![]() |
||||
09 júní 2008
SUUUUMAAAARFRÍÍÍÍÍ :D Loksins loksins loksins er ég komin í langþráð sumarfrí...og um leið byrjar að rigna! Síðasta mánuð hefur verið þvílík bongóblíða og ég reynt að halda mig innandyra og þóst vera að læra, svo um leið og ég, með góðri samvisku, get lagst út á ströndina, þá droppar hitinn niðrí skítkalt og á að fara að rigna. Hrmpf! En semsagt, tónheyrnarprófið gekk bæði vel og illa og gildir það um bæði skriftlegt og munnlegt. Sorglegt hvað ég er hrikalega léleg að syngja laglínur, en setjið fyrir framan mig hljóðfæri og þá er það pís of keik. Annars hef ég gert mikið annað en lært undanfarið, enda ekki hægt að æfa tónheyrn nema í takmarkaðan tíma. Held að of mikil tónheyrn geri fólk álíka geðveikt og óbóspil... Fór td í miðnæturgöngutúr um daginn. Við Mette ákváðum að fara í smá túr, klukkan var orðin tólf og hitinn ennþá yfir 20 stigum, svo við fórum út á stuttbuxum og bolum, eiginlega bara til að geta sagst hafa verið úti eftir miðnætti á stuttbuxum og bol :) Túrinn varð þó mun ánægjulegri fyrir Íslendinginn mig, þegar við sáum þetta ofursæta dýr :) Sætur, nó?! Fleiri hér: http://web.mac.com/berglind.h/Site/Upphaf.html Berglind @ 22:34
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |