![]() |
||||
12 maí 2009
Ég er búin í skólanum!! Eða þeas með allt svona skólaskóla, skilaði ritgerð í eina bóklega faginu sem ég var í í vetur í gær. Er eiginlega illt í puttunum eftir allt pikkið. Næstu 3 vikur munu svo einkennast af spileríi, kammertónlistarprófið mitt 20. maí, spila á prófinu hjá Ragne Marthe 28. maí og svo eru litlir tónleikar 2. júní, sem munu marka stór skil í mínu lífi (ef ég næ, þeas), þá hef ég lokið háskólaprófi, eitthvað sem mér finnst vera allt of fullorðið fyrir mig :) Get eiginlega ekki annað sagt en að mig hlakki gífurlega til næstu vikna, bara að spila og spila og spila og spila og vonandi fer hitastigið að hækka, þannig að það sé aksjúelt að fara á ströndina. Er að fara að kenna á morgun í Egersund, sem er ca klukkutíma í burtu frá Stavanger með lest. Er að kenna fyrir eina úr lúðrasveitinni, hún er að fara til Ameríku á morgun. Sagði já áður en ég vissi að þetta væri í Egersund og fékk vægt sjokk þegar hún sagði að þetta væru 15 nemendur, stórir og litlir... Svo er lúðrasveitaræfing á fimmtudaginn hjá Konsenkorpset, lúðrasveit skólans míns. Við komum saman einu sinni á ári og spilum yfir nokkra marsa og marserum svo í Folketoget á 17. maí. Ég fæ líklegast að vera sólóklarinett þetta árið, allir hinir eru annaðhvort í Ameríku eða of feitir til að marsera. annars já, er lítið að frétta, bara sól og sumar og regnbogar og einhyrningar...svona eins og venjulega Berglind @ 13:01
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |