01 september 2008

Ef þú værir bíllykill, hvar myndirðu þá fela þig?!

Jú, ef þú værir bíllykill í minni vörslu, þá gæti verið að þér fyndist ferlega sniðugt að límast fastur í límband undir kassa og vera algerlega pikkfastur þar, þangað til ég skrapaði þig undan með því að nenna ekki að lyfta kassanum almennilega upp í bílinn...
Meina, hversu ömó er hægt að vera þegar maður er einn lítill bíllykill?!
Og djös að mér hafi ekki dottið í hug að líta UNDIR kassana í öll þau skiptin sem ég var að leita að fjandans lyklinum!!

En já, lykillinn er semsagt fundinn og þarf ég því væntanlega ekki að borga nema 1250 kr í sekt, í stað 3125 kr, hefði ég týnt honum algerlega...

Ég er núna alveg næstum því flutt í nýju íbúðina mína. Hún er bara voðalega sæt eitthvað finnst mér. Kannski er ég bara svona ánægð yfir að flytja í mína "eigin" íbúð, en mér finnst hún bara hugguleg. Samt á ég nú eftir að sakna Mette og Therese alveg ofboðslega, finn það alveg strax.

Ég byrjaði í skólanum í dag. Fór í einn tíma, musikestetikk og filosofi. Veit ekki alveg hvað estetikk þýðir, en þetta er eitthvað um heimspekina og dótarí. Kennarinn, hann Per Dahl, er algert æði, svona algerlega krúttlegur kall, hlær á ótrúlega fyndinn hátt og já, bara svo mikið rassgat ;)
Svo fer ég í næsta tíma á miðvikudaginn, sá tími er í Storhaug skóla (eigum að fylgjast með barnatónlistarsýningu) og haldiði ekki að það sé skólinn í næstu götu við nýju íbúðina!! Nú er sko Karma eitthvað að gera mér upp leiðindalykilinn ;)
Annars er ég í voðalega fáum tímum í skólanum í vetur, sem er ágætt, því ég þarf víst að finna mér einhverja vinnu svona með, til að eiga efni á nýju klarinetti og svo til að eiga efni á að halda áfram í skólanum næsta vetur ;)


Berglind @ 22:17
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan