![]() |
||||
11 apríl 2008
Svona til að öppdeita þá sem ekki vita, þá skrapp ég í fluvvél um síðustu helgi og flaug heim á Frón :) Var nú búin að plana það alveg síðan í janúar (þetta er páskafrí), en það átti að koma Elísabetu á óvart (það tókst!) og mátti enginn vita neitt ;) Þar sem enginn vissi að ég yrði á ferðinni, þá var ekki búið að láta örlagaguðina vita og gengu flugferðirnar tvær bara svona ljómandi vel, engin seinkun, báðar vélarnar meirasegja of fljótar! Síðan ég kom heim, er ég búin að gera alveg helling, afmæli og snatterí. Reddaði pabba stöð 2 í gegnum skjáinn og búin að hengja upp auglýsingar um klarinett til sölu alveg útum allt land (eða frá Selfossi suður í Kópavog). Best að segja það líka hér, ef einhvern langar í. Ég ætla að selja gamla klarinettið mitt, áhugasamir hafi samband við mig. Ég á líka eftir að gera helling, fara í klippingu og svo er búið að troða mér inn á árshátíð hjá Verkalýðnum, sem er á laugardaginn... Um helgina ætlar Elísabet að vera með Sólargeislann, Engilinn og prinsessuna í heimsókn hér fyrir austan, verður fjör þá :) En þið skuluð ekki búast við miklu bloggi næstu vikuna, netþörfin mín dettur alveg niður í ekki neitt, þegar ég er hér heima hjá pabba mínum ;) Berglind @ 00:25
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |