27 nóvember 2008

7 af 9. 16, 12 og 11.

Tel mig hafa unnið til afreka í dag, þegar ég kenndi 4 krökkum samtímis að setja saman, taka sundur og blása í klarinett. Og öllum 4 tókst að fá nokkuð fínt hljóð í rörið. Svo kenndi ég 9 stelpum að spila Jingle Bells utanbókar. Líka samtímis. Býst fastlega við því að stjórnarndinn hafi verið ofboðslega ánægður eftir pásuna, með 9 stykki stelpur spilandi Jingle Bells, mjög líklega nonstop :)

Annars hefur dagurinn verið laaangur. Vaknaði um 6.30 (já, ég er að segja satt!) og var mætt fyrst af öllum í ferjuna (jú, er aftur að segja satt!). Spiluðum 2 sýningar í sama skólanum, sem er óskaplega skrýtinn uppsettur. 1-4 bekkur og svo 8-10 bekkur eru á sama stað, en 5-7 bekkur allt annars staðar. Og svo er framhaldsskóli við hliðina á 1-4/8-10 húsunum. Við erum að sýna fyrir 5-7 bekk, en samt vorum við í salnum hjá 1-4/8-10 og þurftu því krakkarnir að labba þvert yfir bæinn til að koma á sýninguna.
Tókum svo ferju til baka og ég sver það að næstum alla leiðina talaði jassgaurinn (sem ég hef nú ákveðið að er alger kjeeelling) um hvað Fjordland (Noregs 1944 réttir) væri í raun óþarft, því það sé svo auðvelt að gera allan þann mat sem Fjordland gerir tilbúna. Og svo fór hann í gegnum hina ýmsu rétti og hvernig maður gerði þá frá grunni. Þetta tók næstum allan hálftímann sem ferjan tók að koma okkur yfir fjörðinn. Ég reyndar sofnaði í ca 10 mínútur, en þegar ég vaknaði var enn sami svipur á trommugaurnum (sem byrjaði óvart umræðuna með því að segjast ætla að borða Fjordland fiskibollur í middag), svona "why, oh why are you telling me this??!"-svipur. Ég fór að sjálfsögðu að hlæja og held ég hafi móðgað jassgaurinn þegar ég spurði hvort hann væri enn að tala um Fjordland. Móðgaði hann reyndar meira seinna, svo ég efast um að við verðum miklir vinir eftir að morgundeginum lýkur.

En mikið þokkalega ætla ég að sofa út á laugardaginn, maður!!


Berglind @ 20:13
|



26 nóvember 2008

Nú sér fyrir endann á leiðinlega verkefninu. Erum búin að sýna 5 sýningar af 9 og því meira en hálfnuð. Er aðeins farin að hugsa um þetta rapport sem við eigum að gera, hvort ég eigi að vera hreinskilin eða dempa mig aðeins ;) Hugsa að ég dempi mig nú smávegis, þó síðasta spurningin sé "hvað hefurðu lært af þessu verkefni". Þar langar mig afskaplega mikið að skrifa "að ég vil aldrei aldrei aldrei gera svona sýningu aftur."

Aðrar og skemmtilegri fréttir eru að skólahljómsveitin mín vann keppnina sem þau tóku þátt í um síðustu helgi. Með 98 stig af 100 mögulegum, sem er fáránlega flott :D Stelpurnar mínar stóðu sig hrikalega vel, ég reyndar gat ekki verið þarna sjálf, því ég var útí sveit að halda námskeið fyrir Hana Skolekorps (sem fyrir svo skemmtilega tilviljun er með hana í merkinu sínu, þó svo að Hana sé bara hverfi/þorp hér á Jæren), en hef það frá fólki sem var á staðnum að þær séu fáránlega góðar þarna klarinettstelpurnar :)
Svo er ég víst að fá fleiri nemendur á morgun. Sem þýðir fleiri peninga. Sem er sko BARA gott akkúrat núna :) Það munu koma inn 8 nýir klarinettkrakkar, komust víst ekki eins margir og vildu, en fékk að vita það frá litlu aspirantstelpunni minni (aspirant=1. árs nemandi) að ALLIR í hennar bekk sóttu um á klarinett af því að hún spilaði á klarinett ;)

Svo eru bara 17 dagar þar til ég kem heim. Sem þýðir reyndar að það eru bara 13 dagar í klarinettpróf. Og 12 dagar í estetikkpróf. Sem tekur reyndar alveg heila viku og þetta er heimapróf, sem þýðir að við fáum að gera það heima og nota allt hjálparefni sem við finnum...


Berglind @ 23:10
|



21 nóvember 2008

Væri einhver til í að lána mér eins og nokkur Íslendingagen?! Eða gefa mér kannski. Virðist hafa týnt öllum mínum...

Á fimmtudögum, á milli 4 og 1/2 7, eru vanalega miklar veðrabreytingar. Á þessum tíma er ég að kenna í Madlavoll skóla og það er ALDREI sama veður þegar ég fer inn og þegar ég fer út. Án gríns! Í síðustu viku breyttist veðrið frá því að vera heiðskírt, sól og fínt, í að vera skýjað, grenjandi rigning og ömurlegt. Í þessari viku var hálfskýjað og frekar heitt bara þegar ég fór inn, en algerlega hvít jörð og íssssskalt þegar ég kom út.
Ég komst svo að því í morgun að ég kann ekki lengur á snjó. Á leiðinni út götuna mína (sem er styttri en gatan mín í Borgarhrauninu) flaug ég einu sinn á rassinn og einu sinni næstum því. Svo hringdi ég í vinkonu sem náði í mig. Ég passaði mig á því að klæða mig hlýlega, sem þýddi í dag sokkabuxur, ullarsokkar, flísbuxur, bolur, peysa, flíspeysa og svo utanyfirföt. Ég var að frjósa í allan dag. Þegar ég kom heim tók það mig dágóða stund að komast upp brekkuna í götunni minni (sem er uþb. 2 metrar að lengd), fyrir hvert skref sem tók upp rann ég tvö tilbaka. Nú er ég komin heim, kyndingin er komin á fullt, allt í kertum og ég undir sæng. Hér vildi ég helst vera fram í mars, þegar vorið kemur., ef ekki væri fyrir Kvartett um endalok tímans í Dómkirkjunni í kvöld. Og jólin.


Berglind @ 17:42
|



20 nóvember 2008

Þá er jólafríið komið á hreint. Það verður hringlaga.
Kem semsagt heim 13. des, eftir smá rúnt um Skandinavíu. Tek nefnilega næturlestina til Osló, en hún þræðir suðurströndina í gegnum Kristiansand og þar. Flugvélin mín tekur svo útsýnisflug yfir til Svíþjóðar, en Oslóar og Stokkhólmsvélarnar voru víst sameinaðar...kreppan og allt það.
Á Fróni mun ég dveljast í heilar 3 vikur og 4 daga, en yfirgef klakann um leið og Giljastaur yfirgefur byggð, eða þann 7. janúar. Þá tek ég flugið til London, þar sem ég mun fjárfesta í einu stykki klarinetti áður en ég held heim til Stavanger að kvöldi þess 9.

Það var frekar áhugavert að kaupa flugmiðann frá Íslandi til London, en flugvallaskattarnir voru dýrari en flugið sjálft... Hvað er málið með það?!

Annars er allt í góðu hér, nú er bara eftir ein generalprufa á sýningunni okkar og svo ein vika með sýningum í grunnskólum hér í sveitinni. Jei :)

Elísabet var líka í heimsókn hérna um síðustu helgi. Hún kom á fimmtudagskvöldið, um það leyti sem byrjaði að rigna eftir stígvélaþurrkinn. Var allan föstudaginn og laugardaginn og fór svo á sunnudaginn, eða þegar stytti upp á ný.
Það var æðislegt að fá hana í heimsókn, eiginlega of æðislegt, því mikið ógurlega saknaði ég hennar þegar hún var farin (og geri enn!) Henni ofbauð eiginlega hvernig ég bjó (átti eina skál og tvö glös og svoleiðis), svo við fórum í IKEA, þar sem var verslað eins og Borgarhraunssystrum (hinum tveimur eldri þeas) er lagið. Að sama skapi er íbúðin mín ógurlega kósí og fín og ég get boðið fólki í heimsókn og boðið því upp á eitthvað :)

Svo reyndar gerðust þau undur og stórmerki að ég heyrði talaða íslensku! Í skólanum mínum!! Tók alveg smá stund fyrir fattarann í mér að fara í gang og svo þorði ég ekki einu sinni að tala við konurnar *roðn*. Býst við því að þær séu hér á Messiaen hátíðinni, því eina tengingin sem ég get fundið er að píanókennarinn hér var á Íslandi í sumar með masterclass og hann er líka að kenna masterclass á hátíðinni, enda Messiaen fræðingur með meiru...

En já, þetta var helst í fréttum...


Berglind @ 20:41
|



12 nóvember 2008

Þarf svo innilega spark í rassinn núna...
Í dag er ég búin að horfa á nýjustu þættina af One Tree Hill, 90210 og Hannah Montana. Búin að spila Super Mario Bros 3 og komast í borð 3-3 (persónulegt met!) og reyna að leggja mig, en ekki ná að sofna (annað persónulegt met, held að það hafi aldrei gerst áður!)
Allan þennan tíma hefði ég getað notað til að taka til í íbúðinni minni og gera tilbúið fyrir ekstra gest, æfa mig, eða skrifa verkefni fyrir musikk estetikk.
Og enn hefur ekki rignt! Ég vona bara að stígvélakaupin mín hafi ekki sett veröldina á hausinn og nú þorni Stavangersvæðið upp og verði að eyðimörk innan fárra ára... og ég hafi eytt 200 krónum í vitleysu.


Berglind @ 19:29
|



11 nóvember 2008

Gafst upp í gær á "alvöru Íslendingar nota ekki stígvél" attitjúdinu og keypti mér slíkt par.
Það hefur ekki verið jafn heiðskírt og í dag, í margar vikur...


Berglind @ 16:13
|



07 nóvember 2008

Skrapp í búðina í gær, þá sem er í hverfinu sem ég bý í, Storhaug. Það er smá labbitúr þangað, ekkert upp eða niður brekku, heldur bara flatt. Sem gerði það að verkum að ég villtist. Allsvakalega. Tók mig um 10 mínútur að labba í búðina og góðar 45 að labba heim. Hafði lengi ekki hugmynd um hvar ég var eða hvernig ég kæmist heim aftur. Fann svo mjög, svo skyndilega, götuna við hliðina á minni götu. Var samt svo rammvillt að ég fór í vitlausa átt eftir götunni og fann út að hverfið, sem er við þann enda götunnar er bara mjög svo "shady". Allavega er ég fegin að ég bý hérna megin...

Annars er ég bara að gubba á þessu fjandans verkefni (þessu með grunnskólasýninguna). Er komin með svo upp í háls af þessu að það er ekki fyndið. Og þegar jassgaurinn opnar munninn, oftar en ekki til að benda mér á að ég hafi spilað vitlausa nótu, þá langar mig helst til að lemja úr honum tennurnar. Meina, ég heyri sjálf að ég spila vitlausar nótur hér og þar og það er ekki eins og það sé eitthvað vandamál, meira svona að ég þurfi að anda eða spili óvart fís í stað f. Það þarf ekki að benda mér á það í hvert einasta fokkings skipti. Svo er ekki eins og hann spili allt pörrfekt! Ég ætti kannski að taka upp á því að benda honum á minnstu vitleysur sem hann gerir?! Sé það alveg fyrir mér, "þú átt að slá á diskinn þarna...þú átt að trampa þarna...komst of seint inn með þetta..." Án gríns, kannski ég geri þetta á miðvikudaginn!
....um þetta leyti eftir nákvæmlega þrjár vikur... Líklegast besti dagur lífs míns!!

Að öðru skemmtilegra... Er komin með nýtt klarinettkaupaplan. Ekki alveg það gáfaðasta, en hey...
Ætla að fara til London um leið og ég finn þrjá lausa daga og fjárfesta þar í A-klarinetti og munnstykki. Pundið er það mikið hagstæðara en evran að prestige klarinett er 3.500 kr ódýrara en í París. Auk þess sem búðin er með hrikalega flott úrval af munnstykkjum, Charles Bay og Walter Grabner og allskonar :) Svo nú bíð ég spennt eftir að fá að vita um dagsetningu á estetikk prófi og vonandi kemst ég fyrir jól :) Annars strax eftir þau...


Berglind @ 18:37
|



03 nóvember 2008

Var í estetikk tíma í dag og leit á klukkuna.
Hún var 12:34.
Mér fannst hrikalega gaman ad sjá tessa tølu.
Simple minds - simple pleasures!


Berglind @ 20:58
|



02 nóvember 2008

Er tad ekki merki um ad madur hafi horft á of margar hryllingsmyndir tegar madur er farinn ad sjá "dead people"?!
Var ad spila á tónleikum med 1919 í dag og get svo svarid, ad ég sá daudan kall alveg aftast í salnum ;) Gaurinn var bleikur sem nár og stód einhvern veginn tannig ad ljósid skein ekki í augun á honum og tví sá madur bara svart í stadinn fyrir augu. Svo brosti hann eitthvad svo gedveikislega ad ég var alveg á tví ad spurja Helene (sem situr vid hlidina á mér) hvort hún sæi hann líka ;)

Nei, 4 hryllingsmyndir á 2 døgum er greinilega mørkin fyrir mig :D


Berglind @ 22:02
|



01 nóvember 2008

Horfði á Psycho í gær og lifði það alveg af! Fannst hún meirasegaja ekkert svo hrikalega skerí...
Horfði líka á Village of the Damned og lifði það líka af :) Lagði samt ekki í fleiri hryllingsmyndir eftir hana og á því bæði Christine og Night of the Living Dead til góða...

Fékk tilkynningu í dag um að síminn minn sé kominn á pósthúsið en verð samt að bíða fram á mánudag með að fá hann, því ég kíkti ekki í póstkassann fyrr en 5 mín eftir að pósthúsið lokaði. Hrmpf!

Á morgun eru fyrstu tónleikarnir mínir með 1919. Í tilefni af þeim er ég að hugsa um að æfa mig eitthvað á saxafóninn fyrri partinn á morgun...


Berglind @ 21:13
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan