![]() |
||||
25 mars 2008
Veit ekki hverskonar ruglveðurguðir eru að leysa hér af, en það mætti nú alveg taka aðeins í rassgatið á þeim og segja svona gerir maður ekki! Síðustu 2 vikur hefur verið alveg hreint yndislegt veður hér í útlandinu, með sól og um og yfir 10 stiga hita. Það passaði alveg við árstíðina hér, vorið kemur yfirleitt um miðjan mars og svo verður það bara betra og betra þar til sumarið kemur í byrjun maí. Svo öllum til mikillar undrunar byrjaði bara allt í einu að snjóa á sunnudagskvöldið. Og ekki hvarf snjórinn, eins og hann er vanur að gera, nei, hann var sko hér í allan gær og svo þegar ég kom út í morgun, snjóaði ennþá meira. Og það bara snjóaði og snjóaði alveg fram yfir hádegi! Ég hef sko aldrei séð svona mikinn snjó hérna áður... Enda fór líka allt í klessu, strætó var bara lokað, því þeir runnu bara á næstu bíla, byrjuðu ekki að keyra aftur fyrr en um þrem tímum seinna. Og hver var niðrí bæ, að bíða eftir strætó til að skjótast aðeins heim?! Jú, auðvitað ég. En á endanum komst ég þó heim og er núna alvarlega að spá í að nenna ekki niðreftir aftur, leti vegna veðurs... Er það ekki lögleg afsökun?! Ég bara nenn'ess'ekki! Berglind @ 16:32
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |