29 nóvember 2006

Fréttir dagsins, í boði sjónvarpsins í strætó:
Í Moss (sem ég veit engin nánari deili á, býst við að það sé bæjarfélag) er menntaskóli sem heitir Malakoff Videregående Skole :)

Bóndi í Tromsö neitar að láta rífa fjósið sitt, sem er að hruni komið, vegna þess að hann heldur því fram að undir fjósinu búi neðanjarðarverur :) Hann hyggst hefja málsókn gegn bæjarfélaginu ef þeir halda áfram að pressa á hann til að rífa fjósið ;)


Berglind @ 12:39
|



28 nóvember 2006

Það er nú fátt girnilegra yfir morgunmatnum, en að horfa á kokkana í morgunsjónvarpinu skreyta kúk...

Annar þeirra var meistari í súkkulaði-einhverju, en súkkulaðidessertinn hans, sem átti að vera svakalega jömmí, leit bara út fyrir að vera kúkur, sama hversu miklu af perum og hnetum hann reyndi að skreyta með...

"Nei dúd...þetta er bara kúkur! ...kúkur með perum...kúkur með perum og hnetum"

Annars gerðust undur og stórmerki í morgun, þegar hún Berglind var komin á fætur kl 8! Og hún á ekki að mæta í skólann fyrr en 10.30!


Berglind @ 09:02
|



27 nóvember 2006

Akkúrat núna langar mig soldið að henda tölvunni út um gluggann...

Búin að vera í allan dag eiginlega að reyna að koma Sonicstage forritinu í gang (forritið sem skrifar úr tölvunni á minidisk spilarann minn) en ónei, það virkar ekki... Búin að setja $&/("#$ forritið upp "nokkrum" sinnum og það virkar aldrei, líka búin að reyna að fara fram hjá forritinu og nota hitt forritið (sem skrifar beint frá geisladiskum inn á spilarann), það virkar ekki heldur...
Eftir að hafa eytt einum og hálfum tíma í að lesa eitthvað spjallborð um minidisk spilara, er ég komin á þá skoðun að það sé líklegast tölvan sem er ekki að meika forritið...

Semsagt, viðgerð...!

En ekki fyrr en ég kem heim... Gaurarnir þarna í GS Service fá ekki að snerta tölvuna mína aftur... ég get verið þolinmóð (ég get, ég get, ég get!)


Berglind @ 22:40
|



24 nóvember 2006

Ég hef eiginlega alltaf verið með sítt hár, misjafnlega sítt, en samt sítt. Það hefur aldrei verið mikið mál fyrir mig að fá hárið til að vaxa, klippti mig td þegar ég var tólf ára, fyrst upp að herðum, svo alveg upp að eyrum... Skil ekki ennþá hvernig mamma leyfði mér það, svona "rétt" fyrir fermingu... En það kom víst ekki að sök, því þegar ég fermdist var ég komin með hár ca niður að mitti...
Ég hef oft fengið leið á hárinu og látið klippa það, ekkert svakalega drastískt, svona upp að herðum og þar um bil, en það virðist bara vaxa niður að mitti um leið og ég stíg úr stólnum (klippistólnum, þeas)...
Þegar ég var heima í haustfríi ákvað ég (þegar ég sat í stólnum, NB!!) að prufa að láta klippa mig, þeas, fá einhverja alvöru klippingu... Labbaði út af stofunni með hár niður að öxlum og fullt af styttum og dóti...
Núna er liðinn einn og hálfur mánuður og hárið mitt er búið að vaxa ca 5 sentímetra! Á einum og hálfum mánuði...! Er það eðlilegt?! Og klippingin að sjálfsögðu farin útum þúfur...

Því vil ég lýsa því yfir að hér með gefst ég upp! Frá og með næstu klippingu, verður hárið hennar Berglindar bara sítt eða meðal sítt, engin klipping hér, takk fyrir! Kannski smá styttur svona neðst, svo það sé ekki alveg beint en ekkert meir...


Berglind @ 18:28
|


Ojj, væri ég búin að fá ógeð af eggjum...

http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1237089


Berglind @ 00:07
|



22 nóvember 2006

Bara fyndið...
opnaði póstinn minn áðan og þá var ég búin að fá meil á sænsku frá Peter Mohns, sem ég veit engin deili á, vottsóevör... Þar segir hann að hann hafi verið á heimasíðunni minni (huh, hverri þeirra?!) og spyr hvort ég geti komið honum í samband við einhvera konu og lætur mynd af konunni fylgja... Einhver stutt- og dökkhærð kjelling klædd í svona plastregnjakka og með plast yfir hárinu, standandi, að því er virðist í strætóskýli eða eitthvað...
Ég veit hreinlega ekki hvort þetta sé eitthvað djók, eða vírus, lítur samt ekki út fyrir það, tölvan mín er frekar vel varin og hefur náð öllum vírusum hingað til...
Þannig að ef ykkur langar að stríða einhverjum, þá er um að gera að senda kontaktupplýsingar viðkomandi á þetta netfang: peter.mohns@gmail.com ;)


Berglind @ 21:12
|


Fékk leið á "gamla" lúkkinu og setti því inn alveg splúnkunýtt lúkk...
Soldið merkilegt við þetta lúkk, að ég gerði það að miklu leyti sjálf..! Fékk að vísu lánað skinn af blogskins.com en það var allt öðruvísi og hafði aðra mynd og dót... upphaflega leit það svona út.
Ég semsagt setti inn nýja mynd og lagaði soldið til stafina og bálkana og svoleiðis og voilà!
Nokkuð stolt af sjálfri mér bara, þó það líti út fyrir að vera einfalt, þá er það alls ekki raunin, allt sem sést hér, er í rauninni bara stafir og merki og dót...æææh, bara ekki auðvelt!

Annars er lítið að frétta, búin að fá jólagjöfina mína, soldið snemmt, en hei... Tölvan mín var semsagt að drukkna í...jah, dóti... og því fékk ég Soffíu vinkonu (Elísabetar) til að kaupa fyrir mig DVD skrifara, fékk hann loksins í gær og geri núna vart annað en að skrifa dót...jei :)
Svo komst ég að því að forritið sem skrifar úr tölvunni á minidiska, virkar ekki... ég sem á billjón útvarpsþætti sem mig langar svo að koma á disk, til að hlusta á í strætóunum...

Hjólið mitt er semsagt ennþá á verkstæði og ég þarf þessvegna að ferðast með $#&%&/ strætó, sem væri vanalega í lagi, en strætóarnir hér eru ekkert rosalega mikið fyrir að fylgja tímatöflunni sem við farþegar fáum í hendurnar... Dæmi um það er strætó nr 8. Hann á að koma á kortérs fresti á daginn til Bjergsted og renna niðrí bæ (Bjergsted er þar sem skólinn minn er og nr 8 er eini strætóinn sem fer þar framhjá). Hann er yfirleitt 5-10 mín of seinn... Eftir 6 á hann að vera í Bjergsted á hálftíma fresti. Ég hef lengst þurft að bíða í 45 mín eftir honum þá...
Ef báðir strætóarnir sem ég þarf að taka, væru á réttum tíma, tekur það um 40 mínútur að komast á milli skólans og heima. Það hefur tekið upp í tvo tíma...!


Berglind @ 19:18
|



13 nóvember 2006

Ji, mikið var að ég komst inn!

Búin að fá tölvuna mína úr viðgerð nr 2, þyrfti helst að fara í viðgerð nr 3, en hún fær það ekki...ekki fyrr en ég kem heim um jólin og get farið með hana til einhvers sem ég treysti...mig langar samt helst að henda henni í gólfið og hoppa soldið ofan á henni þessa dagana....
Fékk hana nefnilega til baka alveg í skringilegri klessu, þarf að byrja á því þegar ég kveiki á henni að velja annaðhvort Windows XP Professional eða Windows Home Edition, en HE virkar ekkert þannig að ég vel ávallt Pro... Það tekur alveg óratíma að samt að komast inn, þannig að tölvan er yfirleitt í gangi allan daginn, loka henni bara, slekk ekki... Svo hefur internet explorerinn horfið, nema táknin sem eru enn til staðar. Ég get ekki neitt internet forrit, búin að prófa dánlóda opera og firefox (fleiri uppástungur vel þegnar!), ekkert virkar nema msn explorer og það er nú aldeilis krappí forrit... Get oftar en ekki opnað linka nema að hægriklikka og opna í nýjum glugga, þannig að oftast er ég með á milli fimm og tíu glugga opna... Svo neitar annaðhvort tölvan eða forritið, er ekki alveg viss hvort, að skrá mig inn oftast, sama hvort það er blogger, blog.central, gmail, hotmail, í stuttu, bara allt sem krefst innskráningar... Já, og undanfarið hefur eitthvað skrítið verið í gangi, þegar ég opna síður, eins og blogg, mbl eða barnaland, þá fæ ég upp eitthvað eldgamalt, alveg oft síðan í ágúst...

Já, þannig að þessa dagana er ég mjög dugleg að kíkja inní runna og undir steina og athuga hvort þar leynist ekki eins og 300 þúsund kall... Seríöslí, tölva...útum glugga...gæti alveg gerst einhvern næstu daga...!


Berglind @ 13:18
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan