![]() |
||||
26 nóvember 2008
Nú sér fyrir endann á leiðinlega verkefninu. Erum búin að sýna 5 sýningar af 9 og því meira en hálfnuð. Er aðeins farin að hugsa um þetta rapport sem við eigum að gera, hvort ég eigi að vera hreinskilin eða dempa mig aðeins ;) Hugsa að ég dempi mig nú smávegis, þó síðasta spurningin sé "hvað hefurðu lært af þessu verkefni". Þar langar mig afskaplega mikið að skrifa "að ég vil aldrei aldrei aldrei gera svona sýningu aftur." Aðrar og skemmtilegri fréttir eru að skólahljómsveitin mín vann keppnina sem þau tóku þátt í um síðustu helgi. Með 98 stig af 100 mögulegum, sem er fáránlega flott :D Stelpurnar mínar stóðu sig hrikalega vel, ég reyndar gat ekki verið þarna sjálf, því ég var útí sveit að halda námskeið fyrir Hana Skolekorps (sem fyrir svo skemmtilega tilviljun er með hana í merkinu sínu, þó svo að Hana sé bara hverfi/þorp hér á Jæren), en hef það frá fólki sem var á staðnum að þær séu fáránlega góðar þarna klarinettstelpurnar :) Svo er ég víst að fá fleiri nemendur á morgun. Sem þýðir fleiri peninga. Sem er sko BARA gott akkúrat núna :) Það munu koma inn 8 nýir klarinettkrakkar, komust víst ekki eins margir og vildu, en fékk að vita það frá litlu aspirantstelpunni minni (aspirant=1. árs nemandi) að ALLIR í hennar bekk sóttu um á klarinett af því að hún spilaði á klarinett ;) Svo eru bara 17 dagar þar til ég kem heim. Sem þýðir reyndar að það eru bara 13 dagar í klarinettpróf. Og 12 dagar í estetikkpróf. Sem tekur reyndar alveg heila viku og þetta er heimapróf, sem þýðir að við fáum að gera það heima og nota allt hjálparefni sem við finnum... Berglind @ 23:10
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |