28 maí 2008

Aldrei aftur píanó!!
Tók lokapróf í píanóspili í dag :) Sem gekk bara ágætlega. Nú þarf ég aldrei aldrei aldrei aftur að spila á píanó. Á samt alveg örugglega eftir að spila aftur, því ég sækist í píanó eins og fluga að eldi , þegar ég sé slíkt (ein vinkona úr grunnskólanum var oft orðin ansi pirruð ;), en það verður þá sjálfviljugt spil, sem er jú miklu skemmtilegra ;)

Ég er líka búin að skila tónlistarsöguritgerð. Hún var ekkert spes samt. Var þó innan lengdarmarka, sem er einn plús. Verður örugglega langt þar til ég fæ að vita eitthvað, í fyrra þurfti ég að reka á eftir kennaranum að setja inn einkunnirnar í júlí og þá þurfti hann bara að fara yfir rétt og rangt...!

En nú er kominn sá tími sem öll hljóðfærapróf eru búin, klarinettprófið var á föstudaginn, fæ að heyra út úr því á morgun... (úff!) Það gekk samt ekki sem verst, varð ekkert stressuð (vanalega er ég svo stressuð að ég stend varla í fæturnar, þegar ég á að spila fyrir aðra og sérstaklega í prófum), svo ég vissi eiginlega ekkert hvað ég ætti að gera við alla þá orku sem fer venjulega í að halda mér uppi. Það sama gerðist reyndar í dag í píanóprófinu, svo kannski þetta stressrugl sé bara búið?! Vona það allavega...

Nú eru bara þrjú próf eftir og ein verkefnaskil í nokkrum þáttum... Þar sem öll hljóðfæraprófin eru búin og þessi ritgerð sem er búin að liggja yfir manni í allt vor, þá er ég svo afslöppuð, eiginlega um of... :) Ekki hjálpar það heldur að það er svona 20 stiga hiti á daginn og glampandi sól. Grasið er meirasegja farið að sviðna og ég varð fyrir árás þriggja úðara á leiðinni heim í dag ;)


Berglind @ 00:37
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan