![]() |
||||
28 ágúst 2008
Díses, hvað lífið getur sökkað stundum!! Eða kannski frekar hvað ég get sökkað stundum... Ég leigði bílaleigubíl um daginn til þess að flytja allt dótið mitt hingað inn á skrifstofuherbergið mitt. Ég bar það allt samviskusamlega upp í herbergið og svo þegar ég ætla að læsa bílnum, þá finn ég hvergi lykilinn!! Svo nú, degi eftir að ég átti að skila bílnum, finn ég ekki enn lykilinn, búin að snúa öllu við nokkrum sinnum, búin að taka allt út úr herberginu og setja inn aftur og leita í öllum mögulegum og ómögulegum töskum, kössum og körfum, inní í húsinu og fyrir utan það og í bílnum og hvergi finnst fjandans lykillinn. Hringdi í bílaleiguna og þær þurftu að fá lykilinn frá Osló, svo að bíllinn stendur hér fyrir utan, sem kostar mig um 300 norskar krónur á dag, aukalega við upphaflegu leiguna, OG ég þarf að borga 3000 kall í sekt!! Frábær byrjun á skólaárinu! Ef ekki hefði verið fyrir gaurin sem hringdi í mig áðan og bauð mér að koma og skoða íbúð rétt við miðbæinn á fáránlega góðu verði, þá væri ég búin að pakka saman og panta flug heim núna... Berglind @ 18:38
|
26 ágúst 2008
Já, kannski sé kominn tími til að láta aðeins heyra í sér... Ég nennti ekkert að blogga í sumar, hef enga afsökun, það gerðist alveg fullt, ég bara nennti ekki að blogga.. Ég var að vinna á hælinu, í sundlauginni, innlagnafulltrúi og aðeins á læknastofunni. Stundum vann ég frá 7.30-22, svo það var ekki mikill tími í neitt annað... Ég fór á landsmót skáta í endaðan júlí, sem var svo gaman að orð fá varla lýst. Veðrið var frábært, hjálparfólk og foreldrar voru frábær og krakkarnir voru vægast sagt frábær, nei, þau voru sko meiriháttar æðislega frábær. Held ég verði sko ekki lengi að segja já, ef ég verð beðin um þetta aftur! Í byrjun ágúst skruppum við famelían vestur í Djúp, þeas. öll nema Örvar sem var (og er víst enn) staddur á einhverri íþróttakeppni í Kína ;) Það er ekkert yndislegra en að dvelja í sveitinni, maður nær alveg að kúpla sig niður, enda ekkert gsm samband, internet, já eða tölva, og bara RÚV í sjónvarpinu. Ég veiddi fyrsta fiskinn minn! Ég, sem hef farið í talsvert fleiri veiðiferðir en hinn almenni borgari, ótal billjón sinnum upp að vatni og svo með pabba í fjölmargar laxveiðiferðir, hef nefnilega aldrei á ævinni veitt fisk. Held samt, að einu sinni hafi pabbi sett í einn og fest hann vel og svo ég fengið að draga hann inn, en annars hef ég aldrei veitt fisk. Fyrr en þarna um daginn, að ég veiddi einn silung :) Við systurnar fórum svo í smá nostalgíuferð upp að Myllufossi með krakkana, sem var aðeins meira en æðislegt. Aðrir ritúalar voru líka framdir, svo sem að skrúbba allt slý úr lauginni, þó við kæmumst svo bara einu sinni í hana. Ætluðum tvisvar en þá hafði einn úr sveitinni farið ofaní til að þvo af sér örugglega-einhverra-vikna-gamlan skít, sem flaut ofan á vatninu innan um hár af sama hausi. Við höfðum ekki lyst til að fara ofan í á eftir honum! Þessi laug er nefnilega alveg furðulega eftirsótt, að það hafa oftast verið vandræði fyrir okkur sem eigum laugina að komast ofaní fyrir ágangi túrista og annara ókunnugra, sama hvernig skilti og skilaboð við setjum við hana, það virðist ekkert duga...! En þetta eina skipti var samt æði :) --------------------- Og svo annað í fréttum að ég er búin að flytja... Ég semsagt gafst upp á kallfjandanum. Hann hringdi í mig í endaðan júní og sagði að ég þyrfti að flytja út áður en skólinn byrjaði, því hann væri búinn að finna þrjár stelpur til að búa í kjallaranum. Ég var í vinnunni og gat því ekkert svarað honum að ráði, en hann sagði samninginn minn bara hafa gilt í eitt ár og því hefði ég engan samning og þá mætti hann henda mér út með 1 mánaðar uppsagnarfresti. Sem og venjulega, var ekkert hægt að rökræða við mannfjandann, svo enginn endir fékkst í málið. Svo hringir hann aftur rétt fyrir ágúst og segir aftur að ég þurfi að flytja út fyrir skólabyrjun, þá var ég búin að panta flugmiða og sagðist myndu koma seint 24. ágúst og gæti bara engu breytt með það. Hann sætti sig við það. Síðan ég talaði við hann fyrst hef ég legið inn á helstu leigusíðum í Noregi, en fann ekkert fyrr en ég var að lesa stavangerskt dagblað og þar stóð að háskólinn hefði verið með neyðarúrlausn fyrir fólk án húsnæðis, svo ég hafði samband við skólann og fékk inni í þessu neyðarhúsnæði, svo ég gat andað aðeins léttar og notið sumarfrísins. Svo þegar ég lendi í Osló á sunnudagskvöldið bíður mín sms frá mannvitsbrekkunni, um að ég hafi ætlað að flytja þann daginn og ef ég svari ekki þá muni hann henda öllu út úr herberginu mínu (í annað skipti sem hann hótaði því), ég sendi honum fyrst sms um að ef hann geri það, þá muni ég hringja á lögguna, því hann má ekki einu sinni fara inn í herbergið mitt án leyfis. Svo hringdi ég í hann þegar ég var aðeins búin að róa mig niður og búin að búa til smá sögu um að fluginu hafi seinkað og ég þurfi að taka næturlest til Stavanger (sem var haugalygi, flugið var á svo hárréttum tíma, og ég hafði alltaf ætlað að taka næturlestina) Svo þegar ég kem til Stavanger í gærmorgun, byrja ég á því að fara upp í skóla og ná í lykil að herberginu og skilja eftir farangurinn. Svo á leiðinni upp í íbúðina, um 9.30 þá fæ ég sms um að ég eigi að vera búin að tæma herbergið og þrífa kl 12. Öll plön um að pakka skipulega niður, fóru algerlega í vaskinn og ég hrúgaði dótinu mínu í töskur og kassa sem ég átti og henti fram, fór svo að ná í bílaleigusendibíl sem ég átti pantaðan og henti dótinu mínu upp í hann og brunaði burt. Það voru 2 stelpur fluttar inn og ég notaði tækifærið og sagði þeim frá því hvernig Abdellah væri í raun og veru, öllu strögglinu sem við Mette og Therese stóðum í og svo hvernig hann er búinn að láta við mig í sumar. Helst langar mig samt að fara með þetta í blöðin eða eitthvað, láta hann virkilega kenna á því! En ég er allavega flutt núna, á bara eftir að finna mér alvöru húsnæði og mikið vona ég að það gangi betur næst!! Berglind @ 19:12
|
|
links
ásta
quotes
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you? Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum. Nonni og Manni Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa. Nonni og Manni
archives
febrúar 2006
credits
|
|||
![]() |