![]() |
||||
27 október 2008
Jæja, þá er Íslandstúrinn yfirstaðinn. Var æði að koma heim og hitta alla og allt. Fékk samt eitthvað sem ég er ekki alveg að fíla neitt svakalega. Vaknaði á þriðjudagsmorgun með hálsbólgu sem núna hefur þróast í vondan hósta og erfiðleika með að anda. Og þegar maður spilar á blásturshljóðfæri er það ekki alveg að gera sig :( Og svo smá um internetsöguna endalausu... Kom heim á fimmtudagskvöld og þá allt í einu þurfti ég lykilorð á internetið! Sem ég auðvitað hef ekki, en jafn skyndilega í fyrradag komst ég inn og allt í læ og internetið hefur aldrei verið betra. Fæ næstum fullt hús hvar sem ég sit með tölvuna!! Af símasögunni endalausu þá hef ég komist að því að sennilega er ekki úberlélegt símasamband í kjallaraíbúðinni minni, heldur er síminn minn úberlélegur í að ná símasambandi. Var nefnilega að spila á tónleikum í gær og náði engu sambandi inní kirkjunni, minntist á það við Ragne Marthe og hún leit á sinn síma, sem var með fullt samband!! Svo það bætist við listann, sem inniheldur ónýtt batterí, síminn velur sjálfur hver má tala við mig og hver ekki og hann er óóótrúlega sló.. Svo ég ætti virkilega að fara að kaupa mér nýjan síma, er að skoða málið þessa dagana... Berglind @ 19:45
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |