26 júlí 2006

Búin að fá íbúð í Stavanger. Hann Per er með þrjár íbúðir sem eru að losna og ætlar bara að halda einni eftir fyrir mig og ég get bara komið og kíkt á hana þegar ég kem :) Yndislegi Per :) Mér líkar sko vel við Per :)


Berglind @ 19:28
|



25 júlí 2006

Er að EIPA!!!! Mig grunar að velflestum Norðmönnum hafi dottið til hugar að flytja til Stavanger í haust!

Langar einhvern að gefa mér hús í Stavanger?! Það þarf ekki að vera stórt...
Er td. mjög ástfangin af þessari íbúð


Berglind @ 18:54
|



22 júlí 2006

Ástarreiknivélin

Klikkaðu á linkinn, settu nafnið þitt og þeirra þriggja sem þú ert mest skotin í og reiknivélin reiknar út, mjög vísindalega, hversu vel þið eigið saman...


Berglind @ 19:26
|



21 júlí 2006

Jei, hvað það er gott veður :)

Er að hugsa um að flýja að heiman... það sitja um það bil milljón og ein kónguló hér og þar á húsinu, flestar búnar að spinna svakalega vefi, margar beint í gangveginn og sumar eru með flugur hangandi í púpum niðrúr... Yfirbjóður bara!

En engir geitungar :)


Berglind @ 18:17
|



18 júlí 2006

Hver man ekki eftir Beverly Hills 90210?! Krakkarnir í West Beverly High sem voru það flottast af því flottasta? Eftir að ég sá Love Monkey um daginn, datt mér í hug að finna nýjar myndir af krökkunum, hvernig ætli þau líti út í dag...?

...og taddaaaaa:
Vara viðkvæmar sálir við sumar af myndunum, sumir hafa ekki alveg verið nógu duglegir við kollagen, bótox og nefaðgerðir (til dæmis Dylan og Brandon!!!!)

Brandon:


Brenda:


Kelly:


Donna:


Dylan:


Steve:


David:


Andrea:


Berglind @ 03:00
|



12 júlí 2006

Áður líkaði mér illa við Rockstar. Nú þoli ég ekki þáttinn!

Af því að hann er sýndur kl eitt í nótt, verður Beverly Hills nænótúvonó fært til fokkings tvö!

Fúlt...


Berglind @ 02:03
|



09 júlí 2006

Mér finnast auglýsingar ansi leiðinlegar. Ég held að það sé þess vegna sem mér finnst allt sem verður vinsælt vegna auglýsinga, leiðinlegt.
Ég var búin að fá ógeð af Rockstar áður en það byrjaði, ég nennti ekkert að fylgjast með Idol, hvorki hér né í Noregi og ég hef ekki þolað Nylon fyrr en núna (ég eeeelska nýja lagið þeirra!) þegar þær hafa sannað sig.

Ég horfði á mynd um daginn sem mér fannst ferlega skemmtileg. Hún heitir Dogtown and Z-boys og fjallar eiginlega um það hvernig hjólabrettaíþróttin varð eins og hún er í dag. Allt er það nokkrum krökkum úr fátækrahverfinu Dogtown í California að þakka. Þau byrjuðu að skeita í tómum sundlaugum ríka fólksins (án leyfis auðvitað) eitt sumarið og notuðu brimbrettatækni til þess.

Eftir að ég horfði á þessa mynd, áttaði ég mig á því að einu sinni, í gamla daga, þá urðu nýjir hlutir og tíska virkilega til án þess að nokkurra auglýsinga þurfti við... Fólk var ekki matað heldur ákvað það sjálft hvað væri kúl og gaman... Mæli með myndinni og líka Lords of Dogtown, sem er leikna (soldið Hollywood-dramatíseraða) útgáfan af sögunni...

Hugsið ykkur svo að búa í heimi þar sem fólk er ekki matað á því hvað er "hot" heldur finnur upp á því sjálft?! Það væri örugglega áhugaverður heimur...


Berglind @ 16:37
|



04 júlí 2006

Mikið finnst mér gaman þegar fólk kallar mig heillin, vinan eða gæskan...

Mér finnst líka ofsalega gaman að afgreiða Breta, þússst þá sem eru ofurkurteisir og tala svo skemmtilega ensku...

Jafnmikið og mér finnst leiðinlegt að afgreiða Reykvíkinga (og þá er ég að stereótýpera það fólk sem er ókurteist, óþolinmótt og finnst allt svo ógurlega dýrt úti á landi!)


Berglind @ 22:36
|



03 júlí 2006

Ég er með fjóra norðmenn í heimsókn, tvær konur og tvo kalla.

Önnur konan heitir Hildegunn og hin heitir Gunnhild.
Það finnst mér fyndið :)


Berglind @ 01:05
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan