![]() |
||||
28 maí 2008
Aldrei aftur píanó!! Tók lokapróf í píanóspili í dag :) Sem gekk bara ágætlega. Nú þarf ég aldrei aldrei aldrei aftur að spila á píanó. Á samt alveg örugglega eftir að spila aftur, því ég sækist í píanó eins og fluga að eldi , þegar ég sé slíkt (ein vinkona úr grunnskólanum var oft orðin ansi pirruð ;), en það verður þá sjálfviljugt spil, sem er jú miklu skemmtilegra ;) Ég er líka búin að skila tónlistarsöguritgerð. Hún var ekkert spes samt. Var þó innan lengdarmarka, sem er einn plús. Verður örugglega langt þar til ég fæ að vita eitthvað, í fyrra þurfti ég að reka á eftir kennaranum að setja inn einkunnirnar í júlí og þá þurfti hann bara að fara yfir rétt og rangt...! En nú er kominn sá tími sem öll hljóðfærapróf eru búin, klarinettprófið var á föstudaginn, fæ að heyra út úr því á morgun... (úff!) Það gekk samt ekki sem verst, varð ekkert stressuð (vanalega er ég svo stressuð að ég stend varla í fæturnar, þegar ég á að spila fyrir aðra og sérstaklega í prófum), svo ég vissi eiginlega ekkert hvað ég ætti að gera við alla þá orku sem fer venjulega í að halda mér uppi. Það sama gerðist reyndar í dag í píanóprófinu, svo kannski þetta stressrugl sé bara búið?! Vona það allavega... Nú eru bara þrjú próf eftir og ein verkefnaskil í nokkrum þáttum... Þar sem öll hljóðfæraprófin eru búin og þessi ritgerð sem er búin að liggja yfir manni í allt vor, þá er ég svo afslöppuð, eiginlega um of... :) Ekki hjálpar það heldur að það er svona 20 stiga hiti á daginn og glampandi sól. Grasið er meirasegja farið að sviðna og ég varð fyrir árás þriggja úðara á leiðinni heim í dag ;) Berglind @ 00:37
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |