13 maí 2009

Ohh, stundum væri ég alveg til í að spila á hljóðfæri sem er ekki gert úr tré...

Eftir ferðina til Kristiansand, tók ég eftir því að sprungan á klarinettinu mínu (sem var límd saman fyrir 3 árum og var ekki sjáanleg eftir það) var farin að sjást. Síðan þá hefur hún bara opnast meir og meir, svo ég þarf að láta laga hana.

Það er á svona stundum sem ég vil leggst á hnén, horfi til himins og segi: "are you fokkings kidding me??!"


Berglind @ 10:55
|



12 maí 2009

Ég er búin í skólanum!!
Eða þeas með allt svona skólaskóla, skilaði ritgerð í eina bóklega faginu sem ég var í í vetur í gær. Er eiginlega illt í puttunum eftir allt pikkið.

Næstu 3 vikur munu svo einkennast af spileríi, kammertónlistarprófið mitt 20. maí, spila á prófinu hjá Ragne Marthe 28. maí og svo eru litlir tónleikar 2. júní, sem munu marka stór skil í mínu lífi (ef ég næ, þeas), þá hef ég lokið háskólaprófi, eitthvað sem mér finnst vera allt of fullorðið fyrir mig :)
Get eiginlega ekki annað sagt en að mig hlakki gífurlega til næstu vikna, bara að spila og spila og spila og spila og vonandi fer hitastigið að hækka, þannig að það sé aksjúelt að fara á ströndina.

Er að fara að kenna á morgun í Egersund, sem er ca klukkutíma í burtu frá Stavanger með lest. Er að kenna fyrir eina úr lúðrasveitinni, hún er að fara til Ameríku á morgun. Sagði já áður en ég vissi að þetta væri í Egersund og fékk vægt sjokk þegar hún sagði að þetta væru 15 nemendur, stórir og litlir...

Svo er lúðrasveitaræfing á fimmtudaginn hjá Konsenkorpset, lúðrasveit skólans míns. Við komum saman einu sinni á ári og spilum yfir nokkra marsa og marserum svo í Folketoget á 17. maí. Ég fæ líklegast að vera sólóklarinett þetta árið, allir hinir eru annaðhvort í Ameríku eða of feitir til að marsera.

annars já, er lítið að frétta, bara sól og sumar og regnbogar og einhyrningar...svona eins og venjulega


Berglind @ 13:01
|



04 maí 2009

jæja, ætli það sé ekki kominn tími á að skrifa eitthvað...
Vorið er að breytast í sumar, allt orðið þvílíkt grænt og blómstrandi, flest tré hér í útlandinu blómstra á vorin með hvítum, bleikum og gulum blómum :)

ég er tæknilega séð í prófi akkúrat núna, heimapróf í musikkestetikk (sem ég er búin að komast að heitir tónlistarfagurfræði á íslensku!!), þarf að skrifa verkefni um autonomiestetikk, eða valdi það, virtist vera auðveldasta verkefnið.

annars er brjálað að gera hjá mér ca næstu 2 vikurnar. Einn óbóleikari hér í skólanum ákvað að nenna ekki að bíða í nokkra daga eftir prófið sitt til að spila með öðrum á kammertónlistarprófi og fara heim áður en kt.prófin er. Þarmeð setti hún 4 aðra á hausinn með prógram, svo að nú þarf ég (í staðinn fyrir að þurfa að æfa 1 tríó (sem er nánast klárt) og 2 konserta) að æfa upp 2 tríó, 2 konserta og 1 kvartett á 2 vikum...plús að æfa prófverkin mín, gera estetikkverkefnið og æfa mig fyrir klarinett tónleika 11. maí...pjúff!

Núna um síðustu helgi var æfingahelgi og konsert með Rogalands Blåsensemble, sem er ný lúðrasveit (svipuð uppsett og Blásarasveit Reykjavíkur). Vorum á 6 klukkutíma æfingum föstudag og laugardag, 2 tímar á sunnudag og svo tónleikar. Var svo búin bæði fös og lau, en einhvern veginn tókst þetta allt saman og tónleikarnir voru bara mjög góðir, alltaf sorglegt samt þegar eru fleiri hljóðfæraleikarar að spila, en fólk að hlusta ;) Við vorum með þvílíkt góðan stjórnanda, Rune eitthvað, sem var líka svo skemmtilegur og fyndinn :)
Svo kom alveg klassískt klarinettmóment á sunnudagsæfingunni, þegar stelpan við hliðina á mér gat allt í einu ekki spilað nema 5 efstu nóturnar. Skoðaði hljóðfærið hennar og ein fjöðrin var brotin, svo að einn takkinn var bara opinn og auðvitað er þetta mikilvægur og mikið notaður takki, svo það var ekki möguleiki á að líma hann niður. Svo það endaði með að Tone keyrði heim og náði í sitt klarinett til að lána henni :)

En jæja, ætli ég fari ekki að koma mér heim að vinna eitthvað í þessu verkefni...


Berglind @ 17:03
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan