjárfesti í aftersun kremi. Ein afgreiðslustelpan kom að aðstoða mig og sýndi mér krem með svona smá brúnkukremsfídus og ég keypti það, er voða hrifin af brúnkukremum...
Svo kem ég heim og nánast hendi af mér fötunum til að bera aftersunnið á mig.
Ég lít enn út eins og tómatur, nema nú er eins og fjögra ára krakki með glimmerdollu hafi komist í tómataskúffuna...
Það er sko fokkings glimmer í aftersun kreminu!!!


Berglind @ 01:14
|



03 júní 2007

Jæja, fór á ströndina í dag með bækurnar (Var nb sú eina með skólabækur þar ;) og lærði hljómfræði og tónlistarsögu af elju.
Fór um tvö leytið og kom heim um sjö og viti menn, hér situr glaður lítill tómatur og skrifar :) Var nú samt ekkert að fækka fötunum neitt of mikið svo ég er bara brunnin í andlitinu og á höndunum ;) en líka svona vel...!
Held ég læri inni á morgun!


Berglind @ 22:01
|



02 júní 2007

Sjáið þetta! Bara æði :)

Sumarið er sko þokkalega komið núna, fyrsti sláttur er hafinn hjá bændunum í hverfinu mínu, búið að slá næstum öll túnin, búið að setja niður...ööö, það sem var sett niður, á akrana og kýrnar eru komnar út í veðurblíðuna...
Og allt þetta innan við 500 metra frá húsinu mínu ;)
Fór aðeins út að labba í gær. Stavanger á víst við mikið sniglavandamál að stríða og hvað haldiði að ég hafi séð! Snigil...með hús á bakinu! Hrikalega kúl :)

Ekki það að ég geti notið þess mikið, eyði stórum hluta sólarhringsins þessa dagana við skrifborð að læra fyrir prófin. Tók tónheyrnarpróf í gær, klóraði mig einhvern veginn í gegnum það og er meirasegja nokkurn veginn viss um að ég hafi ekki fallið...
Það er nú alltaf gaman :)
Nú er bara hljómfræði á miðvikudag, tónlistarsaga á föstudag (og ströndin eftir það), klára að versla þær nausðynjar sem þarf til að lifa af 2 mánuði á Skeri á laugardag, útitónleikar á Klepp (sem er bara venjulegur bær hér í nágrenninu, ekkert geðveikrahæli þar ;) á sunnudag og svo heim á mánudag ... Jei :)


Berglind @ 17:28
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan