![]() |
||||
07 nóvember 2008
Skrapp í búðina í gær, þá sem er í hverfinu sem ég bý í, Storhaug. Það er smá labbitúr þangað, ekkert upp eða niður brekku, heldur bara flatt. Sem gerði það að verkum að ég villtist. Allsvakalega. Tók mig um 10 mínútur að labba í búðina og góðar 45 að labba heim. Hafði lengi ekki hugmynd um hvar ég var eða hvernig ég kæmist heim aftur. Fann svo mjög, svo skyndilega, götuna við hliðina á minni götu. Var samt svo rammvillt að ég fór í vitlausa átt eftir götunni og fann út að hverfið, sem er við þann enda götunnar er bara mjög svo "shady". Allavega er ég fegin að ég bý hérna megin... Annars er ég bara að gubba á þessu fjandans verkefni (þessu með grunnskólasýninguna). Er komin með svo upp í háls af þessu að það er ekki fyndið. Og þegar jassgaurinn opnar munninn, oftar en ekki til að benda mér á að ég hafi spilað vitlausa nótu, þá langar mig helst til að lemja úr honum tennurnar. Meina, ég heyri sjálf að ég spila vitlausar nótur hér og þar og það er ekki eins og það sé eitthvað vandamál, meira svona að ég þurfi að anda eða spili óvart fís í stað f. Það þarf ekki að benda mér á það í hvert einasta fokkings skipti. Svo er ekki eins og hann spili allt pörrfekt! Ég ætti kannski að taka upp á því að benda honum á minnstu vitleysur sem hann gerir?! Sé það alveg fyrir mér, "þú átt að slá á diskinn þarna...þú átt að trampa þarna...komst of seint inn með þetta..." Án gríns, kannski ég geri þetta á miðvikudaginn! ....um þetta leyti eftir nákvæmlega þrjár vikur... Líklegast besti dagur lífs míns!! Að öðru skemmtilegra... Er komin með nýtt klarinettkaupaplan. Ekki alveg það gáfaðasta, en hey... Ætla að fara til London um leið og ég finn þrjá lausa daga og fjárfesta þar í A-klarinetti og munnstykki. Pundið er það mikið hagstæðara en evran að prestige klarinett er 3.500 kr ódýrara en í París. Auk þess sem búðin er með hrikalega flott úrval af munnstykkjum, Charles Bay og Walter Grabner og allskonar :) Svo nú bíð ég spennt eftir að fá að vita um dagsetningu á estetikk prófi og vonandi kemst ég fyrir jól :) Annars strax eftir þau... Berglind @ 18:37
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |