09 október 2008

Undanfarna daga hefur Ísland verið mikið í fréttum hérna megin við hafið og þar sem ég er Íslendingur er gjarnan rætt um þessar fréttir þegar ég er nálægt. Sem er ekkert svakalega gott fyrir mig, því ég veit eiginlega ekkert hvað er á seyði nema að ríkið er að kaupa alla banka og krónan er í frjálsu falli...
Í dag var ein slík umræða í gangi í mötuneytinu og ein stelpa, sem jafnan virðist bara með ágætar gáfur og skilning, spurði:
"En af hverju reddar Danmörk ykkur ekki? Þið heyrið jú undir Danmörk!"
Ég varð alveg bit og gat ekki annað en bara hlegið og náði svo að stama útúr mér "ööö, nei. Við höfum verið sjálfstæð þjóð í meira en 60 ár."
Þetta allavega bjargaði alveg deginum fyrir mig ;)

Og hvað ætli fátækur íslenskur námsmaður í útlöndum geri þegar svona stendur á?! Jah, allavega pantaði ég flug heim í nokkra daga :) Er semsagt loksins búin að panta flugið fyrir þetta dæmi fyrir háskólann og verður víst ekki aftur snúið. Var næstum því hætt við um daginn, þegar ég fékk email frá norska sendiherranum á Íslandi að dagurinn hefði verið fluttur aftur um einn dag, eða til 22. okt. Þetta kom að sjálfsögðu á besta tíma, þar sem dansekvinnen er í Afríku og hinn aðalkennarinn er líka í burtu og hvorugt kemur tilbaka fyrr en á miðvikudaginn í næstu viku, svo ég gat ekki fengið leyfi hjá neinum. En ég tók bara sénsinn og pantaði flugið, með samþykki hinna í grúppunni minni.
Svo þar sem krónan er svo helvíti hagstæð, þá er gisting á Hilton bara alveg möguleiki :D Held samt að Cabin verði fyrir valinu...

Annars er frekar erfitt að ná í mig þessa dagana, síminn minn er kominn með svo mikið attitjúd vandamál að hann er að gera mig bilaða. Ef fólk reynir að hringja í mig, er bara happ og glapp að síminn minn taki við símtalinu, komin frekar mörg atvik þar sem fólk segist hafa verið að reyna að ná í mig og ég bara huh?! því ekki hefur síminn sýnt þess eitt einasta merki... Þeas. þegar hann er ekki batteríslaus, en batteríið lifir rétt tæplega frá morgni til kvölds, ef ég td hringi eitt símtal, þá get ég vel búist við því að hann deyi um fimm leytið...

En óvell, grjónagrauturinn er tilbúinn og ég farin að borða...mmmmm :)


Berglind @ 15:07
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan