![]() |
||||
28 september 2008
Þetta með internetið er að verða saga í nokkrum köflum. Ég fann heitan punkt, þar sem ég fæ alveg 3 strik af 4 mögulegum og fæ ágætis hraða á netinu með þeim strikum. En svo í gær ákvað tölvan að þetta internet væri henni ekki samboðið og neitar að hleypa mér á netið, þó svo að airportið sé alveg með 2-3 strik... Gaman að þessu! Annars er fátt að gerast annað en pirrandi hlutir þessa dagana. Er allskostar ekki viss um að ég nenni að standa í þessu með Íslandstúr. Auðvitað væri ljúft að koma gersamlega fríkeypis heim, en fyrst þessi kellingarbeygla þarna ætlar að fara yfirum (hún kvartaði í skrifstofuna!!), þá er ég ekki að nenna að standa í þessu veseni. Nú semsagt þarf ég að sækja um sérstakt leyfi til þess að geta farið til Englands. Sem þýðir að ég þarf að eltast við hvern einasta kennara sem kennir mér eitthvað (eða sér um asnalega tíma sem ég er skylduð nauðug til að mæta í) og fá undirskrift um að það sé hans vegna í lagi að ég verði frá skólanum þessa daga sem ég ætlaði að vera í burtu. Og svo er auðvitað verkefnavika í næstu viku, svo ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að finna kennarana, nema auðvitað þá sem "kenna" tverrfaglig... Allur sá metnaður sem ég hafði fyrir þetta verkefni í upphafi annar er farinn útum þúfur, ég mun héðan af gera sem minnst, hafa sem minnstan metnað og leggja minnstan mögulegan tíma í þetta dæmi... Var að spila á óperuhátíð í síðustu viku, ásamt fleirum "sérstaklega völdum" (beint úr prógramminu) nemendum úr skólanum. Konan sem stjórnaði kunni ekki að stjórna, hvorki að telja rétt, eða sveifla höndunum rétt. Svo ef við reyndum að koma með athugasemdir eins og hún þyrfti að gefa okkur tíma til þess að gera okkur klár áður en hún byrjaði var svarið "þið verðið bara að taka betur eftir", eins og það hjálpaði eitthvað þegar hún stendur kjur og horfir eitthvað út í loftið og svo bara allt í einu "og núna!" og þá eigum við að byrja! Ekki hjálpaði það heldur að hún stjórnaði eftir píanóútdrætti og vissi þar af leiðandi ekkert hver átti að koma inn með sóló hér og þar og meirasegja í sumum lögum vorum við með eitthvað allt annað en hún vildi meina að við værum með, tók heillangan tíma fyrstu æfingarnar að gera henni grein fyrir því að við gætum ekki spilað það sem ekki stæði í nótunum og gætum ekki vitað að við ættum að hoppa yfir 30 og eitthvað takta í nótunum, nema að hún segði okkur það... Þessi síðasta vika var semsagt alger brandari, held ég hafi sjaldan flissað jafnmikið á æfingum og á þessum :) Svo fór gærdagurinn í að spila á tónleikum með Kvadrat Musikkorps, námskeið frá 10-2, tónleikar kl 4 og svo teiti um kvöldið. Við getum orðað þetta þannig, að fyrir utan Åsmund (sem eiginlega er 40 ára í anda), þá yngdi ég meðalaldurinn um ca 10 ár. Til að byrja með var teitið ekkert leiðinlegt, bara verið að tala saman og maturinn (sem ég kveið soldið fyrir, eftir fyrri reynslur) reyndist vera mjög góður, taco og tortilla allskonar! Svo leið á kvöldið og fólk drakk meira og meira og varð skrítnara og skrítnara. Gafst svo upp þegar Ole Ivar var skellt á fóninn og allir með það sama út á dansgólf :) Fór reyndar ekki alveg strax, því ég áttaði mig á því að ég hef aldrei á ævinni séð fólk dansa svona alvöru, í pörum og aksjúallí verið að dansa einhvern ákveðinn dans, eins og vals og svoleiðis...! En komst að því að þetta var ekkert fyrir mig og kvaddi fljótlega ;) Við tók svo klukkutíma rölt um Forus, fyrst til að finna bensínstöð og ná mér í pening og svo til að finna strætóstoppistöð... Ágætis ævintýri ;) Annars er haustið að kikka inn þessa dagana, laufin á trjánum eru að byrja að gulna og það er svona að byrja að verða soldið kalt á nóttunni. Reyndar hefur veðrið verið ótrúlega fínt, sól, smá gola og alveg á mörkunum að maður þurfi að vera í peysu yfir daginn. Einn daginn var reyndar rigning, verð að viðurkenna að ég hafði alveg gleymt möguleikanum á því að það gæti rignt og var því nokkuð hissa þegar ég kom út að það var allt blautt. Fannst þetta líka yfirmáta óþægilegt, svo við tölum ekki um leiðinlegt! En það stytti upp daginn eftir og ég gat tekið gleði mína á ný :) En núna held ég að það sé orðið laust æfingaherbergi, svo ég er farin! óver and át Berglind @ 20:38
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |