![]() |
||||
29 september 2008
Ohh, ég gæti grenjað núna!! Ég pantaði mér far til París í endaðan október. Ætlunin var að kaupa mér A-klarinett. Daginn sem ég pantaði þetta, átti ég fyrir klarinettinu í íslenskum peningum og planaði að borga flug, hótel og uppihald í norskum óperupeningum, sem ég vann mér inn með blóði, svita og tárum í síðustu viku. Gott plan. Nema... Í dag hefur krónan lækkað það mikið að klarinettið er tæpum 100 þúsund kalli dýrara en það var daginn sem ég pantaði flugið... Get mögulega reddað þessu með því að millifæra alla peningana mína til Noregs, þá tapa ég allavega ekki meiru á næsta mánuði :( Svo var einhver ábyrgðarfullur nemi hér við skólann sem stal símanum mínum! Eða sko, ekki alveg samt ;) Skildi símann víst eftir í smástund á borði frammi á gangi. Svo loksins þegar ég man eftir honum og fór fram, þá var enginn sími þar, heldur bara miði um að hér hafi fundist sími og farið hafi verið með hann inn á skrifstofu. Og það var að sjálfsögðu akkúrat búið að loka skrifstofunni... Sver það að annaðhvort hef ég gert eitthvað hrikalegt karmalega séð, eða þá að það er eitthvað stórt og fráááábært sé í vændum... Plís að það sé það seinna...prittí, prittí plís!! Berglind @ 17:11
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |