![]() |
||||
25 september 2008
Ohhh...pirrr....! Ég er í tímum þessa önnina sem eru að eyðileggja allt fyrir mér... Þetta eru vinnutímar, heita þverfaglegt verkefni og snúast um að öllum á þriðja ári (í klassík, dans og jazz) er skipt upp í hópa og við eigum að búa til sýningu til að sýna í grunnskólum síðustu vikuna í nóvember. Ég er að öllu leyti ósátt við þessa tíma, sem við erum skylduð til að mæta 100% í. Fyrir það fyrsta er þetta mínu námi algerlega óviðkomandi, fyrir utan að jú, ég spila aðeins á klarinett í okkar sýningu (ekki einu sinni klassíska tónlist, eða neitt sem gæti mögulega talist krefjandi). Svo tekur þetta hrikalega mikinn tíma, við erum skylduð til að vinna í þessu í 6 tíma á viku og ofan á það kemur undirbúningur og önnur heimavinna. Það eru allar verkefnavikur þessarar annar lagðar í þetta dæmi, þá eigum við að vera að vinna í þessu frá 10-16 alla virku dagana og svo hafa orku til að æfa okkur. Við eigum að fara með sýninguna í grunnskólana síðustu vikuna í nóvember. Sem er líka síðasta vikan fyrir jólaprófin. Þá erum við í burtu allan daginn, erum með 2-3 sýningar á dag og eigum svo að hafa orku til að æfa okkur. Mætingarskylda er 100% í þessa tíma. En við megum samt "skrópa" tvisvar ef við höfum góða ástæðu til þess. Ég var fyrir löngu búin að plana að fara á MND ráðstefnuna í Englandi síðustu vikuna í október. Ef ég yrði allan tímann, myndi ég missa af 4 tímum, svo ég þarf að fara fyrr heim til að ná á þennan bjánatíma. Svo bauðst mér í gær að fara fyrir hönd UiS til Íslands og sitja einhvern fund með Háskóla Íslands, vegna mögulegs samstarfs HÍ og UiS. En nei, það er líklegast ekki að gerast, því danskellingarskrukkunni sem er yfir þessu "fagi", finnst þetta svo mikið vesen, að ég sé í burtu rétt áður en við eigum að fara í skólana... Nú er dramadrottningin í mér sko virkilega ósátt, að það eigi að banna mér að fara heim, algerlega fríkeypis (flug, uppihald og allt), af því að ég þarf að vera í einhverjum tímum, sem tengjast mínu námi akkúrat ekki neitt! Berglind @ 14:02
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |