20 nóvember 2008

Þá er jólafríið komið á hreint. Það verður hringlaga.
Kem semsagt heim 13. des, eftir smá rúnt um Skandinavíu. Tek nefnilega næturlestina til Osló, en hún þræðir suðurströndina í gegnum Kristiansand og þar. Flugvélin mín tekur svo útsýnisflug yfir til Svíþjóðar, en Oslóar og Stokkhólmsvélarnar voru víst sameinaðar...kreppan og allt það.
Á Fróni mun ég dveljast í heilar 3 vikur og 4 daga, en yfirgef klakann um leið og Giljastaur yfirgefur byggð, eða þann 7. janúar. Þá tek ég flugið til London, þar sem ég mun fjárfesta í einu stykki klarinetti áður en ég held heim til Stavanger að kvöldi þess 9.

Það var frekar áhugavert að kaupa flugmiðann frá Íslandi til London, en flugvallaskattarnir voru dýrari en flugið sjálft... Hvað er málið með það?!

Annars er allt í góðu hér, nú er bara eftir ein generalprufa á sýningunni okkar og svo ein vika með sýningum í grunnskólum hér í sveitinni. Jei :)

Elísabet var líka í heimsókn hérna um síðustu helgi. Hún kom á fimmtudagskvöldið, um það leyti sem byrjaði að rigna eftir stígvélaþurrkinn. Var allan föstudaginn og laugardaginn og fór svo á sunnudaginn, eða þegar stytti upp á ný.
Það var æðislegt að fá hana í heimsókn, eiginlega of æðislegt, því mikið ógurlega saknaði ég hennar þegar hún var farin (og geri enn!) Henni ofbauð eiginlega hvernig ég bjó (átti eina skál og tvö glös og svoleiðis), svo við fórum í IKEA, þar sem var verslað eins og Borgarhraunssystrum (hinum tveimur eldri þeas) er lagið. Að sama skapi er íbúðin mín ógurlega kósí og fín og ég get boðið fólki í heimsókn og boðið því upp á eitthvað :)

Svo reyndar gerðust þau undur og stórmerki að ég heyrði talaða íslensku! Í skólanum mínum!! Tók alveg smá stund fyrir fattarann í mér að fara í gang og svo þorði ég ekki einu sinni að tala við konurnar *roðn*. Býst við því að þær séu hér á Messiaen hátíðinni, því eina tengingin sem ég get fundið er að píanókennarinn hér var á Íslandi í sumar með masterclass og hann er líka að kenna masterclass á hátíðinni, enda Messiaen fræðingur með meiru...

En já, þetta var helst í fréttum...


Berglind @ 20:41
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan