![]() |
||||
10 september 2008
Þetta með internetið var víst bara djók. Núna sit ég í skólanum til að gera það allra nauðsynlegasta, og svona líka aðeins minna nauðsynlegt, því ég næ ekki interneti heima hjá mér, nema einstaka sinnum og þá snemma á morgnana (klukkan svona 6-6.30) og sénsinn að ég vakni bara til þess að fara á netið! Svo að núna bý ég í hybelinu mínu, án sjónvarps og internets. Ég hélt alltaf að ég gæti ekki verið lengi án sjónvarps eða internets, en það venst alveg furðulega fljótt. Verð nú samt að viðurkenna að ég svindla helling, horfi á dvd í tölvunni, með hjálp frá bókasafninu og lagernum mínum. Hef nú komist að því að það að horfa á hálfa seríu af The L Word (lesbíuþátturinn) á tveim kvöldum, er eiginlega mannskemmandi. Ég allavega skil ekkert í því að það sé til fólk sem ekki er gullfallegt og að allar konur hoppi ekki á hvora aðra þegar þær hittast, þegar ég svo kem út í alvöru heiminn... Annars er hybelið mitt mjög fínt, á besta stað í bænum, tekur svona 10 mín að hjóla í skólann og ca 5 mín að labba niðrí bæ, sem ég geri samt helst ekki þessa dagana, því ég er að reyna að spara. Og hef alveg tekist það, að eyða ekki nema í nauðsynjar, mat og svoleiðis ;) Í gær fór ég á lúðrasveitaræfingu númer tvö. Í þetta skiptið var ég aaalein á alt sax og það bara hrundu til mín sóló í hverju einasta fokkings lagi! Ég sem hélt að alt sax væri svona undirleiks í lúðrasveit, einskonar úmpah hljóðfæri, en ónei, skil ekkert í því að saxarnir eru ekki látnir standa fremst, svona til að aumir klarinettuleikarar séu ekki plataðir á saxinn... Í þessari lúðrasveit eru á bilinu 50-60 manns, sem þýðir að á síðustu 2 æfingum hef ég þurft að kynna mig svona 30-40 sinnum. Það þýðir hinsvegar að ég hef þurft að segja nafnið mitt oftar en 100 sinnum. Það tekur fólk nefnilega oftast 3-4 tilraunir til að ná nafninu mínu. Það er á svoleiðis stundum sem mig langar bara að heita Anna... Já, það er eiginlega ekkert meira að frétta, jú, nema að ég fæ líklegast trompetinn minn í dag, þennan fjólubláa sem ég keypti af ebay í vor. Það er sko búið að vera vesen, enda ekki við öðru að búast þegar ég kem við sögu. Hann lenti nefnilega í tollinum, og var fastur þar í allt sumar, því ég þurfti að borga hann út. Nú, ekki gat ég látið senda hann heim til Abdellah, þegar ég var flutt þaðan, svo ég gaf kallinum upp heimilisfangið hjá háskólanum, en það átti bara að vera formsatriði, því þeir eiga að hringja til að athuga hvort maður sé heima áður en þeir koma. En sá sem kom með pakkann minn, gerði það greinilega ekki og droppaði honum bara á póstmóttöku háskólans. Svo fæ ég bara allt í einu email um að ég hafi fengið pakka og geti náð í hann þar. Nema, að póstmóttakan er aldrei opin, ég reyndi að fara þangað og það var lokað, ég reyndi að hringja og þeir svöruðu ekki. Svo að ég sendi svar á emailið um að ég vildi fá nákvæman tíma hvenær það væri í alvörunni opið hjá þeim og fékk svar tilbaka að þeir gætu bara sent pakkann hingað niður til Bjergsted. Svo að hann er víst á leiðinni hingað á eftir :) Og núna er ekkert meira að frétta frá mér! Þangað til næst... Berglind @ 12:26
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |