29 september 2008

Ohh, ég gæti grenjað núna!!

Ég pantaði mér far til París í endaðan október. Ætlunin var að kaupa mér A-klarinett. Daginn sem ég pantaði þetta, átti ég fyrir klarinettinu í íslenskum peningum og planaði að borga flug, hótel og uppihald í norskum óperupeningum, sem ég vann mér inn með blóði, svita og tárum í síðustu viku. Gott plan. Nema... Í dag hefur krónan lækkað það mikið að klarinettið er tæpum 100 þúsund kalli dýrara en það var daginn sem ég pantaði flugið...
Get mögulega reddað þessu með því að millifæra alla peningana mína til Noregs, þá tapa ég allavega ekki meiru á næsta mánuði :(

Svo var einhver ábyrgðarfullur nemi hér við skólann sem stal símanum mínum! Eða sko, ekki alveg samt ;) Skildi símann víst eftir í smástund á borði frammi á gangi. Svo loksins þegar ég man eftir honum og fór fram, þá var enginn sími þar, heldur bara miði um að hér hafi fundist sími og farið hafi verið með hann inn á skrifstofu. Og það var að sjálfsögðu akkúrat búið að loka skrifstofunni...

Sver það að annaðhvort hef ég gert eitthvað hrikalegt karmalega séð, eða þá að það er eitthvað stórt og fráááábært sé í vændum... Plís að það sé það seinna...prittí, prittí plís!!


Berglind @ 17:11
|



28 september 2008

Þetta með internetið er að verða saga í nokkrum köflum. Ég fann heitan punkt, þar sem ég fæ alveg 3 strik af 4 mögulegum og fæ ágætis hraða á netinu með þeim strikum. En svo í gær ákvað tölvan að þetta internet væri henni ekki samboðið og neitar að hleypa mér á netið, þó svo að airportið sé alveg með 2-3 strik... Gaman að þessu!

Annars er fátt að gerast annað en pirrandi hlutir þessa dagana. Er allskostar ekki viss um að ég nenni að standa í þessu með Íslandstúr. Auðvitað væri ljúft að koma gersamlega fríkeypis heim, en fyrst þessi kellingarbeygla þarna ætlar að fara yfirum (hún kvartaði í skrifstofuna!!), þá er ég ekki að nenna að standa í þessu veseni. Nú semsagt þarf ég að sækja um sérstakt leyfi til þess að geta farið til Englands. Sem þýðir að ég þarf að eltast við hvern einasta kennara sem kennir mér eitthvað (eða sér um asnalega tíma sem ég er skylduð nauðug til að mæta í) og fá undirskrift um að það sé hans vegna í lagi að ég verði frá skólanum þessa daga sem ég ætlaði að vera í burtu. Og svo er auðvitað verkefnavika í næstu viku, svo ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að finna kennarana, nema auðvitað þá sem "kenna" tverrfaglig...
Allur sá metnaður sem ég hafði fyrir þetta verkefni í upphafi annar er farinn útum þúfur, ég mun héðan af gera sem minnst, hafa sem minnstan metnað og leggja minnstan mögulegan tíma í þetta dæmi...

Var að spila á óperuhátíð í síðustu viku, ásamt fleirum "sérstaklega völdum" (beint úr prógramminu) nemendum úr skólanum. Konan sem stjórnaði kunni ekki að stjórna, hvorki að telja rétt, eða sveifla höndunum rétt. Svo ef við reyndum að koma með athugasemdir eins og hún þyrfti að gefa okkur tíma til þess að gera okkur klár áður en hún byrjaði var svarið "þið verðið bara að taka betur eftir", eins og það hjálpaði eitthvað þegar hún stendur kjur og horfir eitthvað út í loftið og svo bara allt í einu "og núna!" og þá eigum við að byrja!
Ekki hjálpaði það heldur að hún stjórnaði eftir píanóútdrætti og vissi þar af leiðandi ekkert hver átti að koma inn með sóló hér og þar og meirasegja í sumum lögum vorum við með eitthvað allt annað en hún vildi meina að við værum með, tók heillangan tíma fyrstu æfingarnar að gera henni grein fyrir því að við gætum ekki spilað það sem ekki stæði í nótunum og gætum ekki vitað að við ættum að hoppa yfir 30 og eitthvað takta í nótunum, nema að hún segði okkur það...
Þessi síðasta vika var semsagt alger brandari, held ég hafi sjaldan flissað jafnmikið á æfingum og á þessum :)

Svo fór gærdagurinn í að spila á tónleikum með Kvadrat Musikkorps, námskeið frá 10-2, tónleikar kl 4 og svo teiti um kvöldið. Við getum orðað þetta þannig, að fyrir utan Åsmund (sem eiginlega er 40 ára í anda), þá yngdi ég meðalaldurinn um ca 10 ár. Til að byrja með var teitið ekkert leiðinlegt, bara verið að tala saman og maturinn (sem ég kveið soldið fyrir, eftir fyrri reynslur) reyndist vera mjög góður, taco og tortilla allskonar! Svo leið á kvöldið og fólk drakk meira og meira og varð skrítnara og skrítnara. Gafst svo upp þegar Ole Ivar var skellt á fóninn og allir með það sama út á dansgólf :) Fór reyndar ekki alveg strax, því ég áttaði mig á því að ég hef aldrei á ævinni séð fólk dansa svona alvöru, í pörum og aksjúallí verið að dansa einhvern ákveðinn dans, eins og vals og svoleiðis...! En komst að því að þetta var ekkert fyrir mig og kvaddi fljótlega ;)
Við tók svo klukkutíma rölt um Forus, fyrst til að finna bensínstöð og ná mér í pening og svo til að finna strætóstoppistöð...
Ágætis ævintýri ;)

Annars er haustið að kikka inn þessa dagana, laufin á trjánum eru að byrja að gulna og það er svona að byrja að verða soldið kalt á nóttunni. Reyndar hefur veðrið verið ótrúlega fínt, sól, smá gola og alveg á mörkunum að maður þurfi að vera í peysu yfir daginn. Einn daginn var reyndar rigning, verð að viðurkenna að ég hafði alveg gleymt möguleikanum á því að það gæti rignt og var því nokkuð hissa þegar ég kom út að það var allt blautt. Fannst þetta líka yfirmáta óþægilegt, svo við tölum ekki um leiðinlegt! En það stytti upp daginn eftir og ég gat tekið gleði mína á ný :)

En núna held ég að það sé orðið laust æfingaherbergi, svo ég er farin! óver and át


Berglind @ 20:38
|



25 september 2008

Ohhh...pirrr....!

Ég er í tímum þessa önnina sem eru að eyðileggja allt fyrir mér...
Þetta eru vinnutímar, heita þverfaglegt verkefni og snúast um að öllum á þriðja ári (í klassík, dans og jazz) er skipt upp í hópa og við eigum að búa til sýningu til að sýna í grunnskólum síðustu vikuna í nóvember.
Ég er að öllu leyti ósátt við þessa tíma, sem við erum skylduð til að mæta 100% í.

Fyrir það fyrsta er þetta mínu námi algerlega óviðkomandi, fyrir utan að jú, ég spila aðeins á klarinett í okkar sýningu (ekki einu sinni klassíska tónlist, eða neitt sem gæti mögulega talist krefjandi).
Svo tekur þetta hrikalega mikinn tíma, við erum skylduð til að vinna í þessu í 6 tíma á viku og ofan á það kemur undirbúningur og önnur heimavinna.
Það eru allar verkefnavikur þessarar annar lagðar í þetta dæmi, þá eigum við að vera að vinna í þessu frá 10-16 alla virku dagana og svo hafa orku til að æfa okkur.
Við eigum að fara með sýninguna í grunnskólana síðustu vikuna í nóvember. Sem er líka síðasta vikan fyrir jólaprófin. Þá erum við í burtu allan daginn, erum með 2-3 sýningar á dag og eigum svo að hafa orku til að æfa okkur.
Mætingarskylda er 100% í þessa tíma. En við megum samt "skrópa" tvisvar ef við höfum góða ástæðu til þess.
Ég var fyrir löngu búin að plana að fara á MND ráðstefnuna í Englandi síðustu vikuna í október. Ef ég yrði allan tímann, myndi ég missa af 4 tímum, svo ég þarf að fara fyrr heim til að ná á þennan bjánatíma.
Svo bauðst mér í gær að fara fyrir hönd UiS til Íslands og sitja einhvern fund með Háskóla Íslands, vegna mögulegs samstarfs HÍ og UiS.
En nei, það er líklegast ekki að gerast, því danskellingarskrukkunni sem er yfir þessu "fagi", finnst þetta svo mikið vesen, að ég sé í burtu rétt áður en við eigum að fara í skólana...
Nú er dramadrottningin í mér sko virkilega ósátt, að það eigi að banna mér að fara heim, algerlega fríkeypis (flug, uppihald og allt), af því að ég þarf að vera í einhverjum tímum, sem tengjast mínu námi akkúrat ekki neitt!


Berglind @ 14:02
|



10 september 2008

Þetta með internetið var víst bara djók. Núna sit ég í skólanum til að gera það allra nauðsynlegasta, og svona líka aðeins minna nauðsynlegt, því ég næ ekki interneti heima hjá mér, nema einstaka sinnum og þá snemma á morgnana (klukkan svona 6-6.30) og sénsinn að ég vakni bara til þess að fara á netið!
Svo að núna bý ég í hybelinu mínu, án sjónvarps og internets. Ég hélt alltaf að ég gæti ekki verið lengi án sjónvarps eða internets, en það venst alveg furðulega fljótt.
Verð nú samt að viðurkenna að ég svindla helling, horfi á dvd í tölvunni, með hjálp frá bókasafninu og lagernum mínum.
Hef nú komist að því að það að horfa á hálfa seríu af The L Word (lesbíuþátturinn) á tveim kvöldum, er eiginlega mannskemmandi. Ég allavega skil ekkert í því að það sé til fólk sem ekki er gullfallegt og að allar konur hoppi ekki á hvora aðra þegar þær hittast, þegar ég svo kem út í alvöru heiminn...
Annars er hybelið mitt mjög fínt, á besta stað í bænum, tekur svona 10 mín að hjóla í skólann og ca 5 mín að labba niðrí bæ, sem ég geri samt helst ekki þessa dagana, því ég er að reyna að spara. Og hef alveg tekist það, að eyða ekki nema í nauðsynjar, mat og svoleiðis ;)

Í gær fór ég á lúðrasveitaræfingu númer tvö. Í þetta skiptið var ég aaalein á alt sax og það bara hrundu til mín sóló í hverju einasta fokkings lagi! Ég sem hélt að alt sax væri svona undirleiks í lúðrasveit, einskonar úmpah hljóðfæri, en ónei, skil ekkert í því að saxarnir eru ekki látnir standa fremst, svona til að aumir klarinettuleikarar séu ekki plataðir á saxinn...
Í þessari lúðrasveit eru á bilinu 50-60 manns, sem þýðir að á síðustu 2 æfingum hef ég þurft að kynna mig svona 30-40 sinnum. Það þýðir hinsvegar að ég hef þurft að segja nafnið mitt oftar en 100 sinnum. Það tekur fólk nefnilega oftast 3-4 tilraunir til að ná nafninu mínu. Það er á svoleiðis stundum sem mig langar bara að heita Anna...

Já, það er eiginlega ekkert meira að frétta, jú, nema að ég fæ líklegast trompetinn minn í dag, þennan fjólubláa sem ég keypti af ebay í vor. Það er sko búið að vera vesen, enda ekki við öðru að búast þegar ég kem við sögu. Hann lenti nefnilega í tollinum, og var fastur þar í allt sumar, því ég þurfti að borga hann út. Nú, ekki gat ég látið senda hann heim til Abdellah, þegar ég var flutt þaðan, svo ég gaf kallinum upp heimilisfangið hjá háskólanum, en það átti bara að vera formsatriði, því þeir eiga að hringja til að athuga hvort maður sé heima áður en þeir koma. En sá sem kom með pakkann minn, gerði það greinilega ekki og droppaði honum bara á póstmóttöku háskólans. Svo fæ ég bara allt í einu email um að ég hafi fengið pakka og geti náð í hann þar. Nema, að póstmóttakan er aldrei opin, ég reyndi að fara þangað og það var lokað, ég reyndi að hringja og þeir svöruðu ekki. Svo að ég sendi svar á emailið um að ég vildi fá nákvæman tíma hvenær það væri í alvörunni opið hjá þeim og fékk svar tilbaka að þeir gætu bara sent pakkann hingað niður til Bjergsted. Svo að hann er víst á leiðinni hingað á eftir :)

Og núna er ekkert meira að frétta frá mér! Þangað til næst...


Berglind @ 12:26
|



02 september 2008

Ég er nú opinberlega flutt í nýju íbúðina og .... tatarataaaa! Ég er með interneeeeeet :D

Það kemur samt soldið og fer, en hei, það er skárra en ekkert :)

Búin að skila bílaleigubílnum, og mun aldrei aldrei aldrei leigja mér bíl aftur! Eða...allavega mun ég passa vel upp á lykilinn!

Svo er ég að fara á lúðrasveitaræfingu á eftir, einhver þarna fann handa mér saxófón, svo að ég er með hjartað í buxunum um hvort ég kunni ennþá á svoleiðis fyrirbæri :) Er búin að vera að rifja upp í huganum með fingrasetningar og er að spá í að koma við á bókasafninu og fá mér nokkrar kennslubækur með fingrasetningamyndum til að rifja upp ;)
En nú er ég farin í sturtu í nýju íbúðinni minni :)


Berglind @ 16:55
|



01 september 2008

Ef þú værir bíllykill, hvar myndirðu þá fela þig?!

Jú, ef þú værir bíllykill í minni vörslu, þá gæti verið að þér fyndist ferlega sniðugt að límast fastur í límband undir kassa og vera algerlega pikkfastur þar, þangað til ég skrapaði þig undan með því að nenna ekki að lyfta kassanum almennilega upp í bílinn...
Meina, hversu ömó er hægt að vera þegar maður er einn lítill bíllykill?!
Og djös að mér hafi ekki dottið í hug að líta UNDIR kassana í öll þau skiptin sem ég var að leita að fjandans lyklinum!!

En já, lykillinn er semsagt fundinn og þarf ég því væntanlega ekki að borga nema 1250 kr í sekt, í stað 3125 kr, hefði ég týnt honum algerlega...

Ég er núna alveg næstum því flutt í nýju íbúðina mína. Hún er bara voðalega sæt eitthvað finnst mér. Kannski er ég bara svona ánægð yfir að flytja í mína "eigin" íbúð, en mér finnst hún bara hugguleg. Samt á ég nú eftir að sakna Mette og Therese alveg ofboðslega, finn það alveg strax.

Ég byrjaði í skólanum í dag. Fór í einn tíma, musikestetikk og filosofi. Veit ekki alveg hvað estetikk þýðir, en þetta er eitthvað um heimspekina og dótarí. Kennarinn, hann Per Dahl, er algert æði, svona algerlega krúttlegur kall, hlær á ótrúlega fyndinn hátt og já, bara svo mikið rassgat ;)
Svo fer ég í næsta tíma á miðvikudaginn, sá tími er í Storhaug skóla (eigum að fylgjast með barnatónlistarsýningu) og haldiði ekki að það sé skólinn í næstu götu við nýju íbúðina!! Nú er sko Karma eitthvað að gera mér upp leiðindalykilinn ;)
Annars er ég í voðalega fáum tímum í skólanum í vetur, sem er ágætt, því ég þarf víst að finna mér einhverja vinnu svona með, til að eiga efni á nýju klarinetti og svo til að eiga efni á að halda áfram í skólanum næsta vetur ;)


Berglind @ 22:17
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan