04 maí 2008


Í vor ákvað einn svanakallinn á vatninu niðrí bæ, að búa til hreiður rétt fyrir aftan eitt strætóskýlið. Ég skildi nú lítið í hvað hann var alltaf að rífa upp rætur af trjánum og safna allskonar rusli, fyrr en einn daginn að það var komið myndarhreiður. Svo kom kellinginn og lagðist í hreiðrið fína og nú liggur hún þar á þrem stórum grænum eggjum. Verð að viðurkenna að ég bíð spennt eftir ungunum :)

1. maí fór upp og ofan hjá mér, vegna þess að það var frí í skólanum, ákváðum við að hafa kvartettæfingu og svo fór ég í aukapíanótíma. Hugsaði ljúft til félaga Verkalýðsmanna heima á Íslandi að marsera, þegar ég sat úti í sólinni að bíða eftir strætó. Ég fékk ekstrabónus meðan ég beið, en 1. maí er mótorhjólum hleypt á göturnar og í því tilefni voru mótorhjólakallar og kellingar með ofurflotta skrúðkeyrslu. Hún olli því reyndar að ég var of sein á æfingu, en mér fannst það allt í lagi, þetta var svo töff, hjólin og hljóðin og allt :)

Framundan er svo bissí vika, fæ vonandi hjólið mitt í vikunni, horfi þessa dagana á alla hjólreiðamenn með smá öfund í augunum, því mig langar svo út að hjóla í góða veðrinu og ekki hjálpar barnið í mér til, því þegar ég get ekki eitthvað langar mig alltaf því meira í það ;) Verður fínt að hjóla í skólann, fá smá útiveru og hreyfingu í sólinni sem spáð er næstu vikur :)


Berglind @ 22:07
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan