![]() |
||||
31 október 2008
Gleðilega hrekkjavöku allir saman! Ég má segja þetta, því hér í landi er aksjúallí haldið upp á hrekkjavöku. Ekki eins brjálað og í USA, en það má sjá grasker hér og þar og í gær voru allar hillur í Nille hlaðnar hrekkjavökudóti og fullt út úr dyrum. Í kvöld klæða krakkar sig svo upp og labba í heimahús og sníkja nammi með "trick or treat". Norðmenn eru ekki jafn mikið fyrir að "norska" hlutina, eins og Íslendingar leggja sig fram í að íslenska þá... Sem tónlistarkennara finnst mér hrikalega gott á foreldra að hrekkjavaka sé núna á föstudegi. Í fyrra var hún á miðvikudegi og börnin sem ég fékk í klarinett tíma daginn eftir voru svo upptjúnuð að það var engu lagi líkt. Núna fá foreldrarnir sko að kenna á því á morgun...hahaha! Annars er ég búin að fjárfesta í nýjum síma. Pantaði af netinu og kíki núna á posten.no á korters fresti til að athuga með hann. Hann kom til Stavanger kl 12.40 í dag, svo ég vona að ég fái hann á morgun :) ALgjör snilld þetta sporingssystem hjá Póstinum... Annars er lítið að frétta, Dvorák í kvöld hjá sinfóníunni og svo er planið að horfa á Psycho í kvöld, ef ég þori ;) Hef lengi horft á hulstrið á bókasafninu og langað að taka hana, en hingað til hef ég ekki einu sinni þorað að taka hana úr hillunni ;) fyrr en í gær, en tók líka alveg 4 hryllingsmyndir ;) efast stórlega um að ég horfi a þær allar. Annaðhvort það eða ég sef ekki alla helgina ;) Berglind @ 15:09
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |