30 mars 2009

Á síðustu 2 dögum hef ég spilað fyrir rúmlega 700 manns. Á 2 tónleikum, þeim fyrri í Kristiansand á laugardagskvöld og seinni í Orstad, seinnipart sunnudags.

Í stuttu máli var helgin svona:
rúta, æfing, skipta um föt, tónleikar, borða, sofa.
vakna, rúta, æfing, borða, æfing, skipta um föt, tónleikar, rúta, sofa.

Fyrir utan mig voru um 20 hljóðfæraleikarar og 60 sannkristið kórfólk. Eftir helgina hef ég komist að því að sannkristið fólk fær ansi mörg móment, þar sem allt verður skýrt og þau annaðhvort finna trúna á Jesú á ný, finna "hið lifandi vatn", eða bara finna nálægðina við Guð. Sannkristnu fólki finnst líka afskaplega gaman og mikilvægt að lýsa þessum mómentum og tala um þau.
Held ég hafi allavega heyrt nóg af svona sögum fyrir lífsstíð...

Framundan er víst páskafrí. Ég ætla ekki að fara neitt, býst fastlega við því að eyða mestum tíma í æfingaherbergjum skólans og svo fyrir framan sjónvarp sem ég verð vonandi búin að kaupa þegar páskafríið hefst :)


Berglind @ 14:05
|



24 mars 2009



Þar sem 2008 er liðið, er Stavanger ekki lengur Menningarborg Evrópu og öll skiltin tekin niður. Og hvað verður um skiltin?! Jú þau eru, að sjálfsögðu, geymd á bílastæði fyrir aftan einhverja umboðsmannaskrifstofu, í miðju engustaðar, sem er sama hverfi og ég keypti hjólið mitt (og var með það í viðgerð um daginn, þar sem ég labbaði fram á þau) ...


Berglind @ 11:36
|



12 mars 2009

Fyrir þrem vikum var umhverfi skólans svona:








Núna er svona farið að gægjast út úr trjám og uppúr grasi og mold:





Æ, hvað það er stundum yndislegt að búa í útlöndum :)


Berglind @ 20:12
|



06 mars 2009

Fallegt ljód fyrir alla sem hafa einhvern tímann spilad á hljódfæri og kannast vid hljódid af mørgum fótum sem stappa næstum tví samtímis í gólfid :)

UNTIL I SAW YOUR FOOT...

I thought this music was in four,
Until I saw your foot.
But now I think it must be three
Or maybe five, I can't quite see.
Or six? Or maybe not.
I thought this piece was rather slow,
Until I saw your foot.
But now I think it's double speed.
Sometimes it's very fast indeed--
And other times it's not.

I thought conductors gave the beat,
Until I saw your foot.
But now I think it rather neat
To look at all the tapping feet
And choose the speed that I prefer,
And play along with him -- or her.
I find it helps a lot.

I thought my timing was all wrong,
Until I saw your foot.
Conductors beat both east and west,
But we don't play with all the rest;
We've found a tempo of our own,
And bar by bar, our love has grown.
Oh, I was feeling so alone,
Until I saw your foot.


Berglind @ 21:43
|



02 mars 2009

Og svo allt í einu var komið vor!

Ég sver, þegar ég kom út í morgun (sem þýðir um hádegisleytið á mínum tíma), þá var, mjög svo skyndilega, komið vor. Það eru sprottnir upp vorlaukar í garðinum og hitastigið er ekki lengur drulluskítkalt, heldur meira bara svalt. Vorið kemur sko með trukk og dýfu þetta árið...

Það er nokkuð áhugavert andrúmsloftið í skólanum þessa dagana. Það er prufuspilsvika, sem þýðir að okkur sem erum í skólanum, er úthýst og í staðinn er húsið fyllt af krökkum sem vilja komast í skólann. Þetta þýðir að úr hverju andliti hér, skín nú stress og áhyggjur, ég hef sjaldan séð jafn marga alvarlega svipi saman komna á einum stað ;)

Af því að ég fylgist alltaf svo illa með, þá hef ég verið óvart í fríi í næstum 2 vikur. Í síðustu viku hitti það bara þannig á, að öllum tímum, nema klarinetttímanum, var aflýst og svo var vetrarfrí í lúðrasveitinni, þannig að ég var í fríi þriðjudag til sunnudags. Svo er prufuspilsvika í skólanum, svo tæknilega séð eigum við ekki að vera í neinum tímum, en Håkon (klarinettkennarinn minn) hlustar aldrei á þannig og fæ ég því bæði spilatíma og kammertíma, auk þess að kenna bæði fimmtudag og föstudag, fimmtudag fyrir mig og föstudag fyrir Tone, sem er að prufuspila fyrir mastersnám, á meðan hún á að vera að kenna.

En jæja, ég er í alvörunni að vinna verkefni fyrir musikkestetikk, svo ég ætti að koma mér aftur að því...


Berglind @ 14:25
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan