![]() |
||||
02 júní 2008
Veit ekki hversu oft ég hef ætlað að skrifa eins og eitt blogg, en maður á engin orð... Hluti af mér langar til að hoppa upp í næstu flugvél, en á hinn veginn er ég afskaplega fegin að vera ekki heima þessa dagana, ég væri orðin ein taugahrúga, þeas. ef ég hefði lifað af þann stóra. Ef það er eitthvað sem ég virkilega hata, þá eru það jarðskjálftar! Elísabet tók myndir af rústinu í húsinu og setti inn á síðu Laugateigskrakkanna. Annars líður fljótt að heimferð. Kláraði hljómfræðipróf í dag, bara 5 klukkutímar, takk fyrir. Nú þarf ég aldrei aftur að hugsa um hljómfræði, jei :) Nema náttúrulega eiginlega alltaf ;) Hér er skýjað akkúrat þessa stundina. Að sjálfsögðu. Hefur ekki sést ský á himni síðan einhvern tíma í síðustu viku, þá var eithvað hvítt lengst út við sjóndeildarhringinn, fræðimenn hafa kallað það fyrirbæri ský. Svo í dag, loksins þegar ég get legið í sólbaði á þess að fá samviskubit, þá verður alskýjað og kalt. Týpískt. En það á að birta til á morgun, sól og 26 gráður. En eftir það er það víst bara niður á við. Fúlt. Nú er það heimferð eftir 13 daga. Eins gott að jörðin verði til friðs! Berglind @ 22:56
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |