19 maí 2008

Ég er svo inspírasjónlaus að ég hef ekki einu sinni nennt að reyna að blogga undanfarið... Fannst samt kominn tími til að láta vita að ég sé enn á lífi, sem ég er.

Ég er búin með tvö próf, bæði kammermúsík. Þau gengu bæði bara ágætlega, fékk sérstaklega góða dóma fyrir seinni daginn, en þá spiluðum ég, Ragne Marthe og Tone lítið klezmerstykki. Þó það hafi ekki verið fullkomið, þá var það alveg þarna uppi. Dómarinn hrósaði okkur sérstaklega fyrir gott jafnvægi milli radda (vorum að spila á bassa, Bb-klarinett og ess-klarinett) og að við spiluðum afskaplega vel saman, sem er jú það sem kammermúsík gengur út á :)
Næsta próf er á föstudaginn, aðalprófið meirasegja. Klarinettpróf. Ég ætla að spila lítið sólóstykki sem heitir Capriccio og er eftir Sudermeister (held að kallinn hafi heitið Henrik, en er ekki alveg viss). Það er soldið skemmtilegt stykki og er þeim skemmtilegu eiginleikum búið að þegar maður heyrir það virðist það vera ógeðslega erfitt, en það liggur svo hrikalega vel að þetta er alveg pís of keik :)

Já, svo var víst 17. maí á laugardaginn. Ég var nú alveg einstaklega löt í að taka þátt í hátíðarhöldunum. Fór að spila í skrúðgöngunni með lúðrasveit UiS (lúðrasveit sem var stofnuð 16. maí og hafði eina æfingu, algerlega án marseringa vottsóevör). Það var voðalega gaman, en að sama skapi var ég svo þreytt, kalt og illt í fótunum að ég vildi bara fara heim eftir skrúðgönguna. Fagnaði svo þjóðhátíðardeginum með að horfa á íslenskar bíómyndir :) Um að gera að nota tækifærið þegar maður er einn heima ;)

Annars er bara allt ágætt að frétta. Sumarið er horfið eitthvert annað, sólin reyndar var eftir og skín skært á hverjum degi, en hitinn er á bilinu 12-14 stig á daginn og því er ég búin að finna fram flíspeysuna á ný. Fúlt!


Berglind @ 23:32
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan