![]() |
||||
16 október 2008
Oooog... ég er orðin fræg! Búin að vera í útvarpinu og allt :þ Hringdi einhver gaur frá UIS í gær og spurði hvort hann mætti gefa útvarpsmanni símanúmerið mitt, tók það sérstaklega fram að hann vissi ekkert útaf hverju eða um hvað málið snerist. Ég sagðist nú vera nokkuð viss um það og gaf honum leyfið. Svo stuttu seinna hringdi gaurinn frá NRK Rogaland og spurði mig einhverra spurninga um ástandið á Íslandi (en ekki hvað?!) og hvernig það kæmi við mig. Svo bauð hann mér í viðtal í útvarpinu og mætti ég í útvarpshúsið fyrir sjö í morgun!! Vaknaði semsagt kl 6.15, en það er um það bil 5 og hálfum klukkutíma áður en hausinn á mér vaknar... Ég náði nú samt alveg að segja eitthvað af viti, enda búin að spurja pabba spjörunum úr kvöldið áður ;) Hann spurði samt aðallega um hvernig þetta kæmi við fólk og við mig og auðvitað dramahliðina á öllu saman. Ekki skemmdi heldur fyrir að Dagbladet birti í gær grein um að á Íslandi væru til birgðir af mat fyrir 5 vikur og svo ekki söguna meir... En annars er það bara Ísland eftir 2 daga :) Jei fyrir því! Berglind @ 11:38
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |