![]() |
||||
08 maí 2008
Í dag líður mér miklu betur... ótrúlegt hvað þetta gekk fljótt yfir, eins og ég hélt að ég væri að deyja í gær! Var meirasegja svo í lagi í dag, að ég gat hugsað mér að eyða nokkrum klukkutímum með litlum brjálæðingum "high on summer". Var reyndar alveg búin, eftir fyrstu tvo brjálæðingana og fékk annan til að taka grúppuæfinguna fyrir mig. Sá ekki fyrir mér að ég gæti staðið í lappirnar í rúman klukkutíma, fyrst ég var alveg að leka niður eftir 40 mínútur... Á morgun eru skipulagðar 2 æfingar, sú fyrri í 2 tíma og sú seinni í 3. Sjáum hvernig það fer... Annars er Mette eiginlega búin að fá sparkið. Við þurfum að finna einhvern til að búa hér fyrir 1. júní, ef við finnum engan, þarf Mette að flytja út, samningurinn hennar er tímabundinn við 31. ágúst og asnakjálkinn þarna uppi er víst með 2 stelpur sem vilja flytja inn. Fyrst að Mette þarf að flytja, þá ætla ég að segja upp mínu herbergi og finna mér annað nær skólanum. Það er alveg eins gott, fyrst að ég þarf að fá nýja meðleigjendur hvorteðer... Berglind @ 22:28
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |