30 desember 2006

Jólafrí, jólafrí, frábæra jólafrí!

Ég er búin að afreka alveg fáránlega lítið í þessu jólafríi... Hef eytt miklum tíma með börnum á aldrinum 1-11 ára, kemur hálfpartinn á óvart að ég muni hvernig maður talar fullorðins... ;)
Fór þó út á meðal fullorðins fólks í dag, spilaði með Verkalýðnum í einhverri veislu niðrí bæ. Það var svakalega gaman, uppgötvaði hvað ég sakna þess svakalega mikið að spila í lúðrasveit... fæ nú samt smá skammt þegar ég fer til Washington með Lýðnum um páskana :)
Ég hef líka afrekað það að fá kvef a la Berglind, kvef í augunum, kvef í nefinu, kvef í hálsinum, kvef í ennisholunum og fylgir að sjálfsögðu dúndrandi hausverkur, bara til að gera þetta svona atvinnumanna...
Svo afrekaði ég að rífa gat á hornhimnuna þegar ég ætlaði að taka linsuna úr auganu í dag (að ég held, eftir rannsókn á efninu í umræðunni á barnalandi), núna er mér geðveikt illt í auganu... gamanaðessu :)

Svo er það bara 2007 á hinn! Veit ekki hvort það sé bara ég, en mér finnst einhvern veginn árin líða mun hraðar núna en í gamla daga...


Berglind @ 00:03
|



24 desember 2006

Hamingjan gefi þér gleðileg jól,
gleðji og vermi þig miðvetrarsól,
brosi þér himinn heiður og blár,
og hlýlegt þér verði hið komandi ár.


Berglind @ 16:16
|



23 desember 2006

Skyndilega fékk ég alveg gífurlega löngun í macintosh...

ætli það séu að koma jól?!


Berglind @ 22:46
|



21 desember 2006

Komið að ferðasögunni?! Bíða ekki allir spenntir?! Helduru að ég hafi komist frá stað A til B til C án vandræða? ...Kannski það gerist í draumaheimi...veit ekki..

Ég vaknaði alveg geðveikt snemma og fór í langa góða sturtu, hefði alveg getað borðað morgunmat, ef ég hefði ekki verið svona dugleg að klára allan mat sem ég átti (fannst ekki alveg við hæfi að borða spagettí í morgunmat, þó það sé gott!)
Svo var ég komin út í strætóskýli um 6 mín áður en strætó átti að koma, eins gott kannski, því ég gleymdi símanum mínum heima ;) hljóp heim og náði í hann og svo aftur út í skýli, þar stóð ég svo næstu 20 mínúturnar, strætó nr 1 kom ekki, strætó nr 2 kom ekki og strætó nr 3 var of seinn, svo að þrátt fyrir að ég hafi skipulagt strætóferðina að taka rúman hálftíma (tekur 11 mín á blaði) náði ég ekki flugrútunni.
Fékk á endanum einn úr skólanum (sem ég ætlaði að hitta á flugvellinum, hann ætlaði að skila mér minidisk spilaranum mínum, sem hann var með í láni) til að koma og ná í mig niðrí bæ og skutla mér á flugvöllinn...
Rétt náði fyrir lokun á inntékkinu...
Fluginu var svo seinkað um hálftíma... Þegar ég kom að hliðinu, voru þónokkrir komnir... Það virtist vera "travel alone with all of your kids" dagur hjá Norwegian, því af þeirri hálfu vél sem var að fara til Osló, voru 4 mömmur með 3 krakka og allavega þjár með einn og tvo krakka... Svo kom eldri kona og settist beint á móti mér. Hún var í Burberry buxum, með burberry trefil, burberry tösku og burberry derhúfu, ég gat ekki annað en brosað í hvert skipti sem mér varð það á að líta á konuna...beið alltaf eftir vasaútgáfu af hundi í burberry peysu gægjast upp úr burberry töskunni ;)
Þegar við lentum í Osló, var ég næstum búin að gleyma að ná í töskuna mína...fattaði það við tollhliðið ;)
Þurfti aðeins að bíða eftir að inntékkið til Íslands opnaði, fékk bordíngpass númer 001 :) Security tékkið var svakalegt, fyrst var ég spurð hvort ég væri með einhverja vökva, svo skannaði einhver gaur botninn á strigaskónum mínum. Svo þurfti ég að setja allt dótið mitt í gegnum maskínuna og labba í gegnum hliðið, sem bíbti ekki en samt þurfti ég að láta einhverja konu þukla á mér. Svo þegar ég var búin að setja allt ofan í töskuna mína, þurfti ég að taka allt uppúr og sýna einverjum kalli hvað var í veskinu mínu og minidiskspilarann minn og eitthvað fleira athyglisvert... Fór svo inn og keypti tyggjó og eitthvað gotterí í fríhöfninni og var á leiðinni að fá mér skrítnapizzu á Pizza Hut...og þá byrjaði vesenið!
Leit á skjáinn til að athuga hvort hliðið væri komið. Það var ekkert hlið, en orðið Cancelled blasti við mér á skjánum við hliðina á fluginu til Reykjavik! Ég stóð þarna í smátíma og horfði bara á skjáinn...hvað í fjandanum átti ég að gera?! Fór að SAS skrifborðinu, þær sendu mig niður í Arrival partinn af stöðinni, þar sem Iceland Air skrifborðið er. Þau sendu mig aftur fram í inntékk og þar var ég send í einhverja röð. Stóð það í um kortér, þá kom einhver kall og spurði hvert ég væri að fara, ég sagðist vera að fara til Íslands, en fluginu hefði verið aflýst og hann spurði af hverju ég væri þá í röðinni! Mér fannst það nú liggja soldið í augum uppi, en sagði honum að ég vildi vita hvernig ég ætti að komast til Íslands, fyrst fluginu hefði verið aflýst... Hann hálfrak mig í burtu og sagði að ég ætti að taka flugið til Stokkhólms og ég fékk ekkert færi á að vita neitt meir... Svo að ég fór í gegnum skemmtilega securitytékkið aftur og inn í fríhöfn aftur, án þess að vita eiginlega neitt meira, bara að ég ætti að taka flug til Stokkhólms... Svo ég reyndi að finna eitthvað flug til Stokkhólms, þar var ekkert fyrr en um fjögur leytið, svo ég bölvaði pínulítið og ætlaði að fara á Pizza Hut. Í röðinni þar sá ég svo alltíeinu flugvél frá Icelandair, fór og tékkaði á því hvaða vél þetta var og komst að því að þetta var líklegast vélin sem ég átti að fara með, allavega var hún á leiðinni til Stokkhólms :)
Við fengum að fara um borð í vélina, þar var eitthvað fólk fyrir, frekar skrítið. Komst svo að því að vélin sem átti að fara frá Boston nóttina áður (sú vél fer svo áfram til Osló), hafði bilað og því farþegum til Osló og Stokkhólms safnað í eina vél. Ekkert mál, seinkunin átti að vera kannski 1 til 1 og hálfur tími...
Við sátum í vélinni í rúma tvo tíma, því einhverjir hálfvitar sem voru á leiðinni til Stokkhólms, fóru út úr vélinni í Osló! Ekki veit ég hvað þeir voru að pæla, en þar sem að farangurinn þeirra var í vélinni og það eru ófrávíkjanlegar reglur að farangur megi ekki fara frá flugstöð án þess að eigandinn sé með, þá gátum við ekki farið fyrr en annaðhvort hálfvitarnir væru komnir til baka, eða farangurinn þeirra fundinn og tekinn úr vélinni...
Eftir þessa tvo skemmtilegu klukkutíma fórum við svo loksins af stað til Stokkhólms, þar sem við þurftum að fara frá borði svo hægt væri að þrífa vélina.
Svo fengum við að fara aftur um borð...
Flugstjórinn tilkynnti að við myndum fara af stað um leið og vélin yrði laus frá landganginum....
Eftir um það bil kortér tilkynnti flugstjórinn að landgangurinn væri fastur við vélina og að flugvallarstarfsmenn væru að bisa við að losa hann frá...
Svo um 10 mín seinna losnaði landgangurinn og við fórum í loftið...
Flugstjórinn tilkynnti að flugtíminn væri óvenjulega langur vegna veðurs í dag og vorum við rúman þrjá og hálfan tíma á leiðinni heim...
Þegar ég var svo nokkur skref frá því að hitta fjölskylduna, sem beið fyrir utan hliðið, lenti ég í fokkings tollinum! ég var með dvd skrifarann minn, heeeelling af pirat myndum og þáttum, föt og fleira sem ég var í rauninni að smygla inn í landið... En ég var svo heiðarleg að þegar hún spurði hvort ég væri með einhver tæki í töskunni, svaraði ég að ég væri með dvd skrifarann minn og stelpan hleypti mér í gegn... hún þakkaði mér fyrir um leið og ég tók töskuna mína af bandinu og þakkaði mér fyrir og ég (orðin nokkuð pirruð eftir rúmlega 13 klukkutíma ferðalag og síðustu þrjá og hálfa tímann fékk ég að sitja beint fyrir aftan grenjandi krakka) gleymdi aðeins kurteisinni og sagði bara "já, verði þér að góðu!"

Það er ekki alltaf auðvelt að komast heim þegar maður heitir Berglind!


Berglind @ 00:30
|



17 desember 2006

Ég er búin að vera svo dugleg í dag...ómægod, bara!
Ég fór að versla nokkrar jólagjafir, endaði með aðeins of margar handa sjálfri mér...mér finnst það algerlega mjög illa gert af verslunarfólki að hafa súpertilboð á dóti sem mér langar í, þegar ég er ekki að versla handa mér...
En ég náði næstum því að klára, á eina eftir, sem verður versluð sem fyrst...
En dagurinn í dag var afar stór upplifun fyrir mig, ég fór nefnilega í Kvadrat, sem er stærsta verslunarmiðstöð í Noregi... og þarna er hægt að finna allt, eignaðist maaaargar uppáhaldsbúðir!

Neyðarlegt augnablik dagsins var í boði Björn Borg, þegar axlarbandið á töskunni minni, sem hefur gegnt hlutverki sínu mjög vel í þónokkur ár, rifnaði af og taskan hrundi í gólfið og ég með fullar hendur af pokum... Þetta átti sér að sjálfsögðu stað frammi á gangi, svo að sem flestir gætu fylgst með mér nær hrynja í gólfið þegar taskan rifnaði og svo bisa við að ná töskunni og setja hana ofan í poka...Svo lá leiðin beint inn í næstu töskubúð og fjárfest í nýrri Björn Borg tösku... Alltaf gaman að svona löguðu, hah?!
Skemmtilegt augnablik dagsins var í boði Session, sem er norskt skeitmerki, þegar einhver gaur gaf mér kúl límmiða sem prýðir nú tölvuna mína ;) Session girls búðin er ein af nýju uppáhaldsbúðunum mínum...
Þreytt augnablik dagsins var í boði Kolumbus, það var afar langt augnablik, varði í rúman hálftíma, frá því ég kom inní strætó og sá að hvert einasta sæti var upptekið og þar til ég tók næsta strætó og gat sest niður...

Svo er það bara heim í fyrramálið!


Berglind @ 22:28
|



16 desember 2006

Óska eftir klarinetti!

Mitt fór nefnilega til Osló í viðgerð á þriðjudaginn og það nær ekki heim áður en ég fer til Íslands...
Þannig að ef einhver á sæmilegt klarinett, sem hann/hún er til í að lána mér um jólin, yrði það súperfrábært :)


Berglind @ 20:30
|


Búin í prófum :)
Tónlistarsaga í morgun, gekk ekki nógu vel í hlustunardæmum, en vona að ritgerðin, sem ég held að hafi verið nokkuð góð og stuttu svörin (sem ég hafði öll rétt!) vegi upp á móti...

Það var hálfskrítið að koma heim eftir prófið í dag... Ég var svo eirðarlaus, vissi eiginlega ekki hvað ég átti af mér að gera ;) endaði með að horfa á sjónvarpið :) dæmalaust skemmtilegt dagsjónvarp hér í Norge...!

Svo eru tónleikar klarinettukórsins á morgun, kl 6 í Sandnes Kirke, ef einhver er í nágrenninu. Margt skemmtilegt á dagskránni, Cyrille Mercadier spilar með kórnum á klarinett og okkarínu... athyglisvert og furðuhávært hljóðfæri (á stærð við munnhörpu) ég verð að eignast svona, þá fyrst get ég byrjað að gera fjölskyldu mína brjálaða :) en svona alvöru talað, þá spilar hann eitt klezmer lag og ómægod hvað hann er góður... Seríösslí, ef þú ert í nágrenninu, þá er um að gera að mæta!
og svona bæ ðe vei, þá er Cyrille maðurinn sem seldi mér klarinett í fyrra á ótrúlega lítinn pening... Sem er kannski skiljanlegt, því það klarinett er núna í Osló í viðgerð. Håkon, kennarinn minn, tók það með sér og kom því til norsku útgáfunnar af Sverri í Tríólu. Fæ það líklegast ekki tilbaka fyrir jól og þarf því að redda mér öðru hljóðfæri til að æfa mig á í jólafríinu...ef þú átt klarinett og vilt lána mér það, þá yrði það afar vel þegið!


Berglind @ 00:14
|



12 desember 2006

Fékk tímabundið reddingarstrætókort í dag...
Kallinn á skrifstofunni ætlaði nú fyrst að reyna að halda því fram að það væri ekkert skráð á kortið en ég hélt það nú, var búin að undirbúa mig dálítið og seivað inn mynd af netinu, þar sem það er skráð að ég eigi gildan mánaðarpassa í strætó, þannig að þegar hann reyndi að snuða mig, sagði ég bara "ójú víst!" og náði í tölvuna í bakpokann ;)

Svo fór ég í klarinettpróf í dag, það gekk svona upp og ofan...aðallega ofan... Margt sem mátti fara betur, en líka alveg nokkrir hlutir sem tókust bara furðuvel...

svo var það bara heim að læra hljómfræði...fjögraoghálfstíma próf á morgun...gangi mér vel...! Er búin að eyða deginum í að skrifa niður reglur um það sem ég má ekki gera... Við Svein (hljómfræðikennari) erum nefnilega ekkert svakalega sammála um hvað megi gera og hvað megi ekki gera... En ég ætla bara að vera voðalega dugleg að gera bara það sem ég er viss um að ég megi gera og þá sleppur þetta vonandi ;)

Svo fengum við einhvern kall í heimsókn í kvöld, hann vildi meina að við ættum að borga fyrir NRK, sem er nú líklegast rétt, er samt ekki alveg viss um hvort að við eigum að gera það, eða sá sem leigir okkur... vonandi sá sem leigir okkur íbúðina samt ;)

En farin að sofa...
Óver end át!


Berglind @ 23:41
|



11 desember 2006

Nei, nú er ég sko pirruð!

Keypti fyrir 18 dögum síðan 30 daga strætókort og alltílæ með það, þar til í dag, þá bara skyndilega hættir kortið að virka (það eru notuð svona tölvukort hér) og þar sem að ég pantaði mánaðarkortið á netinu, hafði ég enga kvittun fyrir því að ég hefði keypt það og tveir ömurlegir útlendingafíflsbílstjórar, varla mælandi á norsku, neituðu mér að fara með strætó nema að borga fullt gjald 22 krónur! Annað skiptið var ég að fara til Bjergsted og ég sneri sko bara við og fór út og labbaði frekar en að borga þennan pening, en í hitt skiptið var ég á leiðinni heim og neyddist til að borga, sagði honum að fara í rassgat um leið og ég borgaði...
Ætla að hringja á morgun í strætófélagið og segja mína meiningu á strætókerfinu hér í bæ...


Berglind @ 21:10
|



06 desember 2006

Úff, dagurinn ekki nema hálfnaður og mér langar mest til að skríða upp í rúm og sofa til 18. des...

Ég vissi í morgun að þessi dagur gæti ekki orðið góður, þegar ég labbaði út í strætóskýli og beint upp í strætó. Dagur sem byrjar svo vel, er of góður til að vera sannur...
Ég hafði rétt fyrir mér, því ég fékk falleinkunn fyrir hljómfræðiverkefnið (sem ég gerði á mettíma, og gerði allskonar dót, sem kennarinn er ekki sammála mér um að megi), ég vissi alveg af því...
Svo í hljómsveitarstjórnun fengum við fáránlegt verkefni og ég fékk að sjálfsögðu það langerfiðasta og ómögulegasta...
Fór að æfa mig og þá kom hápunkturinn... Það er fokkings sprunga í klarinettinu mínu!! Hún er að vísu ekki stór, eða bráðhættuleg svo ég get alveg æft mig og tekið próf eftir helgi, en ég þarf samt að láta gera við hana... Sem bæði kostar tíma og pening og það hef ég nú ekkert gasalega mikið af... Og auðvitað gerist þetta á besta tíma, klarinettukórinn að æfa á föstudag og laugardag og svo jólapróf á þriðjudag og tónleikar helgina eftir...!
Já og svo ætlaði ég að ná mér í nýjasta Veronicu Mars þáttinn, nei þá er bara komið jólafrí og næsti þáttur kemur ekki fyrr en 23 janúar! Greinilega illa innrætt fólkið sem framleiðir þættina...

Pirr pirr pirr pirr pirr pirr pirr!


Berglind @ 15:22
|



04 desember 2006

Búið að vera asnalegur dagur í dag... Byrjaði daginn eiginlega ekki heldur var hann beint framhald af sunnudeginum, því ég sofnaði aldrei í nótt! Lá bara í rúminu í 5 klukkutíma og starði út í loftið... Fór svo á fætur um hálfsjö og fór í sturtu og hitaði mér morgunbrauð í ofninum og tók því aðeins of rólega, því ég horfði á eftir strætónum...asnalegt að vera komin á fætur alveg tveimur klukkutímum áður en ég þarf að fara af stað og missa samt af strætónum...
En það er nú fátt notalegra á mánudagsmorgni en að bíða í tæpan hálftíma eftir strætó, úti í rokinu og rigningunni... En ég fékk að fylgjast með öllum fuglum í Stavanger fljúga út úr bænum...Veit ekkert hvert þeir voru að fara, en í tæpar tíu mínútur var himinninn þakinn fuglum sem flugu eins og drykkjusjúklingar, í allar aðrar áttir en beint áfram...þeir hafa eflaust verið að gera eitthvað annað þegar V-flugið var kennt í fuglaskólanum... Ég held í alvöru að þetta hafi verið allir fuglar í Stavanger, því það var ekki einn einasti á tjörninni þegar ég kom niðrí bæ, venjulega er hún full af fuglum...
Svo var áttan of sein, þannig að ég náði að hoppa upp í, þegar bílstjórinn var að leggja af stað og kom því ekki of seint í skólann, eftir allt :)

Svo þegar ég kom heim, leit íbúðin eins og að jólasveinninn hafi fengið gubbupest, litlir krípí tröllakallar hangandi og sitjandi út um alla íbúð, meirasegja á klósettinu! Tvö aðventuljós í stofuglugganum, sem slá út rafmagninu þegar það er kveikt á þeim og jólanammi og smákökur á diskum útum allt og gasalega fínir jóladúkar á öllum borðum... Og já, að sjálfsögðu er nammibindindið mitt farið fyrir lítið ;)

Skrítinn dagur...


Berglind @ 23:10
|



01 desember 2006

Ég er gasalega léleg í að muna nöfn...
Þess vegna fannst mér það afar kaldhæðnislegt, þegar ég fékk listann yfir nemendurna mína hjá Madlamark Skolekorps, að báðar stelpurnar í báðum litlu grúppunum mínum heita mjög líkum nöfnum. Yngri stelpurnar heita Anne og Sanne. Þeim rugla ég saman alveg hægri vinstri. Anne benti mér á, eftir tímann í gær, að ég hefði aldrei ruglast á þeim í tímanum í gær. Það fannst henni mjög merkilegt (verð að viðurkenna, að mér fannst það líka) ekki búin að kenna þeim nema í 3 mánuði ;)
Eldri stelpurnar heita Siri og Silje. Ég kalla þær báðar iðulega Siri. Siri finnst það bara fyndið, en Silje er held ég orðin frekar pirruð ;) Eftir að ég var búin að kalla hana Siri aðeins of oft um daginn, þá datt mér í hug að kannski ætti ég bara alltaf að segja öll nöfnin þeirra, svona eins og GísliEiríkurHelgi. Svo sagði ég þeim söguna af þeim, söguna með gluggalausa húsið og svo með fæturna í lauginni því þau könnuðust að sjálfsögðu ekki við þá bræður, enda norskir krakkar... En sagan sló líka svona ógurlega í gegn, því lúðrasveitarstjóran sagði mér í gær að þau hefðu kallað hvert annað SiriSiljeMagnus alla lúðrasveitaræfinguna á mánudaginn síðasta ;)

Og hey, gleðilegan desember :)


Berglind @ 17:16
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan