![]() |
||||
04 febrúar 2009
![]() Suma daga ætti ég alls ekkert að fara á fætur... Þegar maður setur saman mína heppni og lélegt skyn fyrir góðum hugmyndum, þá er útkoman sko ekki í plús! ónei nr 1: Kom út og allt var hvítt. Það þýddi að ég gat ekki hjólað, heldur þurfti ég að labba. Það þýddi að það tæki 2/3 lengri tíma að komast niðrí skóla. ónei nr 2: Þurfti að fara til Tjensvoll, taka strætó þangað og tilbaka niðrí bæ, en missti að sjálfsögðu af strætó til baka, svo það var annaðhvort að bíða í hálftíma, eða labba niður bröttustu brekku í Stavanger og ná strætó þar. Ég valdi að labba niður brekkuna. Flaug þrisvar á hausinn. ónei nr 3: Náði strætó og komst að því að strætókortið mitt var tómt af peningum. Akkúrat núna. Hefði ég beðið uppfrá hefði ég bara þurft að labba yfir götuna í hraðbanka, en þar sem ég labbaði niðreftir, þurfti ég annaðhvort að labba upp brekkuna aftur, eða labba, í slabbi, á næstu bensínstöð, ca 10 mín í burtu, til að taka út pening. Þar sem brekkan er líklegast enn sleipari uppávið en niðurávið, þá valdi ég að labba á bensínstöðina. ónei nr 4: Kom í strætó, eftir að hafa tekið út pening hjá dónalegasta Norðmanni sem ég hef á ævinni hitt, og komst að því að það er ekki lengur hægt að fylla á strætókortin hjá bílstjórunum. Frábært. Sem þýðir að ég þarf að fara á skrifstofuna á morgun, sem þýðir að ég þarf að borga fullt gjald í strætó allan morgundaginn, eina dag vikunnar sem ég yfirleitt tek strætó. ónei nr 5: Labbaði frá miðbænum niðrí skóla, í gegnum Gamla Stavanger (myndin er tekin þar) og flaug á hausinn í 4ða skipti í dag. Fyrir framan fuuullt af fólki. Alveg svona listaflug, fætur beyglaðir í allar áttir og hendurnar út um allt. Auk þess tók þetta fáránlega langan tíma, að komast alveg niðrá hnén. Núna er ég hálfhrædd við að fara að æfa mig, er viss um að ég eigi eftir að missa klarinettið í gólfið og brjóta það, það myndi sko algerlega setja punktinn yfir i dagsins...! Berglind @ 20:05
|
|
links
ásta
quotes
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you? Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum. Nonni og Manni Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa. Nonni og Manni
archives
febrúar 2006
credits
|
|||
![]() |