29 apríl 2008

Þar kom að því!

Vesen númer eitt.
búin að vera svo lítið óheppin undanfarið að það varð bara að koma eitthvað stórt... Hjólaði í skólann í gær og var á hausnum nær alla leiðina, því keðjan er alveg komin í klessu, flæktist einhvern veginn um sjálfa sig eða eitthvað annað. Svo að ég fór með hjólið inn á verkstæði og fékk að vita í dag að það þarf að skipta um allt heila draslið, keðjuna og kringum það, bremsurnar og eitthvað sem ég man ekki eftir nánast allt sem getur ryðgað er ryðgað í drasl. Að skipta um draslið kostar minnst 1500 kall (norskar).
Svo nú er spurningin, á ég að kaupa mér nýtt hjól eða láta gera við?! Bæði er jafn ömurlegur kostur, ef ég læt gera við, verður þetta kannski orðið svona aftur eftir ár... Svo ef ég kaupi nýtt, erum við að tala um ca 3000 kr, fyrir ágætt hjól og hver veit hvort það fari eitthvað betur...

Vesen númer tvö.
Sá sem ég leigi af herbergið, er líklegast að henda okkur út. Allavega Mette. Hún ætlaði að láta hann vita að hún vildi vera áfram eftir að samningurinn hennar rynni út í júní og þá svaraði gaurinn að hún gæti fengið að vera áfram EF hún fyndi einhvern annan til að búa hér! Enn hefur hann ekkert sagt við mig (var enginn heima áðan) þannig að ég veit eiginlega ekki hvort ég hafi einhvern stað til að búa á í haust eða ekki :S

Svo gaman að vera ég...


Berglind @ 21:42
|



24 apríl 2008

Þá er ég komin heim aftur... Ætla ekki einu sinni að segja frá því hvernig tókst að komast hingað, það gekk svo vel að ég efast um að nokkur muni trúa mér!

Gerði fullt heima, fór á árshátíð hjá LV, sá litlu sys keppa á sundmóti, passaði Laugateigsbörnin nokkrum sinnum og fór á foreldrafund hjá skátunum. Ætlaði að gera fullt fleira, en alltof stuttur tími, eins og venjulega ;)

Nú tekur við hálfbrjálað tímabil fram til 12. júní, ritgerðir og próf. Planið er að vera búin að öllu 20. maí, til að geta eytt sem mestum tíma á ströndinni ;) Sjáum til hvernig þetta gengur...

Annars gekk ég inn í sumarið þegar ég kom útum dyrnar á Sola flugvelli. Hér er um 15 gráður á daginn, sól og veðurdagsins blíða. Dýrindis veður alveg hreint og fátt yndislegra en að koma út í hlýja goluna. Eina sem skemmir fyrir mér, eru bændurnir hérna hinumegin við götuna (þeir sem ekki vita, þá eru bóndabæir í hrönnum hér nokkra metra í burtu), eru í óða önn að dreifa skít á túnin, með tilheyrandi lykt! Á meðan er varla líft utan dyra í nágrenninu og maður vogar sér ekki að opna glugga...

En ég hef svosem lítið að segja bara, en þú?!


Berglind @ 23:28
|



11 apríl 2008

Svona til að öppdeita þá sem ekki vita, þá skrapp ég í fluvvél um síðustu helgi og flaug heim á Frón :) Var nú búin að plana það alveg síðan í janúar (þetta er páskafrí), en það átti að koma Elísabetu á óvart (það tókst!) og mátti enginn vita neitt ;)
Þar sem enginn vissi að ég yrði á ferðinni, þá var ekki búið að láta örlagaguðina vita og gengu flugferðirnar tvær bara svona ljómandi vel, engin seinkun, báðar vélarnar meirasegja of fljótar!

Síðan ég kom heim, er ég búin að gera alveg helling, afmæli og snatterí. Reddaði pabba stöð 2 í gegnum skjáinn og búin að hengja upp auglýsingar um klarinett til sölu alveg útum allt land (eða frá Selfossi suður í Kópavog). Best að segja það líka hér, ef einhvern langar í. Ég ætla að selja gamla klarinettið mitt, áhugasamir hafi samband við mig.

Ég á líka eftir að gera helling, fara í klippingu og svo er búið að troða mér inn á árshátíð hjá Verkalýðnum, sem er á laugardaginn... Um helgina ætlar Elísabet að vera með Sólargeislann, Engilinn og prinsessuna í heimsókn hér fyrir austan, verður fjör þá :)

En þið skuluð ekki búast við miklu bloggi næstu vikuna, netþörfin mín dettur alveg niður í ekki neitt, þegar ég er hér heima hjá pabba mínum ;)


Berglind @ 00:25
|



03 apríl 2008

Vikan rétt að byrja og það er að koma helgi! Hvað er í gangi eiginlega, af hverju líður tíminn svona hratt?!
Ég er orðin svo dugleg í að skila, (öllu nema hljómfræðiverkefnum) í dag skilaði ég inn lista yfir það sem ég hef spilað í vetur, í samspili og á píanó. Á morgun ætla ég að senda af stað í skil pappíra um að ég sé í skóla í Noregi og að ég hafi engar tekjur og svo er planið að vera dugleg í hljómfræði um helgina og skila einhverjum varíasjónum vonandi fullgerðum á mánudaginn. Ekki að ég muni ekki fá það í hausinn, með "allt vitlaust", við Svein hljómfræðikennari erum nefnilega soldið ósammála um hvað er flott og hvað ekki ;) meina, þegar hann segir, nú megið þið gera eins og ykkur langar, og svo gerir maður það og samt getur maður fengið villur... Fussum svei, segi ég nú bara!

Annars er nú lítið að frétta, vorið svona kemur og fer. Það var td rosalega flott vor á mánudaginn, en á þriðjudaginn var hörkuvetur, með roki og rigningu. Það eina sem hélt manni frá því að hoppa bara í sjóinn, var hversu gaman það var að fylgjast með öllu vitlausa fólkinu berjast við regnhlífina sína í rokinu :) Skil aldrei hvernig fólki dettur í hug að taka með sér regnhlíf þegar regnið kemur á hlið... Heimsku útlendingar!

ef einhvern langar að skrifa ritgerð fyrir mig, um notkun klassískra og rómantískra mótíva í klarinettsónötum Brahms, má hinn sami hafa samband við mig sem fyrst!


Berglind @ 22:43
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan