![]() |
||||
18 október 2008
Sit á flugvellinum á Sola og er að klára netinneignina mína sem ég keypti fyrir löööngu... Ég held að ég hafi náð nýjum hæðum í afslappelsi (lesist: kæruleysi) fyrir flug. Vaknaði um "aðeins" seinna en ég ætlaði í morgun og tók mig til í svona ó-sjitt-verð-að-flýta-mér kasti, dreif mig út og niður í bæ. Komst að því að flugrútan sem ég hafði planað að taka, er ekki til lengur (þeas búið að fækka ferðum og taka út akkúrat þá ferð sem ég ætlaði með), sem þýddi bara panikk. Og svo leigubíll. Sem betur fer er flugvöllurinn ekki langt í burtu, svo það var ekki of dýrt, en vikusparnaðurinn varð eftir hjá leigubílstjórunni. Svo dríf ég mig í gegnum inntékk og sekjúrití og sest svo niður og bíð. Hliðið ekki enn komið upp, svo ég bíð lengur. Svo þegar klukkuna vantar tíu mínútur í brottför kíki ég aftur, hálfhissa á því að ég sé nánast ein í flugstöðinni, engin vél fyrir utan eða neinn umgangur. Lít svo eitthvað nánar á klukkuna og sé að hana vantar tíu mínútur í tíu en ekki ellefu... Annars er ég enn með gæsahúð eftir gærkvöldið. Martin Fröst var svo-góður-að-orð-fá-ekki-lýst. Gaurinn spilaði klarinettukonsert Mozarts og já, bara ómægod... Enda fékk hann líka standandi hyllingu á eftir :) Klarinettukonsertinn er sko nógu erfiður, en hann gerir sér lítið fyrir og bætir inn allskonar skrauti og trillum og spilar eins og hann sé að spila Gamla Nóa. Svo hann spilaði eitt lag í viðbót, klezmerstykki og það var jú bara ennþá meira ómægod :) Svo eftir pásuna, kemur ekki gaurinn út í sal og sest bara rétt hjá mér! Hefði getað teygt mig aðeins og snert á honum hárið... fannst það samt frekar óviðeigandi, svo ég sleppti því í þetta skiptið ;) Berglind @ 09:25
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |