28 maí 2008

Aldrei aftur píanó!!
Tók lokapróf í píanóspili í dag :) Sem gekk bara ágætlega. Nú þarf ég aldrei aldrei aldrei aftur að spila á píanó. Á samt alveg örugglega eftir að spila aftur, því ég sækist í píanó eins og fluga að eldi , þegar ég sé slíkt (ein vinkona úr grunnskólanum var oft orðin ansi pirruð ;), en það verður þá sjálfviljugt spil, sem er jú miklu skemmtilegra ;)

Ég er líka búin að skila tónlistarsöguritgerð. Hún var ekkert spes samt. Var þó innan lengdarmarka, sem er einn plús. Verður örugglega langt þar til ég fæ að vita eitthvað, í fyrra þurfti ég að reka á eftir kennaranum að setja inn einkunnirnar í júlí og þá þurfti hann bara að fara yfir rétt og rangt...!

En nú er kominn sá tími sem öll hljóðfærapróf eru búin, klarinettprófið var á föstudaginn, fæ að heyra út úr því á morgun... (úff!) Það gekk samt ekki sem verst, varð ekkert stressuð (vanalega er ég svo stressuð að ég stend varla í fæturnar, þegar ég á að spila fyrir aðra og sérstaklega í prófum), svo ég vissi eiginlega ekkert hvað ég ætti að gera við alla þá orku sem fer venjulega í að halda mér uppi. Það sama gerðist reyndar í dag í píanóprófinu, svo kannski þetta stressrugl sé bara búið?! Vona það allavega...

Nú eru bara þrjú próf eftir og ein verkefnaskil í nokkrum þáttum... Þar sem öll hljóðfæraprófin eru búin og þessi ritgerð sem er búin að liggja yfir manni í allt vor, þá er ég svo afslöppuð, eiginlega um of... :) Ekki hjálpar það heldur að það er svona 20 stiga hiti á daginn og glampandi sól. Grasið er meirasegja farið að sviðna og ég varð fyrir árás þriggja úðara á leiðinni heim í dag ;)


Berglind @ 00:37
|



25 maí 2008

Ég er nokkurn veginn viss um að uppáhaldslagið hjá henni Ulrikke (9 ára dóttir húseigandans) hér á efri hæðinni, er Eurovisionlag Norðmanna. Það hefur allavega gengið stanslaust á repeat síðan ca 10 í morgun...


Berglind @ 16:33
|



24 maí 2008

Vaknaði í morgun með lag á heilanum. Veit ekki hvernig ég fékk það á heilann, því ég hef ekki heyrt þetta lag í laaangan tíma. Mundi ekki hvað það hét, eða hver það var sem söng það og var því alveg óheyrilega pirruð, því svona verð ég alltaf að vita ;) En ég mundi að það var í myndinni Uptown Girls, svo ég fór á netið og fann lagið á endanum á youtube. Endaði svo á smá vídjósörfi á youtube og rakst á vídjó með svo fyndnum titli að ég kíkti:

WHAT DO YOU DO WITH A B.A IN ENGLISH


Komst svo að því að þetta er úr söngleiknum Avenue Q, fann fleiri lög úr söngleiknum og þau eru öll jafn góð og hrikalega fyndin :)

THE INTERNET IS FOR PORN


IF YOU WERE GAY


IT SUCKS TO BE ME


EVERYONE IS A LITTLE BIT RACIST


Berglind @ 16:09
|



19 maí 2008

Ég er svo inspírasjónlaus að ég hef ekki einu sinni nennt að reyna að blogga undanfarið... Fannst samt kominn tími til að láta vita að ég sé enn á lífi, sem ég er.

Ég er búin með tvö próf, bæði kammermúsík. Þau gengu bæði bara ágætlega, fékk sérstaklega góða dóma fyrir seinni daginn, en þá spiluðum ég, Ragne Marthe og Tone lítið klezmerstykki. Þó það hafi ekki verið fullkomið, þá var það alveg þarna uppi. Dómarinn hrósaði okkur sérstaklega fyrir gott jafnvægi milli radda (vorum að spila á bassa, Bb-klarinett og ess-klarinett) og að við spiluðum afskaplega vel saman, sem er jú það sem kammermúsík gengur út á :)
Næsta próf er á föstudaginn, aðalprófið meirasegja. Klarinettpróf. Ég ætla að spila lítið sólóstykki sem heitir Capriccio og er eftir Sudermeister (held að kallinn hafi heitið Henrik, en er ekki alveg viss). Það er soldið skemmtilegt stykki og er þeim skemmtilegu eiginleikum búið að þegar maður heyrir það virðist það vera ógeðslega erfitt, en það liggur svo hrikalega vel að þetta er alveg pís of keik :)

Já, svo var víst 17. maí á laugardaginn. Ég var nú alveg einstaklega löt í að taka þátt í hátíðarhöldunum. Fór að spila í skrúðgöngunni með lúðrasveit UiS (lúðrasveit sem var stofnuð 16. maí og hafði eina æfingu, algerlega án marseringa vottsóevör). Það var voðalega gaman, en að sama skapi var ég svo þreytt, kalt og illt í fótunum að ég vildi bara fara heim eftir skrúðgönguna. Fagnaði svo þjóðhátíðardeginum með að horfa á íslenskar bíómyndir :) Um að gera að nota tækifærið þegar maður er einn heima ;)

Annars er bara allt ágætt að frétta. Sumarið er horfið eitthvert annað, sólin reyndar var eftir og skín skært á hverjum degi, en hitinn er á bilinu 12-14 stig á daginn og því er ég búin að finna fram flíspeysuna á ný. Fúlt!


Berglind @ 23:32
|



12 maí 2008


Það er komið sumar, sólin gægist inn...
Prófin nálgast óðum og í staðinn fyrir að læra hef ég flatmagað úti í garði, því fjölskyldan á efri var ekki heima um helgina.

Svo hef ég líka, í staðinn fyrir að læra, búið mér til .mac og sett inn nokkrar myndir:
http://web.mac.com/berglind.h/Site/Upphaf.html

Spurning um að fara bara að sofa núna, í staðinn fyrir að læra...?!


Berglind @ 23:36
|



08 maí 2008

Í dag líður mér miklu betur... ótrúlegt hvað þetta gekk fljótt yfir, eins og ég hélt að ég væri að deyja í gær!
Var meirasegja svo í lagi í dag, að ég gat hugsað mér að eyða nokkrum klukkutímum með litlum brjálæðingum "high on summer". Var reyndar alveg búin, eftir fyrstu tvo brjálæðingana og fékk annan til að taka grúppuæfinguna fyrir mig. Sá ekki fyrir mér að ég gæti staðið í lappirnar í rúman klukkutíma, fyrst ég var alveg að leka niður eftir 40 mínútur...

Á morgun eru skipulagðar 2 æfingar, sú fyrri í 2 tíma og sú seinni í 3. Sjáum hvernig það fer...

Annars er Mette eiginlega búin að fá sparkið. Við þurfum að finna einhvern til að búa hér fyrir 1. júní, ef við finnum engan, þarf Mette að flytja út, samningurinn hennar er tímabundinn við 31. ágúst og asnakjálkinn þarna uppi er víst með 2 stelpur sem vilja flytja inn.
Fyrst að Mette þarf að flytja, þá ætla ég að segja upp mínu herbergi og finna mér annað nær skólanum. Það er alveg eins gott, fyrst að ég þarf að fá nýja meðleigjendur hvorteðer...


Berglind @ 22:28
|



07 maí 2008

Og núna, akkúrat þeggar ég hafði ekki tíma til að verða lasin, varð ég að sjálfsögðu lasin. Og á versta degi vikunnar, næstsíðasti spilatími annarinnar í dag... Og svo er bara svo ömurlegt að vera lasin, mér er illt í hálsinum, alveg stífluð af kvefi, lekur úr augunum á mér og ég tek 5 mínútna hnerraköst á 6 mínútna fresti. Mér er illt í hausnum og bara öllum kroppnum. Ég vil helst bara sofa og sofa, en það eru víst takmörk fyrir því.
Ohh, á svona dögum vil ég bara fara heim til pabba...


Berglind @ 18:12
|



04 maí 2008


Í vor ákvað einn svanakallinn á vatninu niðrí bæ, að búa til hreiður rétt fyrir aftan eitt strætóskýlið. Ég skildi nú lítið í hvað hann var alltaf að rífa upp rætur af trjánum og safna allskonar rusli, fyrr en einn daginn að það var komið myndarhreiður. Svo kom kellinginn og lagðist í hreiðrið fína og nú liggur hún þar á þrem stórum grænum eggjum. Verð að viðurkenna að ég bíð spennt eftir ungunum :)

1. maí fór upp og ofan hjá mér, vegna þess að það var frí í skólanum, ákváðum við að hafa kvartettæfingu og svo fór ég í aukapíanótíma. Hugsaði ljúft til félaga Verkalýðsmanna heima á Íslandi að marsera, þegar ég sat úti í sólinni að bíða eftir strætó. Ég fékk ekstrabónus meðan ég beið, en 1. maí er mótorhjólum hleypt á göturnar og í því tilefni voru mótorhjólakallar og kellingar með ofurflotta skrúðkeyrslu. Hún olli því reyndar að ég var of sein á æfingu, en mér fannst það allt í lagi, þetta var svo töff, hjólin og hljóðin og allt :)

Framundan er svo bissí vika, fæ vonandi hjólið mitt í vikunni, horfi þessa dagana á alla hjólreiðamenn með smá öfund í augunum, því mig langar svo út að hjóla í góða veðrinu og ekki hjálpar barnið í mér til, því þegar ég get ekki eitthvað langar mig alltaf því meira í það ;) Verður fínt að hjóla í skólann, fá smá útiveru og hreyfingu í sólinni sem spáð er næstu vikur :)


Berglind @ 22:07
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan