24 desember 2008

Búin að gera margt síðan síðast.
Búin að sjá Twilight. Elskana.
Búin að sjá Four Christmases líka. Elska hana ekki eins mikið.
Búin að versla allar jólagjafir. Sem betur fer, því jólin eru jú á morgun.
Búin að fá hrikalega gubbupest. Rifjaði upp fyrir mér hversu mikið ég HATA að fá gubbupest.
Bún að fá kvef og flensu. Alveg svo hressilega að ég fann vart lyktina af skötunni.
Búin að gera pabba minn hálfbrjálaðan á liggísófahálfmeðvitundarlaus-aumingjaskap.
Búin að borða 5 stk ristað brauð, 1/2 skál af kókópöffs og 3 pizzusneiðar síðan á laugardag. Hef smá áhyggjur að koma ekki miklu niður af jólamatnum.

Og hvað er svo framundan?
Nú, jólin.


Berglind @ 01:11
|



20 desember 2008



Indælt :)


Berglind @ 23:08
|



18 desember 2008

Æfði mig í flugi í dag. Niður manndrápssleipu tröppurnar hjá Elísabetu. Kom alveg furðulega ósködduð frá þessari æfingu, með smá kúlu á hnakkanum, en annars bara finn ég ekkert til!

Er semsagt komin heim, tók alveg heljarinnar ævintýrisferðalag, þar sem ég prufaði flestar gerðir almenningsfarartækja. Byrjaði á því að setjast upp í lest í Stavanger. Áður en við lögðum af stað var okkur tilkynnt að rafmagnslaust væri á milli tveggja staða svolítinn spotta fyrir utan bæinn. Svo það áttu að koma rútur til að keyra okkur framhjá rafmagnsleysinu. Það tók heljarinnar tíma fyrir rúturnar að koma og svo annað eins að keyra til Siri, þar sem beið lest nokkur. Sú lest fór bara til Kristiansand og þurftum við að bíða í tæpan klukkutíma eftir næturlestinni frá Osló. Þar var svo bíttað á lestum og brunað til Osló. Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð viss um að ég myndi missa af fluginu, enda var seinkunin tæpir 3 tímar þegar við komum til Kristiansand. En þegar við komum til Osló hafði lestarstjórinn aldeilis gefið í og seinkunin var bara 50 mín. Ég fékk svo far með hraðlestinni á flugvöllin og hafði góðan tíma í fríhöfninni. Til að gera ekki neitt.
Hoppaði svo í vélina, þegar hún loksins kom og, eftir smá útsýnisflug um Skandinavíu (Oslóar og Stokkhólmsflugunum var slegið saman) og talsverða bið á Arlanda, kom ég loks til Íslands.

Hef svo eytt síðustu dögum í ritgerðasmíðar, setti persónulegt met í ritgerðarsmíðahraða (eitthvað sem ég mæli ekki með), byrjaði á seinni ritgerðinni um 23.30 í gærkvöldi og kláraði rétt fyrir 6 í morgun! Báðar þessar ritgerðir fjalla um heimspeki í tónlist og þar sem ég er afskaplega lítið heimspekilega þenkjandi manneskja og hef gífurlega lítinn skilning á efninu vegna tungumálaörðugleika, þá tel ég mig heppna fái ég D...


Berglind @ 03:02
|



11 desember 2008

Sjitt, hvað það er hægt að gera margt í staðinn fyrr að skrifa ritgerð. Alveg magnað!

Annars bíð ég þessa dagana eftir að bankað verði upp á hjá mér og mér gefið meistarabréf. Sem meistari í göngu á ís. Í æfingunum hef ég snúið flest liðamót fyrir neðan mitti.

En svona án gríns, þá er svo hált hérna þessa dagana að það er ekki fyndið. Ég bý uppi á hól (ekki samt svo stórum og síðasta) og það er bara svell alveg niður í bæ. Og svo líka fyrir framan skólann. Og hálkublettir annars staðar.
Ef það væri ekki svo ótrúlega gamalmennalegt væri ég búin að fá mér svona brodda undir skóna…


Berglind @ 20:05
|



08 desember 2008

Held ég komi aldrei fleiru í verk, en þegar ég á að vera að læra... Á að vera að skrifa musikkestetikk ritgerð(ir) og núna um helgina er ég búin að hlusta á geðveikt mikið af tónlist, fara á tónleika klarinettkórsins í Sandnes og orðið ástfangin af es-klarinetti (aftur), byrja í tímum á það einhvern tíma í febrúar :) fór líka út að borða með þeim eftir tónleikana og sat til borðs með, ekki einum heldur tveimur frönskum klarinettleikurum og jehesús, það var frábært. Alveg svona "being in the presence of greatness" frábært :)
Sá svo lokahátíð Stavanger 2008, eða sko ekki allt, bara hápunktinn, var geggjað flott :)
en skólinn lokar eftir 8 mín og tölvan verður batteríslaus eftir 5, svo ég er farin, nenni ekki að setja þjófavörnina af stað...


Berglind @ 23:17
|



07 desember 2008

Ef þetta er ekki bara fallegasta atriði í bíómynd...ever
(sorrý, nenni að laga það svo það passi...)




Berglind @ 23:40
|



05 desember 2008

Einn nemandinn minn hefur eitthvað frétt af fjármálakrísunni á Íslandi og spurði mig í gær hvernig gengi á Íslandi. Ég útskýrði fyrir honum að þetta væri nú ekki eins alvarlegt eins og fjölmiðlar hér segja (allur matur í búðum að klárast osfrv.), sagði að fólk þyrfti bara að fara að spara peningana sína.
Svo spurði hann: "en hvernig verður það með jólin? Ætlið þið samt að halda upp á þau?"
Ég átti bágt með að hlægja ekki, og sagði honum að ástandið yrði að verða töluvert mikið verra til þess að fólk myndi hætta við jólin :)


Berglind @ 13:11
|



02 desember 2008

Ojæja, enn eina ferdina liggur internetid nidri heima. Ég hef svosem ekkert ad segja, vildi bara segja ad ég er enn á lífi, trátt fyrir kuldakast sídustu viku. Búin med leidinlega verkefnid og hef skyndilega allan tímann í heiminum til tess ad æfa mig :) Var ad reyna ad finna tíma fyrir tríóæfingu og ég var bara laus alltaf!
Tónleikarnir gengu flestir vel, krakkarnir hlógu og tá var nú takmarkinu nád ad mínu mati. Jú, nema sídasta sýningin, hún fór algerlega til helvítis (sver ad ég flissa bara tegar ég hugsa um tad, hún gekk svo fáránlega illa!), vid nádum ekki einu sinni ad klára eitt stykkid (sem snerist um ad slá med gaffli og hníf í bord, diska og skálar og reyna ad brjóta sem mest. Í takt.) tví vid hlógum svo mikid ad vitleysunum sem vid gerdum...
Héldum svo upp á ad vid tyrftum aldrei ad gera svona aftur med pizzu, køku, súkkuladibúding og ís heima hjá hinni stelpunni í grúppunni (sem er aaadeins meiri húsmódir en ég og var búin ad baka køkuna sjálf, búa til búdinginn og bjó svo til pizzuna) Og spiludum Super Mario Bros á alvøru gamaldags Nintendo tølvu :D


Berglind @ 15:55
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan