![]() |
||||
18 desember 2008
Æfði mig í flugi í dag. Niður manndrápssleipu tröppurnar hjá Elísabetu. Kom alveg furðulega ósködduð frá þessari æfingu, með smá kúlu á hnakkanum, en annars bara finn ég ekkert til! Er semsagt komin heim, tók alveg heljarinnar ævintýrisferðalag, þar sem ég prufaði flestar gerðir almenningsfarartækja. Byrjaði á því að setjast upp í lest í Stavanger. Áður en við lögðum af stað var okkur tilkynnt að rafmagnslaust væri á milli tveggja staða svolítinn spotta fyrir utan bæinn. Svo það áttu að koma rútur til að keyra okkur framhjá rafmagnsleysinu. Það tók heljarinnar tíma fyrir rúturnar að koma og svo annað eins að keyra til Siri, þar sem beið lest nokkur. Sú lest fór bara til Kristiansand og þurftum við að bíða í tæpan klukkutíma eftir næturlestinni frá Osló. Þar var svo bíttað á lestum og brunað til Osló. Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð viss um að ég myndi missa af fluginu, enda var seinkunin tæpir 3 tímar þegar við komum til Kristiansand. En þegar við komum til Osló hafði lestarstjórinn aldeilis gefið í og seinkunin var bara 50 mín. Ég fékk svo far með hraðlestinni á flugvöllin og hafði góðan tíma í fríhöfninni. Til að gera ekki neitt. Hoppaði svo í vélina, þegar hún loksins kom og, eftir smá útsýnisflug um Skandinavíu (Oslóar og Stokkhólmsflugunum var slegið saman) og talsverða bið á Arlanda, kom ég loks til Íslands. Hef svo eytt síðustu dögum í ritgerðasmíðar, setti persónulegt met í ritgerðarsmíðahraða (eitthvað sem ég mæli ekki með), byrjaði á seinni ritgerðinni um 23.30 í gærkvöldi og kláraði rétt fyrir 6 í morgun! Báðar þessar ritgerðir fjalla um heimspeki í tónlist og þar sem ég er afskaplega lítið heimspekilega þenkjandi manneskja og hef gífurlega lítinn skilning á efninu vegna tungumálaörðugleika, þá tel ég mig heppna fái ég D... Berglind @ 03:02
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |