![]() |
||||
29 apríl 2008
Þar kom að því! Vesen númer eitt. búin að vera svo lítið óheppin undanfarið að það varð bara að koma eitthvað stórt... Hjólaði í skólann í gær og var á hausnum nær alla leiðina, því keðjan er alveg komin í klessu, flæktist einhvern veginn um sjálfa sig eða eitthvað annað. Svo að ég fór með hjólið inn á verkstæði og fékk að vita í dag að það þarf að skipta um allt heila draslið, keðjuna og kringum það, bremsurnar og eitthvað sem ég man ekki eftir nánast allt sem getur ryðgað er ryðgað í drasl. Að skipta um draslið kostar minnst 1500 kall (norskar). Svo nú er spurningin, á ég að kaupa mér nýtt hjól eða láta gera við?! Bæði er jafn ömurlegur kostur, ef ég læt gera við, verður þetta kannski orðið svona aftur eftir ár... Svo ef ég kaupi nýtt, erum við að tala um ca 3000 kr, fyrir ágætt hjól og hver veit hvort það fari eitthvað betur... Vesen númer tvö. Sá sem ég leigi af herbergið, er líklegast að henda okkur út. Allavega Mette. Hún ætlaði að láta hann vita að hún vildi vera áfram eftir að samningurinn hennar rynni út í júní og þá svaraði gaurinn að hún gæti fengið að vera áfram EF hún fyndi einhvern annan til að búa hér! Enn hefur hann ekkert sagt við mig (var enginn heima áðan) þannig að ég veit eiginlega ekki hvort ég hafi einhvern stað til að búa á í haust eða ekki :S Svo gaman að vera ég... Berglind @ 21:42
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |