![]() |
||||
26 júní 2008
Hélt ég myndi springa úr hlátri um daginn, átti svo skemmtilegt samtal :) Kona: Já, og þú verður hér í sumar? Ég: Jájá. Kona: Og hva, þú ert bara næstum því fullorðin? (Ég: ekkert svar) Kona: Hvað ertu eiginlega gömul? Ég: 26 ára. Kona: Nú?! Ji, þú ert svo smábarnaleg! Ég: ok... Ég get ekki ákveðið mig, hvort er meira brilliant, næstum því fullorðin eða smábarnaleg ;) Berglind @ 20:21
|
14 júní 2008
Hnjé hnjé hnjé.... Leigusalinn, hann Abdellah (sem er algert fífl), var hér áðan. Hann var að láta mig vita að hann ætlar að hækka leiguna í 3500, ég vissi reyndar alveg af því, því við fundum auglýsinguna á finn.no. En ég sagði að ég þyrfti þá líklegast að flytja og ætla að láta hann vita á morgun. Hann vildi þá að ég flytti út 1. ágúst (hann segir háskólann vilja leigja íbúðina og þeir vilja þá væntanlega fá hana þá, auk þess sem það eru langflestir að leita í sumar), en ég sagði bara neinei, samkvæmt samningnum á ég 3ja mánaða uppsagnarfrest og hef því til lok sept að flytja út. Ég ætla að standa svo fast á því, hann mun þurfa að borga mér (og það veeel!) til að fá mig til að flytja út fyrr :) Fíbbl! Berglind @ 20:13
|
12 júní 2008
Mig er búið að kvíða fyrir því í marga mánuði að fara með nokkrar bækur og geisladiska á bókasafnið. Ég nefnilega náði að týna bæklingunum frá diskunum og skammaðist mín alveg niðrí rassgat fyrir það. Svo, að í marga mánuði, hef ég frestað og lengt lánið á öllu, þar til í dag, að ég gat ekki frestað þessu lengur og fór á bókasafnið með allt draslið. Byrjaði á að skila bókunum og var alveg með hjartað í buxunum yfir að fara inn með diskana. Hvað helduru að hafi verið inn í einni bókinni?! Jú, bæklingarnir!! Berglind @ 19:55
|
11 júní 2008
Jæja, einkunnir eru farnar að týnast inn á þartilgerðan vef skólans. Ég er búin að fá á hreint að ég þarf aldrei aldrei aldrei að gera hljómfræði aftur eða spila á píanó, frekar en ég vil og verður það þá eftir mínum reglum :) JEI :D Berglind @ 22:44
|
09 júní 2008
SUUUUMAAAARFRÍÍÍÍÍ :D Loksins loksins loksins er ég komin í langþráð sumarfrí...og um leið byrjar að rigna! Síðasta mánuð hefur verið þvílík bongóblíða og ég reynt að halda mig innandyra og þóst vera að læra, svo um leið og ég, með góðri samvisku, get lagst út á ströndina, þá droppar hitinn niðrí skítkalt og á að fara að rigna. Hrmpf! En semsagt, tónheyrnarprófið gekk bæði vel og illa og gildir það um bæði skriftlegt og munnlegt. Sorglegt hvað ég er hrikalega léleg að syngja laglínur, en setjið fyrir framan mig hljóðfæri og þá er það pís of keik. Annars hef ég gert mikið annað en lært undanfarið, enda ekki hægt að æfa tónheyrn nema í takmarkaðan tíma. Held að of mikil tónheyrn geri fólk álíka geðveikt og óbóspil... Fór td í miðnæturgöngutúr um daginn. Við Mette ákváðum að fara í smá túr, klukkan var orðin tólf og hitinn ennþá yfir 20 stigum, svo við fórum út á stuttbuxum og bolum, eiginlega bara til að geta sagst hafa verið úti eftir miðnætti á stuttbuxum og bol :) Túrinn varð þó mun ánægjulegri fyrir Íslendinginn mig, þegar við sáum þetta ofursæta dýr :) Sætur, nó?! Fleiri hér: http://web.mac.com/berglind.h/Site/Upphaf.html Berglind @ 22:34
|
03 júní 2008
Hrikalega fyndin auglýsing frá Tine :) Berglind @ 00:24
|
02 júní 2008
Veit ekki hversu oft ég hef ætlað að skrifa eins og eitt blogg, en maður á engin orð... Hluti af mér langar til að hoppa upp í næstu flugvél, en á hinn veginn er ég afskaplega fegin að vera ekki heima þessa dagana, ég væri orðin ein taugahrúga, þeas. ef ég hefði lifað af þann stóra. Ef það er eitthvað sem ég virkilega hata, þá eru það jarðskjálftar! Elísabet tók myndir af rústinu í húsinu og setti inn á síðu Laugateigskrakkanna. Annars líður fljótt að heimferð. Kláraði hljómfræðipróf í dag, bara 5 klukkutímar, takk fyrir. Nú þarf ég aldrei aftur að hugsa um hljómfræði, jei :) Nema náttúrulega eiginlega alltaf ;) Hér er skýjað akkúrat þessa stundina. Að sjálfsögðu. Hefur ekki sést ský á himni síðan einhvern tíma í síðustu viku, þá var eithvað hvítt lengst út við sjóndeildarhringinn, fræðimenn hafa kallað það fyrirbæri ský. Svo í dag, loksins þegar ég get legið í sólbaði á þess að fá samviskubit, þá verður alskýjað og kalt. Týpískt. En það á að birta til á morgun, sól og 26 gráður. En eftir það er það víst bara niður á við. Fúlt. Nú er það heimferð eftir 13 daga. Eins gott að jörðin verði til friðs! Berglind @ 22:56
|
|
links
ásta
quotes
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you? Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum. Nonni og Manni Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa. Nonni og Manni
archives
febrúar 2006
credits
|
|||
![]() |